20.7.2010 | 00:05
Þórir Baldursson er stóriðja í tónlist
Var að hlusta á Bubba okkar spjalla við Þóri Baldursson á Rás 2. Bubbi er tónlistarlegur snillingur í fremstu röð í okkar vesæla landi og hefur heldur betur fengið sínar ágjafir á fjármálasviðinu af því að hann gekk Mammoni á hönd.
Já, byltingarmaðurinn gekk Mammoni á hönd.
Che Gevara hefði aldrei gert það, ekki Castró heldur. Byltingarmenn eru misjafnir að gæðum.
Það á einnig við um byltingar, þær eru misjafnar. Sumar eru bara í nösum þeirra sem hæst láta.
Þórir Baldursson, sá snjalli tónlistarmaður, hógværðin uppmáluð, með alla sína hæfileika, er einn af landsins bestu sonum á tónlistarsviðinu.
Hafi ég ekki verið viss um það, þá sannfærðist ég um það í spjalli þeirra Bubba í kvöld.
Þórir Baldursson er stóriðja í tónlist.
Í jákvæðum skilningi.
Ég þakka honum fyrir öll hans stórvirki.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.