24.7.2010 | 18:42
Hægri Grænir með framboð í öllum kjördæmum?
Nýr flokkur hefur verið stofnaður á hægri væng stjórnmálanna. Hann heitir því frumlega nafni Hægri Grænir. Ætla svo einhverjir að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki að klofna? Ég greip aðeins niður í lög flokksins á fésbókinni og fann þar meðal annars þetta:
"HægriGrænir ætla að bjóða fram til Alþingis í öllum 6 kjördæmum á landinu. Reykjavík er skipt suðurkjördæmi og norðurkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður RS 11 þingmenn og Reykjavíkurkjördæmi norður RN 11 þingmenn. Suðvesturkjördæmi SV 13 þingmenn, Norðausturkjördæmi NA 10 þingmenn. Norðvesturkjördæmi NV 8 þingmenn og Suðurkjördæmi SU 10 þingmenn.
II. Ríkisstjórn
Ef HægriGrænir veljast til forystu eða setu í ríkisstjórn skulu allir ráðherrar flokksins vera utanþingsráðherrar. Ef að kjörinn þingmaður verður gerður að ráðherra verður sá sami að segja af sér þingmennsku og varamaður hans að taka við. Allir þingmenn flokksins verða að sverja hollustueið og skrifa undir sáttmála þess efnis að styðja mál flokksins og kosnigaloforð á þingi. Ef einhverjum þingmaður yfirgefur flokkinn, þá getur hann ekki gengið í annan flokk og notað atkvæði sitt þar. Ef þingmaðurinn getur ekki unnið með flokknum fer hann beint af þingi."
Bara strax komnir með annan fótinn í ríkisstjórn!
Ætli nú sé ekki kominn nokkur titringur í Sjálfstæðismennina þegar þeir sjá fram aukna samkeppni um atkvæði hægri manna á Íslandi?
Eða er kannski líklegra að þeir brosi í laumi að þessu brölti?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er merkilegt að þeir ætla að láta landslög víkja fyrir samþykktum flokksins. (Hvaðan þekkjum við það?) Lög heimila mönnum að skipta um flokk á þingi án þess að missa þingsætið.
Ætli þeir kalli hollustueiðinn "Blóðeið", Blutehre?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2010 kl. 19:41
Björn! ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta yfir þessari upptalningu þinni á stefnusksrá "Hægri Grænna" En Sjálfstæðisflokkurinn mun ekk sakna þeirra fáu er kjósa að ganga til liðs við þetta "afl"
Guðmundur Júlíusson, 24.7.2010 kl. 19:50
Má ekki slá saman þessum grænu köttum? Þegar hrópað er á sameiningu stofnana er alltaf talað um "samlegðaráhrif". Hér eru nú aldeilis svoleiðis hrif; öfgaíhaldið til hægri og afturhaldið til vinstri! Bætum Framsókn við og málum yfir með eiturgrænu.
Gaman, saman hjá þeim...
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 19:51
Guðmundur, þú skalt bæði hlæja og gráta til öryggis. Reyndar sá ég ekkert fyndið þarna, svo ég brosti bara góðlátlega og lét það duga.
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 19:56
Axel Jóhann, við Hægri Grænir höfum sömu skoðun á þessu og G listinn í Grindavík. Ef einhver fer í fýlu skal hann víkja og hleypa varamanni að!
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 19:59
Ybbar gogg, þetta er athyglisverð tillaga að nýjum kokteil, en verður hann ekki öldungis ódrekkandi?
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 20:01
Björn, þú átt að gleyma þessu bloggi þínu, sem hlýtur að valda mörgum lesendum þínum vonbrigðum. Heldur þú í alvöru, að hægrigrænungar muni kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður ?! Skrifir þú álíka bull á næstu vikum, neyðist ég til að heimsækja síðuna þína og svo kynni að verða um fleiri ?
Kveðja, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 24.7.2010 kl. 20:02
Villa: neyðist ég til ......les : neyðist ég til að hætta að heimslkja .........
Kv., KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 24.7.2010 kl. 20:04
"Skrifir þú álíka bull á næstu vikum, neyðist ég til að heimsækja síðuna þína og svo kynni að verða um fleiri?"
Þetta er bara snilld!
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 20:06
Kristján, trúir þú öllu sem þú lest? Ekki trúi ég öllu sem ég skrifa, svo mikið er víst! Ef kaldhæðni væri mér ekki í blóð borin færi ég út í næstu búð og fjárfesti í einni slíkri.
Vertu alltaf velkominn á mína aumu síðu!
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 20:10
Björn, þú segir : "við Hægri Grænir" ??? Ertu ekki Samfylkingarmaður? ég er svolítið ringlaður núna!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 20:11
Þú grípur í hvert hálmstrá til að upphefja sjálfan þig, Björn ? Þú ert bara sjálfum glaður gamall bitur maður, Björn og þú telur þig vera yfir aðra hafinn, gamli maður ? Þér er hollt að muna, að dramb er falli næst og drottning drauma þinna mun falla fyrr en varir.
Kveðja, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 24.7.2010 kl. 20:20
Guðmundur, sagði ég "við Hægri Grænir"? Ég er alveg hættur að botna nokkuð í þessu lyklaborði! Hvað skyldi koma næst? Reyndar er ég ekki flokksbundinn og hef aldrei verið. Mér hefur aldrei fundist taka því að ganga í flokk, enda alltaf verið viss um að brottrekstur væri þá rétt handan við hornið! Í gamla daga kenndi pabbi heitinn mér að best væri að krossa við A listann. Í seinni tíð hef ég bara ekki fundið neitt A á kjörseðlinum og hef því valið að krossa bara við minn staf! B fyrir Björn og börn! Fyrst ég er orðinn svona kexruglaður skaltu bíða spenntur eftir næstu færslu á síðunni minni og láta alla í fjölskyldunni bíða við skjáinn líka!
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 20:27
"Drottning drauma þinna mun falla fyrr en varir"
Þetta er ekki fallega sagt um hana Ingibjörgu mína.
Kristján, að öðru leyti þakka ég hlýleg orð í minn garð!
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 20:32
Sammála þér Björn, Kristján er annsi harður í orði og þarf alls ekki að vera með svona hnýtingar!
Kristján, Björn er með þeim skemtilegustur bloggurum þessa MBL samfélags og er engan veginn drambsamur, hver maður upphefur sig af og til án þess að gera sér grein fyrir því, það gerum við allir, ég og þú, við mismunandi tækifæri.
Guðmundur Júlíusson, 24.7.2010 kl. 20:58
Klofna? Hvert er fylgi þessa flokks?
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.7.2010 kl. 21:00
0,3% ?
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 21:02
En að kenna lyklaborðinu um, það hef ég ekki séð áður sem afsökun fyrir því að hlaupa á sig :)
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.7.2010 kl. 21:04
Hljóp einhver á sig? Hvernig hleypur maður á sig? Sá sem skilur ekki kímni annarra hleypur kannski á sig! Hleypur á eigin veggi? í litla búrinu sínu?
Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 21:18
Eða að hlaupa Apríl !!
Guðmundur Júlíusson, 24.7.2010 kl. 21:34
Mikill misskilningur að HÆGRI GRÆNIR séu klofningur úr Sjálfstæðisflokknum. HÆGRI GRÆNIR eru hluti af þeirri bráðnauðsynlegri uppstokkun sem fram þarf að fara í
íslenzkum stjórnmálum. Ekki síst á mið/hægrikantinum þar sem bæði Sjálfstæðis- og Framsókn brugðust algjörlega. Og ekki tók svo betra við með hinni ÖMURLEGRI og
HANDÓNÝTRI vinstristjórn komma og krata. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki skilið traust meir, eins og hann brást þjóð sinni, enda marg klofinn flokkur.........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.7.2010 kl. 10:16
Enn einn kappinn sem reynir að staðsetja öfgahægrigemsa sem "prinsiperaða miðjumenn" og nú sem mið/hægrikantskera, hvað sem það nú er.
Þetta eru menn með einfaldan smekk, en þó stefnan sé einföld er hún ekki að sama skapi auðskilin: EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS. - Víðari er sjóndeildarhringurinn ekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.7.2010 kl. 11:28
Hjörtur minn. Flokkurinn var stofnaður á þjóðhátíðardegi Íslendinga, og síðan þá hafa á annað þúsund Íslendingar gegnið í flokkinn. Sem hlýtur að
teljast frambært. Spurðu að leikslokum!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.7.2010 kl. 11:30
Axel minn. Helt að þetta væri nú mjög SkÝRT, AFMARKAÐ og AUÐSKILIÐ sem þú vísaðir til. Og heldur betur VÍÐUR SJÓNDEILDARHRINGUR, ,,EKKI ESB né SCHENGEN, EKKERT
ICESAVE né AGS". Já bara frjáls eins og fulglinn utan einhverra ESB-pappakassa og AGS-kóngulóavefs.......
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.7.2010 kl. 11:38
Björn !
Heill og sæll og þakka frábæra færslu - , en eigum við ekki að ganga í nýja flokkinn ?
Hörður B Hjartarson, 25.7.2010 kl. 15:17
Hörður, ég held að Guðmundur Jónas og félagar vilji mig ekki í flokkinn sinn!
Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 15:21
Jú Björn minn. ALLIR heiðarlegir og þjóðhollir menn eins og þú eru hjartanlega velkomnir í flokinn. Tala nú ekki um ef þeir séu Vestfirðingar eins og þú og ég!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.7.2010 kl. 15:26
Guðmundur Jónas, þakka þér boðið um bloggvináttu, en ég ákvað fyrir mörgum mánuðum að eiga enga bloggvini.
Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 15:31
Guðmundur Jónas hefur ekki áður kallað þá menn heiðarlega og þjóðholla sem afneita ekki Evrópusambandinu afdráttarlaust og geta rætt um það án formælinga og heitstrenginga.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.7.2010 kl. 15:45
Axel Jóhann, er þá ekki batnandi manninum best að lifa?
Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 17:32
Björn !
Kannske ég sé ekki velkominn í flokkinn , enda er ég sunnann Bröttubrekku .
Hörður B Hjartarson, 25.7.2010 kl. 19:59
Hörður, þú verður hugmyndafræðingur flokksins! Líttu svo á næstu færslu mína eftir nokkrar mínútur!
Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 20:30
Björn !
Ég var kannski dálítið kvikindislegur í þinn garð í gær ? Ég biðst afsökunar á því og vonast til að eiga við þig skoðanaskipti í ekki svo fjarlægri framtíð?
Ég væri búinn að senda þessa athugasemd miklu fyrr, hefði ég ekki þurft að fara norður í land með þrjú barnabarna okkar hjóna. Eigðu góða daga á Golfvelli ykkar Grindvíkinga sem annars staðar !
Kveðjur úr Fjallabyggð, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 26.7.2010 kl. 09:04
Kristján, kveðjan er móttekin með þakklæti. Eigðu góðar stundir!
Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.