27.7.2010 | 16:59
Magnað þetta Magma mál
Það er ásetningur ríkisstjórnarinnar að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum og tryggja að orkufyrirtæki séu í eigu opinberra aðila," sagði Jóhanna Sigurðardóttir.
Þarna er auðvitað fáránlega seint í rassinn gripið, en segja má að betra sé seint en aldrei. Eftir að hafa heyrt í Sigmundi Davíð og Ragnheiði Elínu tjá sig um þetta Magma mál, langar mig að varpa hér fram einni spurningu:
Hvað hefðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn gert í þessu máli hefðu flokkar þeirra völdin í landinu?
Ekkert, held ég.
Bara hleypt því í gegn í blóra við vilja meirihluta þjóðarinnar.
Vill vinda ofan af Magma máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki þingflokkur sjálfstæðisflokksins búin að álykta með Magma-kaupunum. Núna eiga þeir eftir að rísa upp á afturlappirnar og gagnrína ríkisstjórnin fyrir að tefja atvinnuuppbyggingu og vera á móti erlendum fjárfestingum.
Bjöggi (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 17:15
Líklega.
Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 17:16
Þarna er í raun um þjóðnýtingu að ræða og þar með skipum við okkur á bekk með Venesúela, Kúbu og öðrum þjóðum sem alþjóðasamfélagið forðast sífellt meir ... því hver vill fjárfesta í landi þar sem stjórnvöld geta ógilt lögformlega samninga í þeim eina tilgangi að sitja aðeins lengur við stjórn?
omj (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 17:25
Lögformlega samninga? Ertu viss?
Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 17:26
Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 17:33
Góðan dag allir saman
HS-orka er ekki eina einkavædda fyrirtækið, sem á að vera í eigu almennings en hefur verið seld . Það er bara það fyrsta sem ég veit um til að verða selt til erlendra fjárfesta.
T.d. Landsnet sem sér um alla rafmagnsflutninga milli landshluta er einkavædd,
Míla sem sér um lífæð samskipta í landinu er einkavædd. WTF!
Þessi fyrirtæki eru bara of mikilvæg fyrir heimilin í landinu til að selja þau.
Förum nú að hætta að berjast um svona eins stök mál heldur horfa á þetta kerfi i heild sinni.
Rafmagnsverð mun hækka umtalsvert á næstunni og stjórnvöld ætla bara að horfa á þetta gerast. Rafmagsfyrirtæki eru ekki einu sinni einkavædd í Bandaríkjunum (held ég að minnsta kosti, ef þessir bjánar lærðu eitthvað af Enron).
Jón Jónson (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 17:59
Jón Jónsson, þú ert ekki sjálfstæðismaður, er það nokkuð?
Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 18:11
Ég held því miður, Björn, að "skúffufyrirtækisleiðin" standist lög. En það mat mitt er samt byggt á minni ólöglærðu hyggju. En hvort að hinn svokallaði "andi" lagana, standi gegn "skúffufyrirtækisleiðinni, veit ég ekki. Þann fyrirvara verður samt alltaf að hafa á "anda" lagana, að sá andi, byggist á fremur á pólitísku mati, en löglærðu.
Það verður eflaust lítið mál, að fá lögfræðilegt álit, sem segir "skúffufyrirtækisleiðina" ólöglega, eins og ekki var mikið mál að fá lögfræðilegt álit í hina áttina. Lögmæti "skúffufyrirtækisleiðarinnar", verður því útkljáð, nema með aðkomu dómstóla. Svo er bara spurning hvort Magma fari þá leið, verði nýja lögfræðiálitið Magma í óhag.
Stærstu mistökin á vakt þessarar ríkisstjórnar, er nú situr og illa verður hægt að vinda ofan af, eru þau að hafa ekki breytt lögum, um erlenda fjárfestingu á þann hátt að eignarhald útlendinga á orkufyrirtækjum yrði takmarkað, líkt og er með sjávarútvegsfyrirtæki. Slíkar lagasetningar, hefðu hins vegar kallað á undanþágu frá EES-samningnum. slík undanþága eða beiðni um hana, hefði hins vegar verið litin hornauga hjá ESB og eflaust sett ESBumsóknina í uppnám. Það skýrir kannski afhverju, lögunum var ekki breytt, þegar það var hægt.
Kristinn Karl Brynjarsson, 27.7.2010 kl. 19:05
Hér er hentug skúffa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, þau mega þó ekki vera mjög gild.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2010 kl. 19:36
Kristinn Karl segir: "Stærstu mistökin á vakt þessarar ríkisstjórnar, er nú situr og illa verður hægt að vinda ofan af, eru þau að hafa ekki breytt lögum, um erlenda fjárfestingu á þann hátt að eignarhald útlendinga á orkufyrirtækjum yrði takmarkað, líkt og er með sjávarútvegsfyrirtæki."
Smá leiðrétting. Þetta á við fleiri vaktir, minn kæri.
Annars gott innlegg og málefnalegt. Ég þakka þér innlitið.
Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 19:53
Axel Jóhann, þetta er hnífaparaskúffa. Hvar á að setja beittustu kutana?
Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 19:55
Ég neita því ekki Björn, að aðrar vaktir "klikkuðu" á slíkri lagasetningu. En þessi vakt, hafði takmarkanir lagana lifandi fyrir framan sig, þ.e. aðila sem ætlaði sér það sem Magma gerði og brást ekki við á viðeigandi hátt.
Kristinn Karl Brynjarsson, 27.7.2010 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.