5.8.2010 | 20:40
Opið bréf til forráðamanna og stjórnenda mbl.is að gefnu tilefni
Málfrelsi og ritfrelsi eru ekki bara einhver hugtök sem ber að taka á léttvægan hátt hérlendis og horfa á sem vandamál úti í heimi, þar sem frelsið er skert af mannavöldum til að vernda hagsmuni sem illa þola dagsljósið.
Menn verða að átta sig á því að með blogginu hafa opnast óravíddir fyrir hvern sem er til að tjá sig um menn og málefni líðandi stundar. Því frelsi fylgir auðvitað mikil ábyrgð.
Ekki verður svo ábyrgð þeirra minni sem falið er að meta hvenær frelsið er misnotað, í þessi tilviki forráðamanna og stjórnenda mbl.is.
Guðbergur Ísleifsson, Grefillinn, og Kristinn Theódórsson, tveir góðir bloggarar, ákváðu að fara að fara í umræðu, ritdeilu, um trúmál, gáfulegt sem það nú er.
Þau skoðanaskipti enduðu illa og fóru úr böndum, er mér tjáð, en deilur um trúmál les ég aldrei.
Á síðu Óskars Helga, hins forna, fór ég að skipta mér af þessu máli, til þess eins að sætta þessa deilendur. Ég hvatti þá til sátta, en þá hafði mbl.is lokað síðu Grefils, án nokkurra viðvarana, líklega vegna kvartana frá Kristni og hans meðreiðarfólki.
Grefill svarar tillögu minni um sættir orðrétt:
Grefill (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 00:00
Kristinn svarar um hæl:
og ekki segja orð um það hér meir. Og hvergi annarstaðar heldur.
Kristinn Theódórsson, 2.8.2010 kl. 00:06
Grefill (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 00:13
Þarna hélt ég að fullum sáttum væri náð á milli tveggja fullorðinna einstaklinga og fékk mér rauðvínsglas til að halda upp á tímamótin sem sannkallaður mannasættir!
Nú skilst mér að Kristinn hafi rofið sáttina með viðbótarkröfum um afsökunarbeiðnir og sitthvað fleira.
Þegar búið er að semja, "skrifa" undir, í "votta" viðurvist og "handsala" samning, eins og hægt er að gera á blogginu, þá skulu orð standa. Það er mín skoðun og sannfæring.
Að þessum orðum sögðum vil ég skora á forráðamenn mbl.is að opna fyrir aðgang Guðbergs Ísleifssonar, Grefilsins, að sinni síðu og til þess að hann geti tjáð sig á öðrum síðum, til dæmis minni, hvar hann hefur mér vitanlega verið gleðigjafi umfram annað og ekki veitir nú af á erfiðum tímum.
Rjúfi hann samkomulagið sem hann gerði við Kristin, má mín vegna henda honum út aftur.
Orð skulu standa og ritskoðun eins og hér er beitt er algjörlega óþörf og allsendis ólíðandi í því lýðræðisþjóðfélagi sem við teljum okkur búa í.
Segjum alltaf nei við ritskoðun.
Saman skulum við öll standa vörð um málfrelsið og ritfrelsið.
Þá mun okkur vegna betur,
Virðingarfyllst, Björn Birgisson
Athugasemdir
Núna hefur nýju bloggi Grefilsins, sem hann opnaði á ábyrgð 3ja aðila, líka verið lokað. Hvað veldur veit ég ekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.8.2010 kl. 20:51
Axel Jóhann, ég hef einhverja hugmynd um það, en læt hana liggja á milli hluta að sinni.
Björn Birgisson, 5.8.2010 kl. 21:02
Sæll Björn. takk fyrir að vekja athygli á þessu.
Ég vona að mér leyfist að útskýra mína hlið þessa máls hér, þó ekki sé nema í stuttu máli:
Þeir hjá blog.is hafa nú lokað á allan aðgang minn hjá blog.is.
Ég get ekki einu sinni sett inn athugasemdir lengur, þ.e. ekki frá minni tölvu (er í annarri tölvu núna).
Ég komst að þessu þegar ég ætlaði að kommenta hjá bloggvini í morgun.
Þar sem ég trúði ekki að félagi minn hefði lokað á mig prófaði ég að kommenta annars staðar og komst þá að því að blog.is hefur alfarið lokað á ip-töluna mína, alls staðar.
Mér finnst ég beittur miklum órétti. Mér finnst blog.is hafa brotið hressilega á tjáningarfrelsi mínu og skoðanafrelsi auk þess að bola mér frá með ritskoðun og ritstjórnarlegu ofbeldi.
Meðal annars er það alfarið rangt að ég sé það sem kallað er "tröll"... leyfið mér að útskýra:
Ég fór inn í þessa "umræðu" við Kristinn af heilum hug og villti hvergi á mér heimildir.
Þetta sést alveg greinilega á aðdraganda "umræðunnar" hér.
Það eina sem ég gerði ekki var að segja Kristni að ég væri að skrifa ritgerð um ofbeldi á netinu og hvernig því væri beitt.
Hins vegar fór ég í umræðuna sem slíka algjörlega heill og undir fullu nafni.
Svo þegar ég upplýsti að ég væri í raun að skrifa ritgerð um ofbeldi þá fóru vantrúarmenn að kalla "tröll, tröll" út um allt.
Ég vissi ekki einu sinni hvað það átti að fyrirstilla ... hafði aldrei áður heyrt talað um það sem ég hef nú kynnt mér að liltu leyti og er kallað "tröllaskapur".
Ég neita algjörlega að hafa verið í slíkum "leik" enda villti ég ekki á mér heimildir, kem fram undir fullu nafni þótt ég noti höfundarnafnið Grefill, og allt sem ég sagði kom beint frá mér og eru mínar eigin skoðanir og skrif.
Upphaflega hélt ég að ástæðan fyrir lokuninni væru ásakanir mínar á hendur Kristni, um svik, fals, lygar og til að gera svæsna tilraun til að eyðileggja mannorð mitt.
Allt þetta var og er satt og ég get auðveldlega sýnt fram á það.
Auk þess ... ef ummæli mín um Kristinn fara fyrir brjóstið á mönnum, sem ég get alveg skilið að þau geri í einhverjum tilvikum, þá eru þau samt bara barnaleikur miðað við ummæli hans og hans manna um mig í gegnum þessa orrahríð. Á það er líka auðvelt að benda og sýna sannanlega.
Nú held ég hins vegar að það hafi verið lokað á mig út af "tröllaskap".
Við þetta get ég ekki sætt mig. Ég get ekki sætt mig við að fá ekki að útskýra mína hlið á blog.is á meðan öll umræðan stendur þarna uppi enn fyrir utan það sem stóð á mínum eigin síðum.
Sem dæmi má nefna að Kristinn og félagar margkölluðu mig geðveikann og sögðu það berum orðum að ég væri ekki heill á geði. Einnig hótuð þeir m.a. að draga fjölskyldu mína inn í þetta.
Ég veit ekki betur en að það hafi verið lokað á t.d. DoktorE þegar hann kallaði einhvern geðveikann.
Þarna var ég kallaður geðveikur mörgum sinnum án þess að blog.is lyfti litla fingri. Og öll þau ummæli fá að standa, fyrir utan þau sem voru á minni eign síðu þar sem þessi orrahríð varð svæsnust og árásir þeirra á mig alvarlegastar. Þeim er ekki einu sinni veitt tiltal fyrir að margsegja það um mig sem nægði til að útiloka Doktorinn á sínum tíma.
Svo þegar ég ætla að koma frá mér minni hið á málinu þá er bara lokað á mig án viðvarana og án þess að gefa mér nokkurn kost á að standa fyrir mínu máli og verja mig.
Ég fæ síðan skriflegt leyfi hjá Kristjáni Sigurjónssyni til að nota hans síðu http://grefillinn.blog.is til að koma mínu frá mér en þá er lokað á hann, ekki bara síðuna sem ég fékk leyfi hjá honum til að nota, heldur á hitt bloggið hans líka, http://kiddisi.blog.is sem kom málinu nákvæmlega ekkert við og hafði ekki einu sinni verið notuð til að minnast á þetta mál.
Frændi minn, Steindór Friðriksson, stofnaði þá bloggsíðu http://ofbeldi.blog.is í gær til að blogga um málið, en blog.is lokaði síðunni hans umsviflaust. Þess ber að geta að Steindór hefur aldrei áður stofnað bloggsíðu hjá blog.is og skrifaði bara eina staka færslu þar sem hann var að reyna að vekja athygli á þvi óréttlæti sem þarna hefur átt sér stað. Búmm, bara lokað án skýringa.
Síðan kemst ég að því í morgun að ég get ekki einu sinni skrifað lengur ahugasemdir inn hjá öðrum á blog.is.
Ég hef í talsverðan tíma haft gaman af því að skrifa athugasemdir við annarra mann blogg og oftast reynt að hafa þær á léttum nótum enda leiðist mér allt argaþrasið sem er i gangi, fyrir utan að ég er áhugamaður um bætt bloggsiðferði og berst gegn því sem ég kalla ofbeldi á netinu.
Aldrei nokkurn tíma hef ég áður verið sakaður um að vera svokallað "tröll". Aldrei hef ég fengið eina einustu "viðvörun" frá blog.is enda hef ég aldrei gert neitt af mér.
Alltaf hef ég komið fram undir fullu nafni þótt Greill hafi verið mitt höfundarnafn.
Að ég skuli allt í einu vera úthrópað "tröll" er því afar ómaklegt svo ekki sé meira sagt, enda er aðaleinkenni svokallaðra "net-trölla" að þar er á ferðinni fólk sem leynir því hvert það er í raun og veru. Það hefur aldrei átt við mig.
Það er heldur ekki við mig einann að sakast þótt þetta hafi allt farið í háaloft milli okkar Kristins. Það byrjaði ekki fyrr en hann sveik loforð sitt um að standa við þær reglur sem fara átti eftir í umræðunni og kom þannig í veg fyrir að mér tækist að ljúka mínu máli ... sem átti samkvæmt reglunum að vera 20 innlegg.
Síðan versnaði málið þegar hann falsaði umræðuna eftir að henni var lokið og lokaði síðan á mig í kjölfarið til að útiloka mig frá sínum síðum og að ég fengi að tjá mig þar.
Eftir þetta leystist þetta allt upp í vitleysu þar sem stór orð féllu, vissulega, en þau féllu á báða bóga, ekki bara mín megin eins og Kristinn og félagar vilja nú að allir trúi.
Ég fékk að sjálfsögðu engar skýringar frá blog.is á því út af hverju ég var útilokður svona algjörlega frá blog.is en það væri fínt að fá slíkt skriflegt.
Með kveðju.
Guðbergur Íslifsson/Grefill
Grefill (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 21:51
Þetta er leiðindamál Grefill.
En finnst þér þú ekkert hafa gengið kannski aðeins of langt ? :Þ
Er ekki að taka málstað Kristinns frekar en þíns, þekki hann sama sem ekkert þótt við séum báðir aðilar í samtökunum Vantrú. Vill bara spurja þig að þessu.
En ég kíkti stundum á umræðurnar, ég las þær ekki allar, en fylgdist sérstaklega með eftirmálunum. Og þar var rosalega mikið um gífuryrði og stór orð. Kannski á báða bóga en mun meira frá þér. Þú getur ekki neitað því.
Eins og ég sagði í athugasemd við aðra færslu, var þetta virkilega þess virði ? Missir bloggin þín sem þú hefur lagt mikla vinnu í.... og fyrir hvað ? kenna þessum vantrúargaurum að þeir mega sko ekki vera dónalegir á blogginu. Og síðan varst þú ekkert minna dónalegur. :/
Vona að þú komir bloggunum þínum upp, hvort sem það verður á blog.is eða annarstaðar.
ThoR-E, 6.8.2010 kl. 10:42
Heil og sæl! Ykkur til glöggvunar!.
Taktu eftir því, Björn, að skilyrði Grefils voru þessi:
Ef Kristinn hefur vald til að láta opna aftur á mig og það verður gert mun ég eyða út öllum færslum um málið og ekki segja orð um það hér meir.
Þetta er afar skilyrt hjá karlinum, og hefði sem sagt ekki haft nokkur áhrif á lætin í honum ef blog.is hefði ekki orðið við beiðni minni, sem í ljós kom að hefði ekki verið gert. Þetta hefði því ekki breytt neinu.
Þú segir síðan:
Nú skilst mér að Kristinn hafi rofið sáttina með viðbótarkröfum um afsökunarbeiðnir og sitthvað fleira.
Nei, nei, ég bað aldrei um afsökunarbeiðni, og ég gaf meira að segja eftir kröfuna um að aldrei mætti Grefill skrifa neitt um mig. Ég sagði bara að ég gæti ekki með góðri samvisku mælt með opnun á hann, ef hann gæfi hvergi til kynna að hann hefði gengið of langt í látum sínum gegn mér, hann mætti bölva mér og skammast, en yrði að viðurkenna við bloggara að hann hefði gengið of langt - án þess að biðjast afsökunar, það var ekki skilyrði. Ég hikaði síðan til morguns þangað til Sæmi skoraði á mig að drífa í að óska eftir opnun á hann sem ég hefði gert, en þá var Grefill búinn að birta frá mér póstinn og taka "sáttina" af borðinu.
