29.7.2010 | 10:08
Borgar Björgólfur?
"Björgólfur segist hafa lítinn áhuga á að fjárfesta á Íslandi í framtíðinni þó að hann útiloki það ekki. Ég er umdeild persóna hérna, hef búið erlendis í rúm 20 ára og líður vel þar."
Mín vegna má kappinn sleppa því að fjárfesta á Íslandi. Hélt reyndar að hann ætti ekkert nema skuldir. Kannski nokkrar krónur á Tortola!
Hins vegar er hann nýbúinn að lýsa því yfir að hann vilji borga allar sínar skuldir á Íslandi. Það væri mjög gott ef hann gæti staðið við þau stóru orð.
Hefur fólk ekki fulla trú á því?
Gagnrýnir einkavæðinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er kjaftæði að Björgólfur hafi ekki haft nein afskipti af rekstri Landsbankans. Hið sanna er að þar réð Björgólfur lögum og lofum, sá eldri það er að segja. Nú er hann gjaldþrota og því langsótt að draga hann til einhverrar ábyrgðar svo máli skipti. Þetta er snilldarflétta hjá þeim feðgum.
P.S. Hef enga trú á því að Bjöggi standi við sitt. Þegar hann borgar IceSave skal ég endurskoða mína afstöðu.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 10:41
Sagðist hann ekki ætla að borga allt - nema einmitt Icesave?
Björn Birgisson, 29.7.2010 kl. 10:56
Nákvæmlega.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.