2.8.2010 | 14:20
Hægðu á þér drengur!
Auðvitað skellti maður sér í útilegu um helgina eins og svo margir aðrir. Stefnan var tekin á Borgarfjörð og þar voru öll börnin mín með mökum sínum og börnum, einnig ýmsir vinir þeirra, vandamenn og tengdafólk. Alveg gríðarlega góður hópur sem skemmti sér hið besta í veðurblíðunni.
Þegar Combi Camp tjaldvagninn hafði verið hengdur aftan í jepplinginn og allt til reiðu fékk ég að venju þessa áminningu:
Svo manstu Bjössi minn að hámarkshraðinn er bara 80 þegar við erum með vagninn.
Ég umlaði eitthvað á móti, en vissi í hjarta mínu að ég ætlaði alls ekki að lúta þeim lögum sem skikka mig til að aka á 80 þegar umferðarhraðinn liggur að mestu á milli 90 og 100.
Og alls ekki þegar umferðin er jafn þétt og hún er alltaf um þessa helgi.
Ég met það svo að það sé miklu hættuminna að fylgja umferðarhraðanum, en að kannski 50-100 bílar taki fram úr með öllum þeim hættum sem því fylgja.
Frekar borga ég nokkra þúsundkalla í sekt en að leggja samborgara mína í stórhættu vegna heimskulegra laga.
Allt gekk þetta ágætlega, en vinsælasta efni samræðna okkar hjóna í bílnum var þetta:
Hægðu á þér drengur!
En helgin var samt alveg frábær!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst nú alltaf best að halda kyrru fyrir þessa helgi en þegar ég þeysi um þjóðvegina með tjaldvagninn í eftirdragi líður mér best á 80.......ekki laganna vegna, heldur vegna þess að það er sá hraði sem mér fellur best. Annars fór ég bæði Öxi og Hellisheiði eystra og þar er sums staðar óráð að fara yfir 20.
Baldur Hermannsson, 2.8.2010 kl. 15:31
Baldur, ætlar þú ekki að druslast til að krumpa saman svo sem einni færslu á síðunni þinni?
Björn Birgisson, 2.8.2010 kl. 15:52
Nei ég er steinhættur því, ég er hins vegar virkur vel á kerlingafésinu......skrifa frekar lítið sjálfur en er iðinn á annarra manna jússum.
Baldur Hermannsson, 2.8.2010 kl. 16:21
Ég fer nánast aldrei á fésið. Er það kannski misráðið hjá mér? Er kannski allt fjörið þar?
Björn Birgisson, 2.8.2010 kl. 16:27
Það er svona notalegt kerlingamal í afmörkuðum hópum. Þú greinir frá því að þér hafi gengið vel að skíta um morguninn og uppskerð lofsyrði um land allt og hamingjuóskir. Held að kerlingafésið myndi henta þér ágætlega því þér þykir hólið gott og átt örugglega auðvelt með að skíta á morgnana.
Baldur Hermannsson, 2.8.2010 kl. 16:33
Hahahaha.......
hilmar jónsson, 2.8.2010 kl. 17:18
Baldur, held ekki, ég er meiri svona kvöldmaður!
Björn Birgisson, 2.8.2010 kl. 17:19
Hvaða rugl er þetta Bladur.Þú átt heima í hinum harða heimi bloggsins.
Hægðirnar geturðu rætt við kellu þína..
hilmar jónsson, 2.8.2010 kl. 17:22
Baldur, af hverju tekur þú ekki #5, breytir henni lítillega og setur hana svo sem sjálfstæða færslu á síðuna þína? Það yrði nokkuð skondið! Hilmari yrði alla vega skemmt!
Björn Birgisson, 2.8.2010 kl. 17:24
Dásamlegt stafarugl!
Björn Birgisson, 2.8.2010 kl. 17:26
Hehe......ég treysti Hilmari til að hafa gert þetta viljandi :)
Baldur Hermannsson, 2.8.2010 kl. 17:34
Baldur, má ég nota fésbókar skilgreininguna þína í færslu á minni síðu. Án nafna auðvitað. Nú eða með nöfnum. Segðu já.
Björn Birgisson, 2.8.2010 kl. 19:54
Haf þú alla þína hentisemi á tilverunni ungi maður.
Baldur Hermannsson, 2.8.2010 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.