Ögmundur í stað Runólfs, ekki spurning!

Runólfur Ágústsson, nýskipaður umboðsmaður skuldara, segir að Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hafi hringt í sig í morgun og beðið sig að stíga til hliðar.

Þetta gat ekki farið á annan veg. Runólfur sker hér vin sinn úr þeirri snöru sem þrengdist að hálsi hins pólitíska Árna Páls Árnasonar ráðherra og fyrrverandi vonarstjörnu Samfylkingarinnar.

Hafi hann þökk fyrir það hugrekki sem til þurfti. Það hafa ekki allir.

En áfram skal halda. Skuldarar þurfa sinn sinn talsmann eins og staðan er nú.

Hér er góður millileikur í stöðunni. Höfnum öllum umsækjendum og skipum Ögmund Jónasson í starfið. Hann segist alltaf hafa verið vinur litla fólksins í landinu. Hann hefur rekist illa í stjórnarsamstarfinu, en sem talsmaður skuldara væri hann flottur.

Tvær flugur í einu höggi. Ekki spurning!


mbl.is Leita að staðgengli Runólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Besta hugmynd sem komið hefur fram síðustu misserin.

Áfram Ögmundur. Hvar ertu nú ?  Gefðu þig fram!

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 00:36

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki slæm hugmynd.

hilmar jónsson, 4.8.2010 kl. 01:27

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað með Gunnar I. Birgisson sem er reynslubolti mikill?  Honum vantar vinnu, en eftirspurnin er minni en framboðið, rétt sem stendur. Gráupplagt tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi, skapa andartaks eftirspurn eftir Gunnari og uppfylla hana ekki seinna en samstundis. Tvær flugur í einni sveiflu og það engar smá flugur maður!

Nei ekki tvær, þetta yrðu þrjár flugur hið minnsta, Kópavogsbúar yrðu þessum gjörning þakklátir. Þetta er auðvitað háð því að það takist að halda eitur-Lofti í hæfilegri fjarlægð frá flugunum.

En að öllu gríni slepptu þá er Ögmundur svo sem ekki slæm hugmynd. En er ekki eðlilegast að sækja í þann fríða hóp sem sótti um starfið, eitthvert þeirra hefði verið ráðið ef ekki hefði komið til ráðningar Runólfs, ekki satt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.8.2010 kl. 06:09

4 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Er þörf á einu embættinu enn.

Magnús Gunnarsson, 4.8.2010 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband