Allt selt sem einhver vill kaupa á "réttu" verði

"Við erum að vinna í góðu samstarfi, enda er ekkert gríðarlega langt á milli þessara flokka í þessum málaflokki eins og málað hefur verið upp" segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.

VG fer ekki að slíta stjórnarsamstarfinu vegna þessa andstyggilega Magma máls Árna Sigfússonar og fleiri skoðanabræðra hans á Íslandi.

Ef þessi ríkisstjórn fellur verður erfitt að mynda nýja stjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins.

Það vita VG liðar manna best og þeirra er að meta áhættuna. Skákdrottningin Guðfríður Lilja á að geta séð nokkra leiki fram í tímann. Bæði góða og slæma. Hún veit hvernig skák tapast, nú eða vinnst.

Nú er hún í valdatafli. Þjóðin og hagur hennar er undir.

Þeir VG liðar vita líka að ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda verður allt selt sem einhver vill kaupa. Það er innbyggt í eðli flokksins og stuðningsmanna hans, sem meta allan árangur í krónum og aurum. Það heitir víst frjálshyggja. Sumir kalla fyrirbærið nýfrjálshyggju af því að Sjálfstæðisflokkurinn gekk lengra á þeirri braut en systurflokkar í Evrópu.

Hvert skyldi gangverðið á vel með förnum og lítið keyrðum ömmum og öfum vera núna?

Það ræðst auðvitað af markaðsaðstæðum eins og allt annað!

 


mbl.is Draugasögur um afarkosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, við vitum að tímarnir eru ekk þeir sömu og áður, Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sami flokkur og hann var fyrir tveimur árum, þó að þá hafi verið vilji til að "selja ömmu síma" eins og þú orðar það, er ekki það sama upp á teningnum í dag!!

Guðmundur Júlíusson, 24.7.2010 kl. 21:44

2 Smámynd: Björn Birgisson

"selja ömmu síma"

Fyrirgefðu mér Guðmundur minn, ég er ekkert svo slæmur. Stóðst bara ekki mátið.

Setjum Vodafone í málið!

Björn Birgisson, 24.7.2010 kl. 21:50

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Hahahaha...Guðmundur kann að kitla hláturtaugarnar...híhíhí....

Og mér fannst húmorinn vera á undanhaldi á blogginu..

hilmar jónsson, 24.7.2010 kl. 21:50

4 identicon

Haha tilbaka drengir :) þetta á að sjálfsögðu að vera "sína" ekki eins og þið hafið ekki getið ykkur til þess!!

Hilmar, hvað meinar þú með að húmor sé ekki á undanhaldi ?

ég geri ráð fyrir að þú sért að vísa til gríðarlegra vinsælda bloggs Björns og sértstaks húmörs hans ekki satt???

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband