12.7.2010 | 18:24
Heit ráðgjafastörf
"Nú spyrja menn sig að því hvort þetta þýði ekki að það fari að styttast í að greint verði frá tengslum Bubba Morthens tónlistarmanns við verslunarveldið Haga en sú saga hefur lengi gengið manna á milli að hann fái líka greiðslur frá Högum fyrir veitta þjónustu." segir dv.is
Staða ráðgjafa virðist vera sú heitasta í bransanum nú um stundir. Ráðgjafar eru oftast annað af tvennu: sérfræðingar í einhverju sérstöku eða vita nákvæmlega ekki neitt um málefnin, en hirða bara launin sín fyrir eitthvað sem enginn veit hvað er.
Jón Ásgeir er ráðgjafi hjá 365 miðlum og fær 700-800 þúsund kall fyrir. Fyrir hvað nákvæmlega veit enginn og áreiðanlega síst hann sjálfur.
Ef flugufótur er fyrir frétt DV um Haga og Bubba karlinn þá hlýtur þessi spurning að vakna:
Fyrir hvað eru Hagar að greiða Bubba?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.