22.7.2010 | 19:46
Nokkrar sígildar skemmtisögur af golfurum
Viltu hvíla þig á öllu kreppuhjalinu? Lesa eitthvað skemmtilegt? Var að gera svolitla tiltekt í blogginu mínu, henda út gömlum færslum. Rakst þá á nokkrar skemmtisögur úr golfinu, sem ég held að birst hafi hér í tvígang. Tímdi ekki að henda þeim og ákvað að endurbirta þær hér, vonandi einhverjum til ánægju.
Góða skemmtun!
Baldur var að ljúka leik á Seltjarnarnesinu í roki og rigningu, þegar hann verður fyrir eldingu og deyr.
Þegar hann hittir Lykla-Pétur kemur í ljós að mistök höfðu orðið og Baldur hefði átt að fá að njóta jarðarvistar ögn lengur, því býður Lykla-Pétur honum að fara aftur til jarðarinnar í hvaða formi sem hann kýs sér.
,,Þá vil ég fara til baka sem lesbía." segir Baldur.
,,Af hverju?" spyr Lykla-Pétur furðu lostinn.
Baldur svaraði að bragði; ,,þá get ég áfram sofið hjá konum en samt FENGIÐ AÐ SPILA AF RAUÐUM TEIGUM!"
Gunni hafði átt erfiðan dag... og sagði við Alla; ,,ég held að ég stökkvi í Sogið á leiðinni heim og drekki mér".
Gaui heyrði þetta og svaraði að bragði; ,,heldur þú að þú getir haldið höfðinu niðri svo lengi?"
Bjarni bætti svo um betur; ,,ég er ekki viss um að hann hitti í ána".
Svo er það eiginkonan sem sagði:
"Ég fékk golfsett í skiptum fyrir eiginmanninn, það fannst mér rosalega fín skipti !!!!"
Þrír alskeggjaðir gyðingarabbíar í síðum svörtum kuflum voru komnir á 1. teig. Þá bar að írskan katólikka sem langaði að spila og það var aðeins laust í holli gyðinganna. Það verður úr að hann fær að fara holurnar 18. með þeim.
Þegar upp var staðið kom í ljós að írinn var á 104 höggum, en rabbíarnir á 69, 70 og 71 höggi.
"Hvernig stendur á því að þið eruð svona góðir?" spurði írinn katólski.
"Það er nú bara af því að við lifum trúarlegu lífi, sækjum guðsþjónustur reglulega og þá er okkur launað fyrir það." sagði einn rabbíinn.
Írinn elskaði golfið og hugsaði með sér að hann hefði engu að tapa en allt að vinna. Hann leitaði uppi guðshús gyðinga, synagógu, skammt frá heimili sínu. Mætir þar reglulega tvisvar í viku. Kastar sinni katólsku fyrir róða og lifir alveg eins og sanntrúaður gyðingur.
Um það bil ári síðar leikur hann aftur golf með rabbíunum þremur. Hann fer á 108 höggum, en þeir eru aftur á 69, 70 og 71 höggi.
"Ja, nú er ég hissa, ég fer reglulega í guðshúsið, ég gerðist gyðingur og lifi samkvæmt kenningunum, en er samt með 108 högg."
"Heyrðu, hvaða guðshús fórstu í ?"
"Það heitir Beth Shalom Shalom."
"Nei, nei, nei ...... það er bara fyrir körfubolta !!!!!!!"
Bill spilaði golf upp á peninga, var svona golfhakkari. Hann var að leika á fallegum velli með alveg frábærum caddý, sem kunni ýmislegt fyrir sér í golfinu. Þar sem Bill var hakkari, lék hann hræðilega illa allan daginn. Þegar þeir komu að 18. brautinni sér Bill að þar er lítið stöðuvatn til vinstri við brautina. "Ég held að ég fari bara og drekki mér þarna í vatninu, ég er búinn að spila svo illa í dag" sagði hakkarinn. Þá sagði caddýinn: " Eftir að hafa horft á þig spila held ég að þú getir alls ekki haldið höfðinu niðri nógu lengi." !!
Herbergið var fullt af ófrískum konum og eiginmönnum þeirra. Undirbúningur fæðingarfræðslunnar gekk bara mjög vel. Leiðbeinandinn kenndi konunum hvernig þær ættu að anda almennilega, ásamt því sem hann lagði línurnar fyrir karlana, hvernig þeir gætu best aðstoðað og stutt konur sínar við þessar aðstæður.
