4.8.2010 | 19:45
Besti flokkurinn kominn í bullandi útrás
"Ég átti gott samtal við múmínpabba. Hann sagði mér að lífið í Múmíndal væri mun betra eftir að Finnar gengu í ESB."
Ég verð að segja að mig stórundrar viðbrögð, sérstaklega hægri manna, við þessum og öðrum ummælum borgarstjórans ástsæla, Jóns Gnarr, á erlendum grundum.
Skilur þetta forpokaða fólk ekki nokkurn skapaðan hlut?
Er það endanlega fullkomlega heilaþvegið af þeim öflum sem komu öllu í kalda kol í okkar ástkæra landi?
Fyrir mér er þetta ósköp einfalt.
Leiðtogi Besta flokksins, borgarstjórinn í Reykjavík, Mister Jón Gnarr, er kominn með stefnumál flokksins í bullandi útrás og þá fara hefðbundnar stjórnmálabullur, hérlendis sem erlendis að skjálfa.
Allir þeir sem tala illa um Besta flokkinn eru skíthræddir við hann og allt sem frá honum kemur.
Verð að minna fólk á að Besti flokkurinn hefur ekkert gert þessari þjóð nema gott.
Vildi gjarnan geta sagt það um fleiri flokka.
Það er því miður ekki mögulegt.
Múmínpabbi hvetur Íslendinga til að gerast aðilar að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er frábært, hinir vammlausu eru gersamlega, sumir hverjir, að fara á límingunum út af Múmínálfunum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.8.2010 kl. 20:01
Axel Jóhann, það lítur út fyrir það!
Björn Birgisson, 4.8.2010 kl. 20:07
Hann Jón Borgarstjóri ´´narraði,,Reykvíkinga til að kjósa versta flokkinn,að er að koma í ljós að hann er Versti flokkurinn,enda er Jóni narrara fjarstýrt af Samfylkingunni,það á hann sameiginlegt með Steingrími J að vera fjarstýrt af landráðaflokknum sem Samfylkingin er.
Númi (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 20:28
Númi er bara kominn í stuð!
Björn Birgisson, 4.8.2010 kl. 20:34
Nú flykkjast múmínsnádarnir hans Dabba inn med athugasemdir.
Leifur (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 20:42
Ótrúlegt að kenna fólk við náhirð Davíðs,ef maður er á móti ESB inngöngu.Getur einhver nefnt nokkuð með viti sem komið hefur frá Jóni narrara eftir að hann varð borgarstjóri,,,,neiii það kemur ekki eða hvað,,Dagur B Eggertsson gerir ekkert annað en að svara fyrir hann,enda er hann Jón narrari illa máli farin,og hvað með þennan Harald Flosa sem gerður var að stjórnarformanni Orkuveitunnar!!!!Haraldur starfaði áður sem allt að því sem yfirhandrukkari Lýsingar.Það er að koma í ljós hverslags vitleysisgangur þessi besti(versti)flokkur er,ýmsir virðast eiga greiða inni hjá honum Jóni Narrara og má það sjá með ráðningu þessa Haraldar hjá Orkuveitunni.Jón Narrari og Davíð Oddsson hafa mér aldrei líkað,eru frekar meir sem gerfimenn,og eru sífellt að leika.Eina skiptið á minni ævi sem ég hef verið sammála Davíð þá er það núna að inní ESB höfum við ekkert að gera. (eða er Davíð kannski að plata og leika hlutverk?skyldi það vera?.)
Númi (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 21:16
Það eina sem Jón Gnarr og Davíð Oddsson eiga sameiginlegt er borgarstjórastóllinn í höfuðborg Íslendinga, Reykjavík. Flottir strákar!
Björn Birgisson, 4.8.2010 kl. 21:31
Það eiga þeir sameiginlegt líka að vera leikarar,og mikil fífl.Davíð greiið tók hlutverk sitt alltof alvarlega er hann lék Bubba kóng.Hann tók hlutverkið bókstaflega og hefur lifað eftir því samanber Kóngstignina.
Númi (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 21:51
Nú varstu Gnarraður Númi.
Dingli, 4.8.2010 kl. 22:01
Ég veit ekki betur en að bæði Lína langsokkur og Eiríkur Fjalar séu á móti Evrópusambandinu.
Gústaf Níelsson, 4.8.2010 kl. 22:21
Gústaf, heimildir þínar fyrir því eru hverjar?
Björn Birgisson, 4.8.2010 kl. 22:33
Lindgren og Laddi. Dugar það?
Gústaf Níelsson, 4.8.2010 kl. 22:55
Látum það duga að sinni!
Björn Birgisson, 4.8.2010 kl. 23:00
Trúið þið því virkilega að ÍSLAND sé á leiðinni í ESB, þessi þjóð með alla sína smákónga getur ekki komist að neinni niðurstöðu hvort sem díllinn verður góður eða vondur.
Magnús Gunnarsson, 4.8.2010 kl. 23:24
Ástríkur, var líka á móti sameinaðri Evrópu.
Dingli, 4.8.2010 kl. 23:25
Magnús, hafðu bak við eyrað að hver smákóngur hefur bara eitt atkvæði!
Björn Birgisson, 4.8.2010 kl. 23:35
Rökin fyrir afstöðu Ástríks gegn sameinaðri Evrópu voru hver Dingli?
Björn Birgisson, 4.8.2010 kl. 23:37
Allir smákóngar = 320000 smákóngar = enginn niðurstaða. Björn er þetta kannski full mikil svartsýni.
Magnús Gunnarsson, 4.8.2010 kl. 23:54
Magnús, láttu ekki svona, 160 fjölskyldur telja sig eiga kvótann á landgrunninu okkar, en eiga auðvitað ekki rassgat í honum. Ekki ugga. Smákóngar á Íslandi eiga engan séns í hirðina sem þeir telja sig ráða yfir. Við hin dýrkum lýðræði og tökum öll völd í hendur þjóðarinnar.
Björn Birgisson, 5.8.2010 kl. 00:03
Verð að viðurkenna að ég er forvitin að vita af hverju Ástríkur var svona sinnaður. En hvernig fór fyrir þeim sem vildu komast yfir Gaulverjabæ.
Magnús Gunnarsson, 5.8.2010 kl. 00:07
Gaulverjabæ? Er Gaulli Valdason þaðan?
Björn Birgisson, 5.8.2010 kl. 00:13
Sem sagt við komum til með að verða hamingjusamari en nokkru sinni fyrr í sameinaðri EVRÓPU er ekki alveg sannfærður.
Magnús Gunnarsson, 5.8.2010 kl. 00:19
Magnús minn, ég veit nákvæmlega ekkert um þína hamingjustuðla. Þaðan af síður eru mér hamingjustuðlar EVRÓPU almennt kunnir. Eitt veit ég þó og varpa á þig: Hafðu það alltaf sem best minn kæri og hafðu þökk fyrir þín innlit á þessa síðu okkar Davíðs.
Björn Birgisson, 5.8.2010 kl. 00:28
Kærar þakkir
Magnús Gunnarsson, 5.8.2010 kl. 00:35
Það er ég viss um að þessi litla athugasemd Jóns Gnarrs mun fá mun fleiri á band evrópusinna en allur hinn misheppnaði áróður Samfylkingarinnar til samans.
Billi bilaði, 5.8.2010 kl. 00:56
Billi, þú ert sannarlega bilaður! Hvaða Samfylkingu ert þú að tala um? Áttir þú kannski við gamla Alþýðuflokkinn?
Björn Birgisson, 5.8.2010 kl. 02:20
Man ekki rök Ástríks en rök Steinríks voru skýr: "þessir rómverjar eru klikk!!!"
En þeir vour náttúrlega bretónar sem, eins og baskar, walesverjar, skotar, írar og íslendingar, hafa aldrei viljað "sameinast" einu eða neinu...
Gallarnir eru hins vegar þeir einu sem hafa átt seiðkarl sem virkar
Haraldur Rafn Ingvason, 6.8.2010 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.