12.7.2010 | 00:18
Koss á kinn og takk strákar mínir!
Sannir listamenn hafa tvær hliðar. Önnur hliðin er sú sem snýr að þeirra eigin sköpun eða flutningi á eigin verkum. Það er fallega hliðin þeirra, en þó ekki alltaf. Sumir eru betri í öðru og eiga að nýta sér það, þjóðinni til aukinnar gleði.
Hin hliðin lýtur að hæfileikum sannra listamanna til að taka upp annarra listamanna verk og gera þeim góð skil í nýjum og breyttum búningi. Nýta hæfileika sína til góðra verka til að gleðja þjóðina og fá nokkrar krónur fyrir.
Ég á alla diskana sem KK og Magnús Eiríksson hafa gert saman. Á þeim er ekkert efni eftir þá félagana, að ég held, en dásamlegir eru þeir og þjóðin elskar þá, enda diskarnir algjörlega frábærir. Dísa í dalakofanum og allar hinar stelpurnar .........!
Heima í stofu, í bílnum og í útilegunum og hvar sem er, innanlands sem erlendis.
Helgi Björnsson, Ísfirðingur og vinur minn, hefur fetað líkar slóðir við miklar vinsældir. Reiðmenn vindanna eru reiðmenn Íslands.
Með og án hesta.
Það þarf ekki allt að vera frumflutt. Gamalt vín á nýjum belgjum getur verið frábært.
Mig langar að þakka tilvitnuðum listamönnum fyrir að auðga líf mitt og margra annarra.
Koss á kinn og takk strákar mínir!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skyldi hæfileikum vera misskipt á milli manna eða kunna bara sumir betur að nýta sér sína hæfileika en aðrir?
Ég heyrði eitt sinn mann segja að öllum væri í raun gefinn sérstæður hæfileiki. Bara sumir næðu að uppgötva hann. Enn færri nýttu hann.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 00:46
Grefill segir: ...... eða kunna bara sumir betur að nýta sér sína hæfileika en aðrir?
Það er svo. Þess vegna er ég ekki rithöfundur en bara bloggari!
Björn Birgisson, 12.7.2010 kl. 00:54
Ef þú tækir saman bestu bloggin á síðunni þinni og gæfir þau út í riti ... værirðu þá ekki rithöfundur? Auðvitað. Þannig að það er stutt þangað úr blogginu. Vilji er allt sem þarf. Og peningar.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 01:17
Grefill, takk fyrir þetta. Ég á peninga en engan vilja. Það er nú mergurinn!
Björn Birgisson, 12.7.2010 kl. 01:22
Það minnir mig á að flytja inn nýja sendingu af Viljapillunum vinsælu.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 01:43
Bjallaðu í mig þegar sendingin kemur!
Björn Birgisson, 12.7.2010 kl. 01:49
Heill og sæll Björn minn ágæti!
Verð nú að leiðrétta þig örlítið fyrir hönd drengjanna Kk og magnúsar nafna míns varðandi útgáfu þeirra saman. Fyrstu þrjár plöturnar þeirra voru nefnilega með þeirra eigin frumsamda efni, þar af þær tvær fyrstu, beint úr hljóðveri, Ómissandi fólk og Kóngur einn dag. (þriðja platan var tónleikaplata minnir mig) Síðan komu hins vegar þessar túlkunarskífur þeirra á vinsælum rútubílasöngvum m.m.!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2010 kl. 10:58
Sæll Magnús, diskarnir sem ég á heita: 22 ferðalög, Langferðalög og Fleiri ferðalög. Allir mjög fínir og notalegir.
Björn Birgisson, 12.7.2010 kl. 12:22
Jamm og það er gott og blessað, en hinar skífurnar þrjár komu semsagt á undan og það langt á undan.Einu sinni var ég garmurinn að brölta við að "blaðamannast" og skrifaði allavega um þessar tvær fyrstu plötur kappanna. og svo loks pínupons grobb, ég varr svo eiginlega fyrrsti maðurinn sem tók almennilegar ljósmyndir af þeim saman eftir að samstarfið hófst! En hafðu ekki hátt um það, hvísla þessu bara að þér hérna í nóttinni.
Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2010 kl. 00:51
Huliðshjúpur næturinnar geymir svo margt sem dagsljósið þráir, en fær aldrei að sjá.
Björn Birgisson, 14.7.2010 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.