Síðan sagði leiðbeinandinn:
"Kæru konur, það er nauðsynlegt að æfa, ganga er sérstaklega holl fyrir ykkur. Og þið herramenn, það væri ekki verra ef þið gæfuð ykkur tíma til að ganga með elskunum ykkar."
Algjörri þögn sló á herbergið.
Loks rétti karl í miðjum hópnum upp hendina.
"Já?" spurði leiðbeinandinn.
"Er ekki allt í lagi að hún beri golfpoka á meðan hún gengur?"
Eiginkonan sat inni í stofu og horfði á sjónvarpið í mestu makindum. Skyndilega heyrir hún einhver læti innan úr svefnherbergi og þýtur þangað inn. Þar situr eiginmaðurinn á rúminu og tvinnur saman öll ljótustu blótsyrðin sem kunn eru í málinu.
"Hvað er að elskan mín, varstu að slasa þig?"
"Nei, nei, ég er bara að æfa mig."
Undrunarsvipur kemur á konuna.
"Æfa þig fyrir hvað?"
"Golfvertíðin byrjar á morgun !!"
Eftir heldur slæman golfhring yfirgaf virtur golfari klúbbhúsið og hélt rakleitt út á bílastæði og ætlaði heim til sín. Þegar hann kom að bílnum bar þar að lögreglumann.
"Heyrðu, áttir þú teighögg á 16. braut fyrir um 20 mínútum?"
"Já, það passar"
"Húkkaðir þú boltann yfir trén og þar með út af vellinum?"
"Já, ég gerði það, en hvernig veist þú það?"
"Sjáðu til, sagði lögreglumaðurinn, "boltinn þinn þaut út á hraðbrautina, lenti þar í gegn um framrúðu. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og klessti á 5 aðra bíla og slökkviliðsbíl að auki, sem fyrir vikið komst ekki til að slökkva eld í stórhýsi, sem brann því til kaldra kola. Hvað ætlar þú að gera í þessu máli vinur?"
Golfarinn varð þungt hugsi um stund, en svaraði svo:
"Ég held ég færi hægri fótinn aðeins aftar og þétti gripið og færi hægri þumalinn aðeins neðar !!!!"
Golfhjón dóu með stuttu millibili og fóru saman til himna. Í gullna hliðinu tók engill á móti þeim og sýndi þeim staðinn. " Og þarna fyrir handan erum við svo með okkar eigin golfvöll" sagði engillinn.
Váááá ...... það er ekkert annað. Hann er glæsilegur. Megum við spila núna? sögðu hjónin einum rómi.
Ekkert mál, alveg sjálfsagt!
Og hjónin hófu leik. Þetta var yndislegasti völlur sem þau nokkru sinni höfðu séð...... allt var fullkomið, brautirnar, flatirnar, jafnvel röffið líka.
Því meira sem þau léku, því ánægðari varð konan, en svo fór hún að taka eftir því að það var einhver hundur í karlinum.
Hvað er að ástin mín, ég skil ekki að þú skulir ekki vera glaður. Við erum í himnaríki !!! Við erum saman !!!! Við erum í golfi á yndislegasta golfvelli sem til er !!! Hvað er eiginlega að þér maður ?!!!
"Ef þú hefðir ekki alltaf verið með þetta andskotans hollustufæði, hefðum við komið hingað fyrir mörgum árum !!!
Hver er munurinn á golfkúlu og G-blettinum?
Karlmaður eyðir allt að 20 mínútum í að leita að golfkúlunni!
Eftirlaunaþega var gefið golfsett af vinnufélögunum. Hann langaði til að prófa græjurnar, en þar sem hann hafði aldrei slegið golfbolta ákvað hann að fara til kennara fyrst.
Kennarinn sýndi honum stöðuna og sveifluna og sagði svo: "Sláðu bara boltann að flagginu á flötinni þarna.
Eftirlaunaþeginn tíaði upp og hamraði boltann eftir brautinni og loks stoppaði hann eitt fet frá holunni.
Og hvað svo spurði hann orðlausan kennarann?
Hvað svo ..... nú þú átt auðvitað að koma boltanum í holuna !!
Frábært, alveg er þetta frábært, núna fyrst ertu að segja mér það !!!!!
FOR !!! FOR !!!
Það var einu sinni golfari sem var einn að spila. Hann dró upp fjóra aðra golfara og á teig ætlaði hann að biðja þá að hleypa sér framúr. Vandinn var bara sá að hann var bæði heyrnarlaus og mállaus. Hann skrifaði því bón sína á miða og rétti einum fjórmenninganna. Sá rétt leit á miðann, reif hann í tætlur og glotti framan í þann daufdumba.
Á 17. brautinni var sá daufdumdi orðinn hundleiður á því hve rólega félagarnir fjórir léku og hugsaði með sér að hann væri orðinn fullsaddur á þessu. Fjórmenningarnir voru að taka sitt annað högg, þegar bolti kom fljúgandi rétt við höfuð eins þeirra, einmitt þess sem reif miðann.
Þeir litu allir til baka og sáu vinninn daufdumba á teignum, þar sem hann hélt uppi fjórum fingrum. !!!!!!
Golfari var kominn 26 högg yfir parið á 8. braut. Þar setti hann nokkrar kúlur í vatnsgryfjuna. Á leiðinni að flötinni festi hann sig í runna og rispaði sig allan við að reyna að losa sig. Honum var heldur betur farið að renna í skap. Hann átti eftir 10 sentimetra pútt til að klára eftir allar hörmungarnar. Um leið og púttið reið af hnerraði caddýinn hraustlega og kúlan rann framhjá.
" Þú hlýtur að vera langversti caddýinn í öllum heimunum öskraði golfarinn blóðillur" !!!!!
"Það stórefast ég um, það væri allt of mikil tilviljun" !!!!!
Séra Bjarni vaknaði einn fagran sunnudagsmorgunn, leit út og sá að veðrið var hreint út sagt frábært. " Ég verð bara að komast í golf" hugsaði hann með sér. Hann hringdi í sinn aðstoðarprest og sagðist vera veikur og bað hann að annast guðsþjónustuna þennan daginn. Að því búnu lagði séra Bjarni af stað á fallegan golfvöll 40 km. fyrir utan bæinn. Hann fór þetta langt til að rekast ekki á neinn úr sinni sókn.
Hann var einn á vellinum þegar hann tíaði upp á fyrsta teig. það var jú sunnudagsmorgunn og allir í messu !!!
Sankti Pétur og Guð almáttugur fylgdust með prestinum og Pétur sagði:
"Þú ætlar ekki að láta hann komast upp með þetta, er það nokkuð" ?
Guð andvarpaði og sagði: "Nei, það geri ég ekki"
Rétt í þvi sló séra Bjarni teighöggið, beint í átt að pinna, boltinn lenti rétt utan við flötina, rúllaði inná og beint í holuna !!!
Váááá .... Hola í höggi og þetta voru 320 metrar!!!
Sankti Pétur varð orðlaus um stund en sagði svo við Guð:
"Af hverju léstu hann gera þetta "??
Guð brosti og sagði: "Hverjum gæti hann svo sem sagt frá þessu" ??
Halli hafði reynt að gæta tungu sinnar eins og hann best gat þegar hann lék golf með prestinum sínum. En á tólftu holu lenti hann í bönker og eftir að þriðja tilraun mistókst upp úr bönkernum, missti hann stjórn á sér og á eftir fylgdi frekar ljótur fúkyrðaflaumur.
Prestinum brá nokkuð, en hélt stillingu sinni og sagði rólega:
"Kæri vinur, ég hef tekið eftir því að allir bestu golfararnir nota ekki svona orðbragð á vellinum."
"Nei, ég býst heldur ekki við því. Yfir hverju í helvítinu ættu þeir svo sem að andskotast" ??
Ungur maður er að leika golf með prestinum sínum. Þeir koma að stuttri par þrjú holu og presturinn spyr:
Hvað ætlar þú að nota hérna sonur sæll ??
Áttu járn, en þú faðir?
Ég ætla að slá létt með sjöunni og fara með stutta bæn í leiðinni.
Ungi maðurinn slær svo með áttunni og leggur boltann inn á grín.
Presturinn slær með sjöunni, toppar boltann, sem rúllar rétt fram fyrir tærnar á honum.
