Farsími frá fjögurra ára aldri?

"Atvikið átti sér stað í húsagarði við Sunnubraut í Keflavík. Telpurnar, sex og tíu ára, hringdu í Neyðarlínuna um kl.19.15."

Þær voru komnar í sjálfheldu í háu tré. Komust hvorki lönd né strönd, upp eða niður.

Af þessari frétt má ráða að það er orðið bráðnauðsynlegt að öll börn verða að vera vopnuð farsíma frá fjögurra ára aldri. Fartölva mundi ekki spilla fyrir, nú eða GPS staðsetningartæki.

Eða hvenær byrja börn annars að klifra?


mbl.is 6 ára hringdi í 112 ofan úr tré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segjum að fjögurra ára barni yrði gefið farsíma.

Í fyrsta lagi, farsímar nú til dags eru allt of flóknir fyrir fjögurra ára krakka, bróðir minn sem er 9 ára gæti rétt prófað sig áfram til að hringja á neyðarlínuna í neyð, hvað þá fartölvu, meðan við erum að tala um það, hvaða gagni gæti það gengt að hafa fartölvu í neyð?("Hm.. best að gera facebook stöðu um það að ég sé föst upp í tré")

Hinsvegar, ef hannaður yrði einhver "barnavænn" sími sem væri kannski með einum hnappi sem myndi hringa í neyðarlínuna, sem þarfnast að sjálfsögðu ekki neinna tæknihæfileika, myndi umtalaði óviti líklegast hringja margoft á neyðarlínuna. Sjáðu til, maður þarf ekki að líta lengra en í nafnorðið "óviti", það segir til um gáfur þessa barna; eiga erfitt með að meta hvaða aðstæður eru réttar til að hringja í neyðarlínuna.

GPS tæki er hinsvegar annað mál

Fannar (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 21:15

2 identicon

það er hægt að fá MJÖG einfalda Motorola síma í Elko á 6 þús krónur líkt og mín 6 ára dóttir er með... frelsis númer og númer foreldranna í skyndivali.... Þessi stelpa kunni greinilega á sinn síma og það bjargaði þeim hugsanlega frá meiðslum eða hugsanlega dauðdaga....

Björgvin Pétursson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 21:36

3 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Með fullri virðingu, þá vanmetið þið getu ungra barna. Ég leyfi mér enn að hneykslast á því hve ung börn fá farsíma og jafnvel fartölvur í hendurnar síðustu árin. En það er aðeins til marks um tæknivæðingar og þróunar.

Við "gömlu börnin" (fædd fyrir aldamót) höfum klórað okkur í gegnum barnsárin án tölva, farsíma og GPS staðsetningartækja. Börn nútímans gætu það einnig, ef foreldrar hættu að vefja afkvæmin inn í silki og létu þau afskiptalaus í nokkra tíma á dag.

Vissulega geta þetta verið hin fínustu öryggistæki. Því má þó aldrei gleyma, að brennt barn forðast eldinn. Hvort er nú betra - reynsla, eða óvarkárni og traust á að aðrir hlaupi til og bjargi manni í sífellu?

Sigurður Axel Hannesson, 20.7.2010 kl. 21:45

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ætli sé betra að vera barn á Íslandi nú eða til dæmis fyrir 50 árum, þegar allt var svo frjálslegt?

Björn Birgisson, 20.7.2010 kl. 22:11

5 identicon

Unga kynslóðin í dag mun svo örugglega láta ígræða tölvukubba undir húðina á sínum framtíðarbörnum þannig að það sé alltaf hægt að vita staðsetningu þeirra.

Geiri (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 22:23

6 Smámynd: Björn Birgisson

Ég gat farið út að hjóla án þess að vera klæddur eins og geimfari, með hlífar á öllum liðamótum. Líka farið að dorga án þess að vera í spotta og í flotvesti.

Ef ég ætti að endurupplifa æskuárin, vildi ég hafa þau nánast óbreytt.

Mér finnst nútímabörn vera ofvernduð. Fái þau gat á höfuðið hrynur öll tilvera fjölskyldunnar og börnin eru tjóðruð eins og kjölturakkar.

Hausinn á mér er eins og gatasigti og annað eyrað var saumað á eftir óhapp í kaðalflugi sem endaði óvart á olíutunnu.

Ég ólst líka upp í skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar og það var bæði spennandi og gaman!

Hættur við hvert fótmál!

