21.7.2010 | 14:01
Takk Húsafell fyrir allt nema eitt
Húsafellsskógur er tvímælalaust ein af náttúruperlum Íslands. Við hjónin dvöldum þar í okkar Combi Camp vagni í fimm sólarhringa í blíðunni sem verið hefur að undanförnu.
Þétt var setinn bekkurinn og gestir í tjöldum, tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum og húsbílum vafalítið taldir í þúsundum frekar en hundruðum. Að ógleymdum öllum gestunum í sumarhúsunum.
Staðarhöldurum vil ég þakka kærlega fyrir allt - nema eitt.
Þetta eina skiptir miklu máli. Það snýst um hreinlæti og mengunarhættu.
Aðstaða til að tæma ferðasalernin, sem svo margir eru komnir með, er til háborinnar skammar í Húsafellsskógi og lítið mál ætti að vera fyrir staðarhaldara að bæta snarlega úr, minnka með því mengunarhættu á svæðinu og gleðja þannig gesti sína enn betur.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.