Þá segir sá ungi: Ég veit ekki hvernig þú ferð að faðir, en þegar við förum með bænir í minni kirkju reynum við að halda höfðinu niðri !!!
Ella var byrjuð í golfi og hafði gert nokkrar tilraunir til að komast undir 100 högg, án árangurs. Dag einn fór hún út á völl og spurði þrjá unga menn sem voru að hefja leik hvort hún mætti ekki spuila með þeim. Þeir voru snöggir að samþykkja það og hún segir þeim frá löngun sinni til að rjúfa 100 högga múrinn. "Við erum þrælvanir golfarar og ættum nú að geta gefið þér nokkur góð ráð til að þú náir markmiði þínu" sögðu félagarnir.
Eftir 17 holur er Ella komin með 95 högg og stutt par 4 braut liggur milli hennar og draumatakmarksins. Eftir 3 högg á hún bara fet eftir í holuna. Þá snýr Ella sér að piltunum og segir: "Jæja, ég verð að setja þetta pútt niður til að ná mínu markmiði. Þið hafið verið að gefa mér góð ráð allan hringinn. Nú ætla ég að gera ykkur tilboð sem þið getið ekki hafnað. Sá ykkar sem gefur mér besta ráðið og tryggir að púttið detti , fær að eiga með mér ástríðufullan ástarleik ..... hér á staðnum. Og það verður sko enginn shortari, nei nei, jörðin mun skjálfa, o o o my god, ég held að þetta verði pottþétt samfarir aldarinnar !!!!! Eitthvað sem þið munið segja barnabörnunum frá og þau síðan sínum og koll af kolli um ókomna tíð !!!!
Strákarnir verða nokkuð órólegir, enda óvenjulegt tilboð á ferðinni!!
Ella snýr sér að þeim fyrsta og segir: Jæja vinur og hvert er svo þitt ráð?
"Það er smá breik í þessu frá vinstri til hægri, miðaðu bara á laufblaðið þarna og púttið er pottþétt."
Og þitt ráð vinur, segir hún við næsta.
"Þú gætir aldrei fyrirgefið þér ef þú hittir ekki, vertu bara ekki of stutt, púttaðu ákveðið og miðaðu aftast í ."
"Ok, fínt ráð, en hvað segir þú vinur" segir hún og snýr sér að þeim þriðja, en sér sér til mikillar undrunar að hann stendur þá allsnakinn og greinilega orðinn mjög æstur.
"Taktu hana bara upp, þetta er gefið !!!
Tvær konur voru að leika golf á sunnudegi. Önnur tíaði upp og sló - og horfði með hryllingi á eftir kúlunni þar sem hún stefndi beint á nokkra karla sem voru að pútta á næstu braut. Kúlan small á einum karlanna, sem greip með báðum höndum um klofið, féll í jörðina og kútveltist þar.
Konan flýtti sér til mannsins og byrjaði að afsaka klaufaskapinn í sér. Hún gat þess að hún væri sjúkraliði og bauðst til að hjálpa honum.
"Ég er sjúkraliði og ég veit að ég get linað þessar kvalir" sagði hún í einlægni.
"Óóóóó, ææææææ ..... ég jafna mig .... ég verð orðinn fínn eftir nokkrar mínútur, andvarpaði karlinn, sem enn lá samanhnipraður með hendurnar í klofinu.
Hún gaf sig ekki, svo að lokum samþykkti hann að hún fengi að hjálpa til. Mjúklega tók hún um hendur hans og færði til hliðanna, losaði um beltið og buxurnar og byrjaði að nudda með báðum höndum.
"Hvernig líður þér núna vinur"?
"Þetta er mjög gott, en ég er enn að drepast í þumlinum!"
Tveir karlmenn voru í golfi, fóru nokkuð hratt yfir og drógu upp tvær konur sem ekki léku á sama hraða og þeir. Annar karlinn gengur áleiðis til kvennanna til að óska eftir því að fá að fara framúr. Hann er u.þ.b. hálfnaður til þeirra þegar hann snýr skyndilega við og kemur aftur til félaga síns.
" Ég get ekki farið til þeirra, þetta eru konan mín og viðhaldið mitt."
"Nú, ég verð þá að fara" segir félaginn, leggur af stað, en snýr líka við á miðri leið.
