28.7.2010 | 18:14
Sporin hræða
Mörgum hægri mönnum verður tíðrætt um að mikil nauðsyn sé að koma þjóðinni að kosningaborði sem fyrst. Rökin eru fyrst og fremst þau að ríkisstjórnin sé svo handónýt að hún geti ekki gert nokkurn skapaðan hlut rétt.
Ég held að þar sé ekki öll sagan sögð.
Sjálfstæðismenn vilja ólmir ganga til kosninga fyrst og fremst til að geta skilið sauðina frá höfrunum í eigin flokki og er þar víst af nógu að taka.
Ég held að þeir hafi ekki áhuga á stjórnarsetu.
Íhaldssporin hræða og verkefnin framundan hræða enn meir.
Miklu notalegra að gjamma svolítið úr skúmaskotum og þykjast geta betur.
Sá sem er alltaf ánægður með sjálfan sig er sjaldan ánægður með aðra.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.