Sjálfstæðisflokkurinn pantaði farið fyrir AGS til Íslands á fyrsta farrými

"Með henni er AGS að segja að við eigum ekki nota skattkerfið til tekjujöfnunar, en þessi ríkisstjórn hefur einmitt lýst því yfir að hún ætli að nota skattkerfið til tekjujöfnunar. Þetta er því falleinkunn fyrir skattastefnu ríkisstjórnarinnar."

Skelfing á maður gott að vera ekki sjálfstæðismaður þessa dagana. Bjarni Benediktsson er algjörlega sammála AGS um að ekki eigi að nota skattakerfið til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu og sýnist giska hallur undir málflutning AGS. Hvernig getur hann annað? Flokkurinn hans pantaði farið undir AGS til Íslands á fyrsta farrými yfir Atlantshafið!

Á sama tíma gerast fjölmargir hægri menn, til dæmis hér á blogginu, háværir og orðljótir í hvert sinn sem AGS ber á góma. Lýsa AGS sem forföllnum glæpasamtökum með öllum þeim orðaleppum sem þeim eru tiltækir og er sú flóra nokkuð fjölbreytt.

Aumingja Bjarni er þar svo sannarlega í skotlínunni og fær föst skot bæði í belginn og afturendann!

Hann bað um þessa "glæpamenn" til landsins!

Nú verða sannir hægri menn að gera upp á milli skoðana sinna og formannsins í AGS málum.

Þeir fara létt með að ljúga einhverju að sjálfum til friðþægingar, ef ég þekki þá rétt.

AGS er hér ekki hvað síst í boði Sjálfstæðisflokksins!


mbl.is Falleinkunn fyrir ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

IMF er hér í boði fjórflokksins.  IMF fer svo héðan með skottið milli lappa þegar VIÐ heimtum það!  Engir Jesúar úr fjórflokknum munu frelsa okkur.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 21:52

2 Smámynd: Björn Birgisson

Frelsum við okkur sjálf?

Björn Birgisson, 13.7.2010 kl. 22:08

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já það gerum við með glöðu geði þegar við erum búin að ná peningunum af útrásarvíkingunum

Sigurður Haraldsson, 14.7.2010 kl. 02:19

4 Smámynd: Björn Birgisson

Náum við þeim?

Björn Birgisson, 14.7.2010 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband