13.7.2010 | 17:54
Stólaskipti láta vandann ekki hverfa
Það liggur fyrir að það þarf að fara með þrenn fjárlög sem verða erfið, þ.e.a.s fjárlögin fyrir næstu þrjú ár. Og í þeim verður bæði niðurskurður og tekjuöflun, það vitum við" segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi er ekkert einn um að vita þetta. Þjóðin öll veit þetta, en hluti hennar neitar að viðurkenna vandann og leggst gegn öllum tekjuáformum ríkisstjórnarinnar á sama tíma og ríkið á að redda öllu sem aflaga hefur farið undanfarin ár.
Einkaframtakið sem hafið var til skýjanna í góðærinu liggur nú vælandi og skælandi á tröppum Stjórnarráðsins og mænir vonaraugum á ráðherrana í von um einhverja björgun, en er alls ófært um að bjarga sér sjálft á nokkurn hátt, eftir að hafa keyrt allt sitt í þrot.
Gylfi talar um erfið fjárlög áranna 2011, 2012 og 2013. Kannski gengur það eftir hjá honum og bjartara sé þar eftir. Til þess að það gerist má þjóðin ekki verða fyrir frekari skakkaföllum af mannavöldum eða náttúrunnar.
Það skiptir engu hvaða flokkar skipa ríkisstjórnina, vandinn hverfur ekkert við einhver stólaskipti.
Það þarf að auka tekjur ríkissjóðs eða skera hrikalega niður.
Hvort tveggja verður gert.
Engar ákvarðanir verið teknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nýtt fólk, hefði kanski kjark að gefa frjálsar handfæraveiðar.
Aðalsteinn Agnarsson, 13.7.2010 kl. 19:44
Aðalsteinn, farðu bara á sjóinn! Ég er fyrir löngu búinn að heimila þér frjálsar handfæraveiðar!
Strandveiðarnar eru hænufet í rétta átt. Mér skilst að mínir Strandarar í Grindavík hafi náð 2-3 túrum á þessu tímabili sem nú er lokið!
Björn Birgisson, 13.7.2010 kl. 19:50
Það passar Björn minn, ég komst eða landaði 3 sinnum. Bræla í 3 daga.
Aðalsteinn Agnarsson, 13.7.2010 kl. 20:39
Ég held að það sé málið Björn, fara bara allir á sjóinn og björgum þjóðinni.
Aðalsteinn Agnarsson, 13.7.2010 kl. 20:42
Mig langar bara ekki rassgat á sjó. Verð sjóveikur á bryggjunni.
En það eru til fleiri leiðir til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð en tekjuskattar og fjármagnstekjuskattar.
Með því að ýta undir framkvæmdir og neyslu þá aukast tekjur ríkisjóðs.
Þá dugar ekki að röfla um vandaða stjórnsýslu í Umhverfisráðuneytinu.
Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 20:58
Sigurður minn, þetta er ekki einfalt. Þú segir: Með því að ýta undir framkvæmdir og neyslu þá aukast tekjur ríkisjóðs.
Gleymdu því ekki að framkvæmdir kalla á skuldir. Hver vill lána þeim sem skuldar langt aftur fyrir afturendann á sér? Og á hvaða kjörum?
Allir ríkissjóðir í vanda, um alla jarðarkringluna, fara sömu leiðir og við Íslendingar, til að stoppa upp í sín fjárlagagöt. Skattar og niðurskurður í velferðinni og dekrinu við alla. Hægfara útbökkun frá fölskum (lánuðum) lífskjörum, sem þjóðirnar standa ekki undir með eigin tilleggi.
Munurinn er eingöngu sá að aðgerðirnar eru tilkynntar á mismunandi tungumálum.
Lífskjör Íslendinga hafa verið fölsuð í nokkra áratugi með erlendu fjármagni.
Stjórnendur þessa samfélags á góðæristímanum ættu að dæmast til búsetu í torfkofum.
Björn Birgisson, 13.7.2010 kl. 21:22
Björn, hér eru lífeyrissjóðir með kjaftfullar kistur af peningum sem þeir nota til að kaupa ríkisskuldabréf. Við erum að borga vextina sjálf með skattpeningunum okkar.
Ef þeir geta keypt ríkisskuldabréf þá ætti ekki að vefjast fyrir þeim að frjármagna framkvæmdir á vegum hins opinbera.
Almenningur var hvattur til þess að fara í framkvæmdir af rikisstjórninni.
Allt þetta skilar sér tilbaka til ríkissjóðs að mestu leiti aftur.
Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 22:28
Sigurður, er ekki eitthvert samkomulag við lífeyrissjóðina rétt handan við hornið? Um ýmsar framkvæmdir.
Björn Birgisson, 13.7.2010 kl. 23:10
Ekki tala um samgöngumiðstöð því þá sleppi ég mér kannski. Jú en hversu lengi er hægt að þvarga um fjármögnun
Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 23:13
Strákar mínir, það eru til hundruðir eða þúsundir smábáta í landinu.
12 til 15.000 manns atvinnulausir, leyfiði fólkinu að róa til fiskjar og fénýta aflann.
Þetta yrði á við margar stóriðjur og kostaði ríkissjóð ekki krónu.
Aðalsteinn Agnarsson, 13.7.2010 kl. 23:41
Nákvæmlega, minn kæri Aðalsteinn, þú þekkir minn hug!
Björn Birgisson, 13.7.2010 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.