Björn Birgisson, 20.7.2010 kl. 22:38

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Veit ekki með systkyn Fannars en dóttir mín var farin að nota fartölvu með ágætisárangri 4 ára... Í dag er hún 8 ára og leikur sér á Fésbók og nokkrum leikjum sem tengjast þeirri síðu... Síma notar hún og hringir í mig eða mömmu sína eftir þörfum og hún veit að það á að hringja í einn einn tvo ef svo ber undir... Það er nefnilega ekki til takki á símanum sem heitir "112"...

Svo að þið sjáið að miðað við þessa sögu þá eru börnin og geta þeirra virkilega vanmetin...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 20.7.2010 kl. 22:39

8 identicon

@Fannar

Ég veit ekki um neina 5 ára krakka sem geta ekki hringt í neyðarlínuna  úr venjulegum farsíma...

Haukur (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 22:40

9 identicon

Það er sorglegt hvernig þetta er orðið allt bannað og endar með því að börn þurfa leifi hjá sýslumanni til að skrepp út að hjóla.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 23:02

10 identicon

Það er ekkert hægt að segja að allt sé orðið bannað og allir séu með síma frá 4 ára aldri.  Þú getur haft hlutina fyrir þig og þína fjölskyldu nákvæmlega eins og þú vilt.  Setur þínar eigin reglur.  Það þarf enginn að stjórnast af öllum þeim tæknihlutum sem til eru, fólk á bara að hafa það eins og það vill, nýta sér tæknina eftir sínu höfði.  Persónulega vil ég t.d. að börnin mín séu með hjálma á reiðhjóli, þau fái ekki farsíma barnung, noti lítið tölvu, horfi takmarkað á sjónvarp, leiki sér mikið úti og séu dugleg í íþróttum og félagsstörfum.  Það tel ég að stuðli að heilbrigði.

EKB (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 00:23

11 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hvaða tré í þessum bæ er 12-14 metra hátt? Það er á við 4 hæða hús!

Elías Halldór Ágústsson, 21.7.2010 kl. 00:41

12 Smámynd: Björn Birgisson

Elías Halldór, nú ferð þú í vettvangskönnun!

Björn Birgisson, 21.7.2010 kl. 00:49

13 identicon

Já, í spandex.

Edda Björk Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 07:22

14 identicon

Svakalegt tré! hvar voru foreldrarnir gátu þeir ekki hjálpað stelpunum niður? maður spyr sig! en gott hjá þeim að hringja í hjálp fyrst að þær komust ekki niður. Já og mér finnst líka í lagi að börn séu með farsíma en mér finnst að ekki eigi að gefa börnum myndavélasíma, vegna hættu á misnotkunn þeirra og eineltis.

Nína (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 09:22

15 identicon

Mér finnst þessi frétt nú staðfesta það að börn eru ekkert minna frjáls en í "gamla daga". Þau leika sér úti og fara sér að voða alveg eins og börn í gamladaga, eini munurinn er að núna eru flestir krakkar með farsíma eftir 6 ára aldur og geta hringt á aðstoð ef þau lenda í vandræðum, sem er bara gott.

Annars held ég að flest börn í dag læri bæði á farsíma og tölvur á aldrinumn 4-6 ára. Ég veit bara að þegar ég var á þessum aldri þá kunni ég að hringja heim, í ömmu og afa, frænda og frænkur og svo lögguna, allt úr skífusímanum í stofunni heima. Börn í dag kunna ekki á slíka síma. Við erum bara að tala um breytta tíma í dag, samskiptatæknin hefur tekið miklum breytingum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 13:51

16 identicon

Sex ára krakki sýndi gott úrræði og hringdi í neyðarlínuna eftir að hafa komið sér í vandræði.

... og yfir þessu getið þið nöldrað.

Danni (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 14:30

17 Smámynd: Björn Birgisson

Danni, þetta eru vangaveltur, en ekki nöldur!

