21.7.2010 | 00:20
Annað þeirra lýgur blákalt í fjölskylduboðinu
Hingað til hefur Baugsfjölskyldan staðið saman sem einn maður væri. Sama hvað á hefur gengið. Nú virðist Jón Ásgeir vera að króast af úti í horni í fjölskyldualbúminu.
Þá er hann fljótur að taka upp nýjar baráttuaðferðir. Hann sakar Kristínu systur sína um skjalafölsun. Sem sagt að hafa falsað nafn hans undir lánasamning, vegna láns frá Glitni banka til eignarhaldsfélagsins 101 Chalet. Var það ekki skíðaskálinn?
Líklega voru einhverjir vottar á skjalinu líka og spurning vaknar um þeirra siðferði.
Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, segir þetta vera fjarri öllum sannleika. Annað þeirra lýgur blákalt. Hvort þeirra er líklegra til að ljúga?
Múrarnir eru að hrynja og varnirnar eru að bresta.
Siðblinda þessa fólks er að koma betur og betur í ljós.
Gaman væri að vera fluga á vegg í fjölskylduboðunum!
Ef þau eru nokkur, eftir allt sem á undan er gengið.
Hátt var flugið og hátt verður fallið.
Enginn borgarmúr er svo hár að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir, sagði Filippus Makedoníukonungur.
Filippus Makedoníukóngur þekkti ekki glópagullið. Hann þekkti aðeins eðalmálma.
Mannlegur harmleikur er að opinberast.
Rándýr fyrir þjóðina.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.