20.7.2010 | 15:13
Hver fangi er dýrari í rekstri en þingmaður
"Bitra er ekki venjulegt fangelsi. Þar eru hvorki rimlar né vígalegar girðingar sem halda föngunum í skefjum. Starfsemi Bitru byggist á trausti."
Þessi frétt minnti miklu meira á heimsókn á lítið notalegt hótel á landsbyggðinni, en heimsókn í fangelsi.
Það er gott til þess að vita að föngunum líður vel á þessum stað.
Til þess að hafa nauðsynlegt eftirlit með föngunum 18 eru samkvæmt fréttinni níu manns og örugglega eru þarna fleiri starfsmenn, til dæmis í eldhúsi.
Samkvæmt opinberum tölum kostar hver ársfangi þjóðina 8,7 milljónir. Samkvæmt því kosta Bitru fangarnir þjóðina tæpar 157 milljónir á ári.
Hver fangi kostar þjóðina meira en til dæmis alþingismaður!
Fangelsi án rimla og girðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enda stendur Bitra gistiheimili við hurðina.ég var að panta gistingu á Gisstiheimili fyrir foreldra mína og þar kostar nóttinn bara 10.500 nóttin fyrir 2.Mun ódýrara enn þetta ríkisrekna gistiheimili
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 16:04
Af fréttinni að dæma virtist tilgangurinn vera eins konar endurhæfing. Þ.e. föngum sem setið hafa lengið inni er gert auðveldara að komast út í samfélagið. Ég myndi alveg halda að það væri samfélaginu í hag að fangar sem setið hafa lengi inni fái smá endurhæfingu og að það minnki hugsanlega líkurnar á að þeir brjóti af sér aftur.
Sem og verandi hvatning fyrir aðra fanga að hegða sér.
Danni (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 16:58
Inn á þing með þá, Björn.
Aðalsteinn Agnarsson, 20.7.2010 kl. 18:08
Aðalsteinn, er ekki allt yfirfullt af glæpamönnum þar?
Björn Birgisson, 20.7.2010 kl. 18:23
Jú, þess vegna er fínt að fá meira af þessu liði þarna inn, betra að hafa alla á sama stað.
Aðalsteinn Agnarsson, 20.7.2010 kl. 18:31
trausti og fangar i sama setningu??!!!???WTF
ks (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 19:26
ks, ????????????? !
Björn Birgisson, 20.7.2010 kl. 19:29
Ég leyfi mér nú bara að mótmæla þessari ályktun þinni ágæti vinur!
Vistun fanga er að vísu kostnaðarsöm en hvað er það á móti kostnaðinum við alþingismann sem gengur laus?
Árni Gunnarsson, 20.7.2010 kl. 20:09
Eru þeir ekki svo duglegir að safna fjármunum í lausagöngunni? Sjálfum sér, flokknum sínum og þjóðinni til heilla?
Björn Birgisson, 20.7.2010 kl. 20:13
Sælir þetta er ísland í dag það hefur bullið og bruðlið hefur lítið breyst!
Sigurður Haraldsson, 20.7.2010 kl. 20:18
Sigurður, það hefur nefnilega mjög fátt breyst. Það sem svo sannarlega er löngu farið á hausinn fær aukinn líftíma, samanber Húsasmiðjuna og Sjóvá. Til hvers, af hverju og fyrir hvern?
Bankarnir voru endurreistir og eru allt of margir og svo framvegis og framvegis ..................
Jón Bjarnason er aðeins að kroppa í LÍÚ veldið og það er reyndar bara fínt!
Björn Birgisson, 20.7.2010 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.