"Hann er lítill heimurinn!"
Karlmaður var í golfi á velli í sveit og eiginkonan dró kerruna fyrir hann. Á sjöundu holunni, sem var par 4, slæsar hann illilega og kúlan lendir rétt framan við gamla hlöðu sem þar stóð. Hann tekur upp níuna og ætlar að vippa yfir hlöðuna og inn á brautina.
"Heyrðu elskan, ef ég opna hlöðudyrnar á öðrum gaflinum og þú á hinum geturðu slegið í gegn og inn á grínið" sagði þá konan. Þetta leist honum mjög vel á, tekur rosalega sveiflu, smellhittir kúluna sem þýtur inn eftir hlöðunni. Rétt áður en hún sleppur út hinu megin smellur hún í bita og endurkastast beint í höfuðið á frúnni, sem líklega var dáin áður en líkami hennar féll til jarðar.
Nokkrir mánuðir liðu og eiginmaðurinn lét alveg vera að spila golf þar til nokkrir félagar hans drógu hann út á sama völlinn að nýju. Þegar hann kom á sjöundu braut átti hann nákvæmlega eins upphafshögg og daginn örlagaríka þegar konan dó.
"Heyrðu félagi, ef ég opna hlöðudyrnar á öðrum gaflinum og þú á hinum geturðu slegið í gegn og inn á grínið" sagði einn spilafélaganna.
"Nei, það get ég alls ekki hugsað mér."
"Af hverju ekki"?
"Sjáðu til" sagði ekkillinn "veistu ekki hvað kom fyrir síðast þegar ég reyndi þetta"?
"Nei, hvað var það"?
"Ég fór hana á triple boogie"!
Karlmaður hafði verið strandaglópur á eyðieyju í 10 ár. Einn góðan veður- dag syndir falleg stúlka að ströndinni í blautbúningi.
Maðurinn: Hæ, rosalega er ég ánægður að sjá þig!
Stúlkan: Hæ sjálfur, það lítur út fyrir að þú hafir verið hér lengi einsamall. Hvað er langt síðan þú hefur reykt sígarettu?
Maðurinn: Það eru tíu ár.
Stúlkan rennir frá vasa á öðrum handleggnum og réttir manninum sígarettu og kveikir í.
Maðurinn: Umm.... þakka þér kærlega fyrir.
Stúlkan: En hvað er langt síðan þú hefur fengið þér í glas?
Maðurinn: Það eru líka 10 ár.
Þá rennir stúlkan frá öðrum vasa á búningnum, dregur upp wiskyfleyg og réttir manninum, sem sýpur duglega á.
Maðurinn: Váá... þú ert bara eins og kraftaverk!
Þá tekur stúlkan til við að renna búningnum frá á bringunni og niður úr og segir blíðlega við manninn:
En segðu mér eitt vinur, hvað er langt síðan þú hefur virkilega brugðið á leik?
Guð minn góður, ekki segja mér að þú sért með golfsett þarna líka!
Golfari var að svipast um eftir nýjum caddy. Vinur hans sagðist þekkja einn ágætan. Að vísu væri hann orðinn níræður, en hann hefði arnaraugu, sem fylgdu boltanum vel eftir.
"OK, segðu honum að mæta hérna á morgun."
Sá gamli mætti tímanlega daginn eftir og golfarinn tíaði upp og sló gullfallegt teighögg á móti hnígandi sólinni.
"Sástu hvert hún fór"?
"Já, já" svaraði sá gamli.
"Og hvert fór hún?"
"Það man ég ekki!"
Ástríðurnar höfðu dvínað verulega hjá hjónum nokkrum, þannig að þau leituðu ráðgjafar hjá hjónabandsráðgjafa og áttu nokkra fundi með honum, án nokkurs árangurs.
Í einum tímanum stóð ráðgjafinn skyndilega upp, greip um konuna og kyssti hana innilega.
"Sjáðu", sagði hann svo við eiginmanninn" þetta er það sem hún þarf alla mánudaga, miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga og málið er leyst."
"Gott", svaraði eiginmaðurinn, "ég get komið með hana til þín á mánudögum og miðvikudögum, en alla laugardaga og sunnudaga er ég í golfinu .....!
