28.7.2010 | 14:56
Þjóðremba og forheimskun?
Er aðkoma ríkisins að Magma málinu byggð á eintómri þjóðrembu og þar með ákveðinni forheimskun? Það er held ég alveg morgunljóst að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur beinni aðkomu erlendra aðila að orkuauðlindum Íslands.
Eins og dæmin sanna þá getur meirihlutinn oft haft illilega rangt fyrir sér. Það er mjög auðvelt að draga upp ýmsar staðreyndir í Magma málinu. Staðreyndir sem ýmist hljóma jákvæðar eða neikvæðar séðar af íslenskum sjónarhóli.
Ég var að ljúka við að lesa bloggfærslu Sigurðar Grétars Guðmundssonar um Magma málið. Varð nokkuð hugsi yfir því sem þar stóð. Tek mér það bessaleyfi að birta þá færslu hér og vona að höfundurinn fyrirgefi mér það.
Færslan er hér að neðan.
http://siggigretar.blog.is/blog/siggigretarg/entry/1080689/
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, Björn. Þarna ertu á rangri leið og að kyngja ákveðnum spuna frá Sigurði og fleirum úr Samfylkingunni. Aftur á móti er þar margir sem hafa einnig efasemdir um Magma enda ýmislegt sem ösrkar á mann að sé eitthvað rangt í gangi með.
Þetta snýst ekki um innlenda eða erlenda fjárfesta hjá flestum, þetta snýst um að orkufyrirtækin og auðlindir haldist í almannaeign hjá ansi mörgum og finnst það ákveðin lítilsvirðing við allt það fólk sem hefur staðið í að berjast gegn þessu frá upphafi að saka það um að vera með þjóðrembu og forheimskað.
Sjálfur hef ég ritað talsvert um þetta mál og get bent þér á nokkrar færslur til lesturs:
http://bloggheimar.is/ak72/?p=2023
http://bloggheimar.is/ak72/?p=2035
http://bloggheimar.is/ak72/?p=2043
http://bloggheimar.is/ak72/?p=2072
http://bloggheimar.is/ak72/?p=2078
Bendi þér svo einnig á samantektir á síðu Láru Hönnu á Eyjunni þar sem talsvert magn má finna af efni sem bendir á óeðlilega hluti varðandi Magma og HS Orku.
Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 16:05
Agnar, ég er eindreginn talsmaður þess að orkufyrirtækin og auðlindir þjóðarinnar haldist í almannaeign og það hefur marg oft komið fram á þessari síðu. Það þýðir hins vegar ekki það að maður hlusti ekki á sem flestar raddir og hvað fólk hefur að segja. Skárra væri það nú!
Björn Birgisson, 28.7.2010 kl. 16:16
Að sjálfsögðu er það rétt hjá þér, Björn, að maður eigi að hlusta á sem flestar raddir en það þýðir heldur ekki að maður eigi að þegja þegar verið er að reyna að gera lítið úr fjölda fólks með því að kalla það heimskt og uppfullt af þjóðrembu.
Og ef þú vilt sjá þjóðrembu þá bendi ég nú bara á þetta hér:)
http://www.youtube.com/watch?v=saEBe1yv-sY&feature=player_embedded
Agnar Kr. Þorsteinsosn (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 16:29
Sástu ekki spurningarmerkið á eftir fyrirsögninni? Annars mátt þú mín vegna túlka þetta eins og þú vilt. Skárra væri það nú!
Björn Birgisson, 28.7.2010 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.