Hægri menn Íslands spurðir einfaldrar spurningar vegna Magma málsins. Óttast er um skort á svörum.

"Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnarsamstarfið sé ekki í hættu vegna Magma-málsins."

Mig langar til þess að varpa hér fram einni spurningu, en verð að taka fram að ef einhver svör berast verð ég himinhrópandi undrandi.

Spurningunni beini ég til hægri manna á Íslandi, sér í lagi hægri bloggara þessa lands, sem er svo annt um allt sem íslenskt er, í orði kveðnu að minnsta kosti og vanda öðru fólki ekki kveðjurnar, eins og dæmin sanna.

Spurningin er þessi og lesið nú með athygli:

Eru allir þeir Íslendingar, sem komu að samningunum við Magma Energy, landráðamenn, landsölumenn og óþjóðhollir þjóðníðingar, með aðkomu og undirskrift sinni undir framsal nýtingar íslenskrar auðlindar til útlendinga til áratuga?

Hverju svara Jón Valur, Loftur Altice og aðrir félagar í Þjóðarheiðri?

Hverju svara hinir nýstofnuðu Hægri Grænir, sem segja okkur að á annað þúsund manns hafi gengið í flokkinn?

Það fólk hlýtur að fagna tækifærinu til að svara þessari spurningu!

Annars er öllum velkomið að svara, hvar sem fólk staðsetur sig í hinu pólitíska litrófi.

Tjá sig nú!


mbl.is Samstarfið ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei

Björn (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 20:03

2 identicon

Baldur (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 20:06

3 identicon

Hraesnarar vilja seint afhjúpa sig.

Kodda á skammelid takk (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 20:12

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

HÆGRI GRÆNIR komu ekki að Magma hneykslinu, og hafa SKÝRA stefnu varðandi okkar auðlindir, sbr okkar stefnuskkrá.  Gagnstætt t.d Sjálfstæðisflokknum vilja
HÆGRI grænir tryggja eignarhalda ÍSLENDINGA yfir okkar auðlindum með staðfestu í STjJÓRNARSKRÁ. Og þar sem HÆGRI GRÆNIR hafna ALFARIÐ ESB-aðild er þetta
mjög trúverðugt, öfugt við Samfylkingu og VG sem vilja ganga í ESB, og gera þar með stjórnarskrá ESB rétthærri en þeirri íslenzku.  Hægrimenn í HÆGRI GRÆNUM
eru því flokka þjóðhollastir er kemur að því að standa vörð um íslenzkar auðlindir Í ÍSLENZKRI EIGU.  Formaður okkar hefur t.d hvaðð Íslendinga til að skrifa undir
kröfuna um riftun á samningnum um HS orku, öfugt við það sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Enda ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuðábyrgð á þessu
klúðri eins og öllu hruninu sem varð ásamt sósíaldemókrötum.  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.7.2010 kl. 20:33

5 identicon

Nei að sjálfssögðu ekki.

Stebbi (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 20:43

6 Smámynd: Björn Birgisson

Stebbi, ert þú enn hér?  Ekki? Hvað eru þeir þá?

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 20:51

7 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Jónas, ertu nokkuð að gleyma Framsókn?

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 20:53

8 Smámynd: Björn Birgisson

Hvar er nú Þjóðarheiður? Er hann bara í Icesave? Varðar ekkert um annað? Ósómi að því finnst mér. Bíð þó enn svara. Þolinmóður.

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 20:58

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fyrirgefðu Björn minn. Bara var búinn að gleyma Framsókn því sá flokkur er nánast að hverfa í mínum huga. Sami spillingarflokkurinn og hinir og ber
einnig höfuðábyrgð á Magma hneykslinu og hruninu 2008.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.7.2010 kl. 21:08

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þjóðarheiður eru bara einskorður um Icesave-þjóðsvikin. Þverpólitísk.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.7.2010 kl. 21:10

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"HÆGRI GRÆNIR komu ekki að Magma hneykslinu" Hvað eru Hægri grænir annað en þeir aðilar sem mynda þann flokk? Eru þeir fortíðarlausir þó nafn flokksins sé það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2010 kl. 21:22

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sérhver maður Axel hefur sína kennitölu og fortíð. Tala nú ekki um með hliðsjón af hinu merka KARMALÖGMÁLI!  Þannig hef ég jú fortíð í pólitík. Sagði skilið t.d við
Framsókn fyrir mörgum árum þegar leiðir okkar skildu hugsjónalega séð. En fólk á einmitt að skipa sér í flokka eftir HUGSJÓNUM og STEFNUM!  Hvað HÆGRI GRÆNA
varðar er svo skemmtilegt að sjá hvað fólk kemur í hann úr ÖLLUM ÁTTUM, já VENJULEGT ALMÚGAFÓLK sem ég tel mig klárlega tilheyra, og vill eiga samleið með í
HUGSJÓNABARÁTTU HÆGRI GRÆNNA fyrir bættum hag ALMENNINGS á Íslandi, og ÞJÓÐFRELSI!   Svo einfallt er það nú Axel minn!
 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.7.2010 kl. 21:42

13 identicon

Hægri grænir? Syndaaflausn eða kattarþvottur? Fyrirtæki  fer á hausinn, eigendurnir stofna nýtt, var það ekki einu sinni kallað kennitöluflakk? Því miður sé ég ekki muninn. Stofnun þessa flokks núna er tækifærismennska af ömurlegustu gerð, hrein og klár sýndamennska. Almenningur í þessu landi á betra skilið en að komið sé fram við hann eins og fífl með gullfiskaminni. Þegar jafn orðljótur maður og GJK dásamar helgidóminn þarf ekki að fræðast meir um fyrirbærið Hægri grænir. Finnst að flokkurinn ætti að heita Hægri hreinir.

Hafþór (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 22:28

14 identicon

Bara venjulegt fólk.

 Persónulega er mér alveg sama hvort nýtingarétturinn er í íslenskri eða erlendri eigu.

Stebbi (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband