Allt snýst um Össur

Sjálfstæðisflokkurinn markaði sér skýra stefnu í Evrópumálunum á landsfundinum, við litla hrifningu margra, eins og frægt er orðið. Þar var hinn ungi formaður að nokkru skotinn í kaf af eigin flokksmönnum.

Nú er Sigmundur Davíð dreginn á flot til að tjá sig um Össur, ætli Þór Saari verði ekki næstur? Hvernig væri að Framsóknarflokkurinn fjallaði frekar um afstöðu flokksins til Evrópumálanna og gerði kjósendum góða grein fyrir henni?

Er þar kannski allt opið í báða enda?


mbl.is Ummæli Össurar koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú ert ljóslega ósannsögul maður Björn þó ég ætli þér ekki að vera ódrengur, því Sjálfstæðisflokkurinn markaði sér stefnu í Evrópumálum við mikla hrifningu margra en litla hrifningu fárra.  

Þar fór fremstur í flokki gúmi karl að nafni Þorstein Pálson og skrifaði hann  sögu sína þar endanlega með Steingrími.  Þessi ESB umsókn er okkur mjög til vansæmdar eins og flest það sem þessi ástsæla ríkisstjórn þín hefur gert. 

Því það að setja í gang vinnu sem kostar mikið og skilar engu er ósæmilegt, ódrengilegt gagnvart Evrópuþjóðum. 

En Björn hver voru skotfærin þegar formaðurinn var skotin í kaf?

Hrólfur Þ Hraundal, 24.7.2010 kl. 16:14

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur, þú veist að sjónarmið hins unga formanns í ESB málunum urðu undir. Vissulega er ríkisstjórninni vorkunn að fá í hendur þrotabú fyrri stjórna til endurreisnar.

Skotfærin? Var það ekki handaupprétting?

Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 16:38

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ertu ekki að grínast Björn? hvað sem segja má um fyrri ríkisstjórnir og þeirra mistök eru þau þó ekkert á við það rugl og þá óstjórn sem þessi blessaða ríkisstjórn er að klúðra og jafnframt að rústa heimili flestra og að ekki sé talað um öll þau fyrirtæki í landinu sem berjast í bökkum og eru við það að falla.

Að þú skulið taka afstöðu með því pakki sem nú situr við kjötkatlana er mér gersamlega óskiljanlegt!!

Guðmundur Júlíusson, 24.7.2010 kl. 17:40

4 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, ætti ég kannski að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og heilsa upp á Guðlaug Þór og fleiri góða menn og gerast stuðningsmaður þeirra og flokksins?

Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 17:56

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, þetta er snilldarhugmynd hjá þér, ég skal gefa  þér gott orð hjá flokknum, veit ekki alveg með Guðlaug, en hinir eru góðir

Guðmundur Júlíusson, 24.7.2010 kl. 18:30

6 Smámynd: Björn Birgisson

"Að þú skulið taka afstöðu með því pakki sem nú situr við kjötkatlana er mér gersamlega óskiljanlegt!!"

Guðmundur, trúir þú því virkilega að hitt pakkið sé betra?

Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 18:41

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, það er ekki spurning um hvort ég trúi því heldur það að ég veit að svo er, þú kaupir ekki skemmt epli í versluninni þinni ef þú veist að við hliðina er fullkomlega þroskað rautt epli. Vertu ekki feimin við að leita að þínu góða epli

Guðmundur Júlíusson, 24.7.2010 kl. 18:56

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ég er bara svo lítið fyrir epli.

Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 19:31

9 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hafðu það þá banana ef þú vilt þá heldur.

Guðmundur Júlíusson, 24.7.2010 kl. 19:38

10 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, hverjir af 16 manna þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru góðir leiðtogar að þínu mati? Nefndu mér nægilega marga til að manna ríkisstjórn með einhverjum. Sex kannski.

Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 19:52

11 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, ætlar þú ekki að svara spurningunni í #10?

Orðlaus kannski og vantar mannskap?

Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 22:01

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það væri ekki alveg alvitlaust að þú Björn segðir okkur af öllum ofurleiðtogunnum í Vinstri grænum og þeirra ágæti.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.7.2010 kl. 22:08

13 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur minn, ég þekki líklega nákvæmlega jafn mikið til leiðtoga og ráðherra VG og þú.

Vilt þú kannski leggja fram eitt stykki ráðherralista fyrir hönd Sjálstæðisflokksins, ef Guðmundur vinur minn er að heykjast á því? Ég bíð spenntur! Ekkert skortir á mannvalið - er það nokkuð?

Guðlaugur Þór er náttúrulega sjálfkjörinn í Fjármálaráðuneytið ...........

Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 22:18

14 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er undarlegt að öll velganga okkar sjálfstæðismanna virkar á þig eins og njálgur.  Öfugt við suma þá höfum við hægri menn hæfileika til að læra.  En átrúnaðargoð þitt Ö. Skarphéðinsson er bara ESB sirkusfífl.     

Hrólfur Þ Hraundal, 24.7.2010 kl. 22:28

15 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur, kærar þakkir fyrir þetta málefnalega innlit! Og hvað hafið þið hægri menn lært ef ég má spyrja?

Hvar er svo listinn yfir þá leiðtoga sem þú vilt velja þjóðinni?

PS. Hefur ekki Sjálfstæðisflokkurinn verið óttalegur njálgur í þörmum þjóðarinnar? Mér sýnist afar margir vera að klóra sér í borunni eftir hrunið!

Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband