5.8.2010 | 11:10
Makríll eða markríll?
Markríll
Engar upplýsingar er að finna um þá tegund sem þessi frétt fjallar um. Hún er ekki til og því algjör óþarfi fyrir Norðmenn og Evrópusambandið að vera að þenja sig og hóta okkur Íslendingum öllu illu.
Makríll
Makríll (fræðiheiti: Scomber scombrus) er straumlínulagaður hraðsyntur uppsjávarfiskur af makrílætt sem finnast báðum megin við Norður-Atlantshafið. Makríll er algengur fiskur í svölum sjó og ferðast um í stórum torfum nálægt yfirborði sem koma að ströndum í fæðuleit að sumarlagi þar sem vatnshiti er milli 11° of 14°C. Á veturna halda torfurnar sig á meira dýpi og fjær landi. Makríll er svifæta og heldur sig þar sem áta og hitastig er hagstætt. Í ætisleit fer hann í miklar göngur norður um Noregshaf, norður með Noregi og síðustu ár til Íslands. Rauðáta er mikilvæg fæða hans en hann étur einnig svif og fiska. Makríll er sundmagalaus og sekkur því ef hann er ekki á stöðugri hreyfingu. Magn af makríl í Norðursjó minnkaði mikið upp úr 1960 vegna ofveiði.
Hann er langlífur og hefur hámarksaldur makríls greinst 25 ár og þekkt er að fiskar geta orðið meira en 66 sm langir. Fiskurinn verður kynþroska við 2-3 ára aldur. Í lok fyrsta árs er makríll um 27-28 sm og er þyngdin þá 160-179 gr. Við níu ára aldur er meðallengd makríls um 40 sm og þyngdin um og yfir 600 gr.
Þrír stofnar makríls eru í NA-Atlantshafi en þeir eru Vesturstofn sem er lang stærstur, Suðurstofn og Norðursjávarstofn.
Makrílgöngur hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár og er breytt göngumynstur talið orsakast af hlýnun sjávar.
Svo segir á Wikipedia vefnum.
Ekkert nýtt við hótanir Norðmanna og ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo er það Ma-skríll..........þú veist..Magma..
hilmar jónsson, 5.8.2010 kl. 12:10
Það er víst: Mag-skríll...
hilmar jónsson, 5.8.2010 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.