12.7.2010 | 13:45
Óhroðinn kominn í ruslið
Í morgun fékk ég tölvupóst frá umsjónarmönnum bloggsins. Hann var svohljóðandi:
"Sæll Björn,
Í þremur færslum á bloggi þínu urval3bjorn.blog.is er endurbirting úr færslu
sem hefur verið fjarlægð af öðru bloggi vegna brots á reglum blog.is
(http://blog.is/forsida/disclaimer.html).
Færslurnar eru þessar:
"Eitur á fólk"
"Þurfa stjórnmálamennirnir okkar að fá lífverði?"
"Hin fullkomna þjóðarskömm"
Þær hafa nú verið faldar og gefst þér kostur á að gera breytingar á þeim
þannig að þær samræmist notkunarreglunum, eða eyða þeim alveg. Það sama á
við um athugasemdir annarra við færslurnar enda berð þú fulla ábyrgð á öllu
því sem miðlað er um bloggið þitt, þ.á.m. athugasemdum annarra.
Með kveðju,
f.h. umsjónarmanna blog.is
Soffía Haraldsdóttir"
Við þessu hef ég brugðist bæði fljótt og vel, enda sá óhroði sem hér var til umfjöllunar best geymdur í ruslatunnunni.
Í framhaldi af þessu verður ein spurning að fara í loftið:
Á höfundur óhroðans, Loftur Altice Þorsteinsson, að leika lausum hala á blogginu eins og ekkert hafi í skorist?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú veist hvernig það er með sjálfstæðisflokk... það eina sem skiptir máli er að þú sért í klíkunni.... það er sjálfstæðisflokkur.
doctore (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 14:03
Jæja: Nú væntir maður svars við þessari spurningu: Á höfundur óhroðans, Loftur Altice Þorsteinsson, að leika lausum hala á blogginu eins og ekkert hafi í skorist?
Ég myndi segja að trúverðugleiki mbl væri þarna í húfi.
hilmar jónsson, 12.7.2010 kl. 14:03
Skuldar Loftur ekki viðkomandi svo og lesendum sínum afsökunarbeiðni?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2010 kl. 14:03
Það sýnir bara hvað reiði fólks er mikil og djúpstæð útí þessa ESB umsókn og hvað hún hefur gjörsamlega gengið fram af stærstum hluta þjóðarinnar sem missir sig í reiðiköstum yfir þessari ósvinnu.
Þetta sést best á því þegar grandvarir og pennafærir menn eins og Loftur Altice skuli nota svona orðbragð, þó svo að ég hafi nú ekki vitað til að flugnasprey hafi drepið nokkurn mann þó því sé úðað á hann.
En það er semsagt búið að fjarlægja þessa færslu hans Lofts vegna þess að sumir fóru hamförum yfir þessu eins og hann væri að hvetja til morða, þó ekki sé ég að afsaka þessa færslu Lofts, því að hún fór yfir strikið.
En ekki hef ég séð sömu mönnum bregða svona skjótt við þegar helstu ESB trúboðarnir hér á Moggablogginu kalla okkur ESB andstæðinga "vitleysinga, hálfvita, fávíta, fífl, illa gefna, eða jafnvel fasista og nasista" svo aðeins séu gefin nokkur dæmi um orðbragðið og hatrið sem að okkur beinist af vissum aðilum.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 14:23
Ég hef orðið þess yndis aðnjótandi Gunnlaugur, að vera kallaður öllum þessum nöfnum nema þessum tveim síðustu, í stað þeirra hafa verið notuð önnur orð sem betur þykja hæfa mínum þankagangi.
Satt best að segja raskar þetta lítið minni stóísku ró, en ég er nú ekki hugaðri en svo að ég fer töluvert að ókyrrast þegar menn fara að hóta morðum og fjöldaaftökum og þegar svo er komið gildir mig einu hvernig þær er matreiddar.
Ekki dregur það úr vægi morðhótananna þegar þær koma frá jafn "grandvörum" manni og þú gefur Loft upp fyrir að vera, en ekki frá einhverjum "vitleysingja" sem ekkert mark er takandi á.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2010 kl. 15:20
Hann talaði nú um skordýraeitur, og það hefur drepið ansi marga (allt upp í 18.000 manns árlega, sem og að valda allskonar kvillum og sjúkdómum).
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.7.2010 kl. 15:32
Svona eru nú ESB andófistar, hafa ekki hundsvit á gríðaráhrifum skordýraeiturs!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2010 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.