28.7.2010 | 11:19
Íhugar að hætta þingmennsku
"Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri-grænna, íhugar nú hvort hann skuli hætta á Alþingi í haust og snúa aftur til sjós sem skipstjóri hjá Brimi. Í fyrrasumar tók Björn Valur sér ársleyfi frá störfum þegar hann settist á þing um haustið. Hann segir það segja sig sjálft að hann íhugi stöðu sína sem þingmaður þegar hann sé í leyfi frá fyrirtækinu." segir dv.is
Af hverju að hætta? Er ekki þingmennskan svo eftirsóknarverð?
Ætli Björn Valur hafi ekki hrapað um tugi prósenta í launum þegar hann tók sæti á Alþingi. Gæti það verið skýringin á vangaveltum hans nú?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Laun þingmanna á Ísalndi eru skammarlega lág og ekki í neinu samræmi við þær kröfur og þá stanslausu pressu sem sett er á þetta fólk af almenningi og fjölmiðlum.
Ég skil mjög vel að aflaskipstjórinn Björn Valur hugsi sig um og ákveði með sjálfum sér þetta er ekki þess virði fyrir miklu, miklu lægri laun heldur hann getur haft sem farsæll aflaskipstjóri, heldur en allt skítkastið sem hann hefur mátt þola síðan hann settist á Alþingi íslendinga.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 12:34
Björn Valur hefur nú ALDREI komist í hóp AFLASKIPSTJÓRA, ég veit ekki til þess að hann hafi nokkurn tíma komist upp fyrir meðaltalið. Aftur á móti skil ég það MJÖG vel að hann íhugi það að hætta þingmennsku því ferillinn hans á þingi er ekki mjög GLÆSILEGUR og sennilega væri það besta ákvörðun hans og skynsamlegasta ef hann myndi ákveða að hætta.
Jóhann Elíasson, 28.7.2010 kl. 13:10
Sammála Jóhanni.
Það yrði mikil gæfa að losna við þetta f*** af þingi. Hann á nákvæmlega ekkert erindi á þing.
stebbi (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 13:29
Mér hefur skilist að Björn Valur sé vel metinn af útgerð og áhöfn. Hann hefur valdið mörgum vonbrigðum á Alþingi. Hann hefur staðið þétt við bakið á foringjanum sem hefur reynst óvenju vaskur við að svíkja flest af því sem hann hafði heitið þjóðinni.
Steingrímur mun ekki verða öfundaður af dómi samfélagsins eftir þessa setu í ríkisstjórn. Ég spái því að mörgum muni fara sem mér í því að telja það nóg að Samfylkingin hafi einn formann og einn forsætisráðherra.
Árni Gunnarsson, 28.7.2010 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.