4.8.2010 | 13:24
Nýtt embætti umboðsmanns skuldlausra?
"Sigurður Líndal lagaprófessor telur að auglýsa þurfi stöðu umboðsmanns skuldara að nýju."
Þá auglýsir Árni Páll bara stöðuna aftur og fær fullt af fínum umsóknum frá fólki úr öllum flokkum og velur svo einhvern Samfylkingarmann í starfið sem ekki er kunningi hans og ekki með allt niður um sig í fjármálunum. Málið þar með leyst. Smá væl í Mogganum og á blogginu í tvo daga og svo verður allt gleymt.
Í leiðinni mætti hann gjarnan auglýsa eftir umboðsmanni skuldlausra, en sá hópur virðist alveg hafa gleymst í allri umræðunni um skuldarana. Þetta er jú fólkið sem alltaf þarf að borga fyrir allt bullið með sköttunum sínum.
Þarf það ekki umboðsmann líka?
Þurfa ekki allir að hafa einhvers konar umboðsmann?
Telur að auglýsa þurfi að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Umboðsmaður skuldara, umboðsmaður skuldlausra, umboðsmaður útrásarvíkinga,umboðsmaður landsbyggðafólks og lámark 50 manna skrifstofulið á hvern umboðsmann og allir ánægðir.
Magnús Gunnarsson, 4.8.2010 kl. 16:39
Sigurður var nú ekkert harður á því að það þyrfti að auglýsa aftur í stöðuna. En nú er góður aðili sem gjörþekkir málin kominn í það, og það er gott mál, hins vegar væri ábyggilega ekki vanþörf á að fá umboðsmann skuldlausra og eða umboðsmann ´lífeyrisþega, ekki væri vanþörf á því áður en búið verður að stela öllu af þeym.!!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 4.8.2010 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.