Björn Birgisson, 21.7.2010 kl. 14:33

18 identicon

Þið getið velt því fyrir ykkur hvar eru foreldrar og hvers vegna eru börn með síma en hugsið aðeins lengra en það !!  Hún er 6 ára og kom sér í sjálfheldu.  Ég veit ekki betur en að fullorðið fólk komi sér sjálfheldu oft og iðulega. Hún hafði þor og dug að  hringja eftir aðstoð.  Ég sem móðir þessarar 6 ára stelpu er mjög stolt af mínu barni að hafa brugðist hárrétt við,  hringdi í 112 og í mig og lét vita af sér. Ég hef kennt henni að hringja í 112 ef eitthvað mikið bjátar á og láta mig svo vita og sem betur fer!! Barnið mitt gengu með síma til að ég sé viss um að ef eitthvað bjátar á hjá henni þá geti hún einmitt hringt eftir hjálp. Ég huga um þetta sem öryggistæki ekki sem síma. Ef skífusíminn hefði verið þráðlaus á sínum tíma þá hefði ég örugglega þurft að ganga um með hann þegar ég var ung en sem betur fer er þessi tækni til í dag. Í dag fórum við mæðgur einmitt með blóm til bæði lögreglunar og slökvuliðsmanna og þökkuðum þaim enn og aftur fyrir alla þeirra hjálp. Muniði bara að þetta hefðu getað verið ykkar börn því jú þetta eru bara börn og þau gera oft hlut sem ekki eru úthugsaðir og við skulum bara vona að ef svo illa vildi til að þau lentu í sjálfheldu að þau vissu að það má hringja í 112 til að fá aðstoð !

Eyrún (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 20:41

19 Smámynd: Björn Birgisson

Nú, mamma bara mætt á svæðið! Gott að allt fór vel. Frábært hjá þér að gleðja lögguna og slökkviliðsmennina með blómum. Þar eru sannir höfðingjar, sem kunna að hjálpa og líkar blómailmurinn ekki illa. Aftur: gott að allt fór vel. Það er börnum eðlislægt að klifra. Ég þekki það.

Björn Birgisson, 21.7.2010 kl. 20:56

20 identicon

Mér finnst merkilegt að fólki finnist merkilegt að kornung börn séu með farsíma. Hafið þið reynt að útskýra einfalda tölvuhluti fyrir sjötugri manneskju? Það er einhvern veginn þannig með mannfólkið að börnin verða klókari og klókari eftir því sem þau alast upp við meiri tækni. Það er ekkert mál fyrir kornung börn að nota síma... núh, eða þá tölvur. Þau geta kannski ekki gert *allt* sem fullorðnir geta, en þrælmikið þó.

Þegar ég var krakki þótti ég algert undrabarn fyrir hæfileika mína á tölvu, en satt best að segja var það ekkert merkilegt sem ég kunni þá. Ég var bara af kynslóð sem ólst upp við tölvur, það var í sjálfu sér engu merkilegra en það.

Minnir mig líka á það þegar ég var 14 ára gamall í skóla úti í sveit og við áttum í bekknum að skrifa einhvern voðalegan doðrant (sjálfsagt heilar 2 blaðsíður) í tíma, og við strákarnir (já, strákarnir, ekki stelpurnar, bara strákarnir af einhverjum ástæðum) vildum fá að nota tölvur... og kennaranum leist nú aldeilis ekkert á það, og þótti við vera alltof ung til að nota tölvur! Þrátt fyrir að hafa allir (já, allir, ekki öll) notað tölvur til mun flóknari athæfa í allnokkur ár.

Svona er þessi eldri kynslóð nú til dags. ;) Alltaf svolítið eftirá.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 23:31

21 Smámynd: Björn Birgisson

Alltaf skal eldri kynslóðin vera á eftir. En hún veit margt og kann margt, sem nýtilegt er fyrir framtíðar orma þessa lands. Æska án stuðnings hinna eldri er dæmd til að falla í duftið. 

Björn Birgisson, 21.7.2010 kl. 23:50

22 identicon

sem faðir þessarar stelpu er ég ekkert smá stoltur af henni að hafa hringt frekar en að reyna að komast niður sjálf, sem hefði getað endað mjög illa, hún gerði allt rétt , nema kannski að fara upp í tréð í fyrsta lagi..... en börn eru börn og rökhugsunin ekki alltaf góð, en hún var það þegar hún hringdi.... En samt verð ég að segja að ég held að tónninn í fólki væri annar ef hún eða annað 5-6 ára barn hefði hringt á neyðarlínuna t.d ef um elsvoða eða slys væri að ræða þar sem hver mínuta og sekúnda eru mikilvægar, þá væri þessu barni lofað hástert og allir væntanlega sammála um hversu mikilvægt það hefði verið að hún hefði verið með síma og kunnað að nota hann. tæknin í dag býður upp á þetta, þess vegna að kenna þeim að nota hana, það kom sér vel þarna.....

BubbiGullyson (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband