4.8.2010 | 10:08
Sýndarmennska?
"Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 27. júlí kemur fram að nefndin skuli skila niðurstöðum um lögmæti kaupa Magma, gegnum sænskt dótturfélag, fyrir 15. ágúst. Nefndin hefur þannig tólf daga frá skipan til að komast að niðurstöðu."
Það var nauðsynlegt að setja þessa nefnd á laggirnar, en tímamörkin sem henni eru sett vekja athygli og jafnvel grunsemdir um að henni sé ekki ætlað stórt hlutverk.
Hvað með aðgengi nefndarinnar að gögnum? Varla fer Magma Energy að opna allar gáttir og möppur. Eða hvað?
Er þetta kannski bara einhver sýndarmennska til að róa andstæðinga Magma gjörningsins um stundarsakir?
Vonandi ekki.
12 dagar til að ljúka rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var verið að gera því skóna á útvarpi Sögu í morgun að nefndar menn væru venslaðir við Magma, m.a. á Sveinn Margeirsson að vera bróðir Ásgeirs Margeirssonar forstjóra Magma á Íslandi, fleira var nefnt, sem ég greip ekki. Það er allt gert tortryggilegt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.8.2010 kl. 10:34
Hrannar aðst.maður JS er að sækja um starf forstjóra Íbúðalánasjóðs - skynsamur piltur - er hann ekki að flýja sökkvandi skip ?
Ágreyningur um öll mál virðist vera aðalsmerki þessarar ríkisstjórnar OG bregðast steint við -
Auðvitað er verið að friða vg með þessari nefnd sem við skattgreiðendur fáum að borga -
SF er á móti mjólkurfrumvarpi JB - kanski verður skipuð mjólkurnefnd
Óðinn Þórisson, 4.8.2010 kl. 10:44
Ertu í alvöru að hlusta á Útvarp Sögu Axel ?
hilmar jónsson, 4.8.2010 kl. 13:36
Sveinn Margeirsson er frá Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði og ósigrandi langhlaupari gegn um mörg ár.
Árni Gunnarsson, 4.8.2010 kl. 15:43
Já Hilmar ég hlusta stundum á Sögu því betra skemmtiefni en bullið í Arnþrúði og Pétri er vandfundið í dag. Svo koma þarna furðufuglar eins og JVJ, hans þáttur er raunar heilsuspillandi því honum fylgja illvígir hláturkrampar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.8.2010 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.