Nokkrir golffélagar sáu mann slá inn að flötinni sem þeir voru á að undirbúa púttin sín. Þegar þeir voru komnir að næsta teig sáu þeir að hann púttaði með hraði og kom síðan hlaupandi til þeirra.
Hann horfir örvinglaður á félagana og segir:
"Fyrirgefið félagar, en mætti ég kannski slá á undan, ég var að frétta að konan mín hefði lent í hræðilegu slysi!"
Alli fór í golf með félögum sínum. Á fyrsta teig tíar hann upp með skærbleikri kúlu. Undrunarmuldur heyrist frá félögunum, sem fannst bæði Alla og þeim vera misboðið með litnum á kúlunni.
"Rólegir" sagði Alli, "þið skiljið þetta ekki, þetta er ekkert venjuleg golfkúla. Kúlu í þessum lit er ekki hægt að týna."
"Kjaftæði er þetta" segir Bjarni, "ég hef nú verið á stöðum þar sem svona kúla sæist aldrei aftur."
"Bíddu hægur" sagði Alli, "í þeim tilfellum kemur sér vel að í kúlunni er búnaður sem gefur frá sér hátt píphljóð og þá gengur maður bara á hljóðið! Strákar mínir, þessari kúlu týnir maður ekki!
Þetta þaggar niður í félögunum um stund, þar til Gunni segir: "Allt í lagi herra alvitur, en hvað ef kúlan lendir í djúpu vatni"?
"Já, þá virkar búnaðurinn glæsilega, flotbúnaðurinn lyftir henni upp á yfirborðið, þar sem einhverjir radio geislar í henni skynja næsta bakka og koma kúlunni að landi. Þar tekur maður hana bara upp og heldur áfram að slá."
Langri þögn slær á hópinn og efasemdarsvipur er á andlitunum. Loks rýfur Jón þögnina. "Þetta er alveg frábært Alli, en hvar fékkstu kúluna"?
"Ég fann hana í Leirunni ...........!"
Maður kom hlaupandi að golfskálanum og spurði hvort læknir væri á staðnum.
"Já, ég er læknir, er eitthvað að"?
"Konan sem ég var að spila með varð fyrir kúlu og liggur úti í kuldanum á brautinni" sagði maðurinn andstuttur eftir hlaupin.
"Hvar hitti kúlan hana" spurði læknirinn.
"Á milli fyrstu og annarrar holu."
"Andskotinn sjálfur, það gefur okkur ekki mikið pláss fyrir umbúðirnar!"
Manni var boðið að leika golf á heimavelli vinar síns og meðan á leik stóð fann hann að hann þurfti að sinna kalli náttúrunnar og kasta af sér vatni. Hann brá sér á bak við tré í þeirri vissu að enginn sæi til hans. Á samhliða braut voru þrjár konur að spila. Skyndilega sáu þær lim standa út í loftið framundan tré, en þær sáu ekki eigandann sjálfan. "Þetta er ekki maðurinn minn, svo mikið er víst" sagði ein kvennanna. "Rosalega er hann ljótur, gott að þetta er ekki minn maður" sagði önnur. "Það er eitthvað gruggugt við þetta, hann er ekki einu sinni í klúbbnum" sagði sú þriðja.
Haraldur, sem var nýliði í golfi, var að spila með einum að bestu golfurum klúbbsins og hann þyrsti í að nota tækifærið og fá ókeypis góð ráð. Hann sló fyrst á teig og toppaði kúluna illa. "Sérðu eitthvað sem ég get leiðrétt hjá mér?" spurði hann. "Ég sé að þú stendur allt of nálægt kúlunni ...... eftir að þú ert búinn að slá!"
(Endurbirt færsla)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja Björn minn góður - enginn er ég golfarinn .
Iðjusemi þín: ,mín nær ekki lengra
Brandararnir: , og þolinmæðin mín er ekki heldur lengri hér.
Hörður B Hjartarson, 22.7.2010 kl. 20:31
Hörður, takk fyrir þetta. Fáðu þér endilega golfsett. Ég þýddi þessa brandara úr ensku fyrir nokkrum árum, heimfærði og staðfærði nokkra þeirra. Átti að vera veislustjóri í mínum klúbbi og stóð mig bara nokkuð vel að eigin mati!
Björn Birgisson, 22.7.2010 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.