Það er síðan tvennt afar áhugavert við lýsingar Grefils á málinu.
Í fyrsta lagi skrifaði hann sjálfur alveg stórkostlegt innlegg þar sem hann hélt því fram að allir viðmælendur hans væru rosaleg fífl að sjá ekki að hann hefði verið að gabba okkur og atast í okkur með framkomu sinni. Þess vegna héldu menn að hann væri troll og sumir kölluðu hann geðveikan. En hann lætur hér að ofan eins og það hafi verið tilefnislaus ályktun.
Innlegg Guðbergs (Grefils) var svona:
Jæja, krakkar, þá er þessu lokið í bili.
Var þetta ekki gaman?
Mér fannst það.
Leiðinlegt samt að ég skyldi hafa rangt fyrir mér.
Sagði ég ekki að enginn maður gæti verið siðlaus með öllu?
Minnir það.
Ja ... maður getur víst ekki verið með allt á hreinu alltaf. Það góða við að hafa rangt fyrir sér að þá er maður bara að læra eitthvað nýtt.
Fannst ykkur ekki fyndið annars hvernig gamla múmían þarna, hvað hét hún ... Teó ... eitthvað ... hvernig hún reyndi að sprikla til að bjarga sér upp úr drullupollinum og fattaði ekki að þá blotnaði hún bara alltaf meira og sökk bara dýpra? Ha, ha, ha ... æ, þessar múmíur ... geta verið alveg milljón.
Og þessi þarna sem lék fávitann sem hermdi bara eftir hinum? Matt eitthvað. Hann var góður. Lék svo vel að maður gæti haldið að hann VÆRI fáviti. Ha, ha, ha.
Svo var hann alltaf dæmalaus, tókuð þið efir því? Svona eins og Denni dæmalausi, ha, ha, ha.
Annars fannst mér langbest atriðið þegar aðalgæinn þarna, þessi með pulsuandlitið, fattaði allt í einu að það var verið að taka hann í rassgatið.
Þvílík snilld. Svipurinn á honum! Hann sem hélt að hann væri aðal. Hann sem hélt að hann væri THE MAN!
Nei, nei, þá kemur bara einhver asni og ... búmm. Klæðir hann úr fyrir framan alla hina glæponana sem bara ... vó, vó, vó! Foringinn er allsber! Bara á böllinum og með skítarák á lærinu. Ojjjííííí.
Ha, ha, ha. Vá. Djöfull var það fyndið.
Hvað varð annars um alla hina? Svenna og Ragga og Hjalta og þá?
Nú? Fóru þeir að rúnka sér bara? Það kemur varla mikið út úr því, he, he, he. Hjalti hlýtur nú að hafa boðað eitthvað í leiðinni. Ha, ha, ha.
En ... hey, allt þetta þarna pakk í ... eh .... hvað hét það aftur ... já, Vúdú! Hvað varð af þeim? Nú? Vantrú, já. Eitthvað svoleiðis. Hvað varð um þá, tókuð þið eftir því?
Ætli þeir hafi hlaupið bara aftur heim til mömmu? Þeir voru þesslegir alla vega eftir að foringinn skeit á sig.
Þeir ráðast þá kannski ekki oftar á gamlar konur sem trúa á Guð.
Það er gott.
En ... aðalatriðið ... það var að fella foringjann. Þennan sem hélt að hann væri rökræðusnillingur. Nú sjá allir að hann var bara blöff. Gúmmí. Gat í raun ekki rökrætt við neinn um neitt nema þessi fífl sem héngu utan í honum og héldu að HANN væri hinn eini sanni. Guð? Nei, þeir trúa ekki á Guð, maður. Láttu þettta ekki einu sinni útúr þér, þú særir þá svo mikið.
"Komdu með röööök maður, rööööööööök" ... ha, ha, ha. Þvílíkur vælukjói.
En hvað? Drapst hann? Nú? Lifði hann af?
Ha? Fór í bílabransann?
Hvað segirðu?
Og ég sem hélt að hann kynni bara einhverjar skilgreiningar.
"ALMENNAR" skilgreiningar, ha, ha, ha.
Það var alla vega það eina sem hann SAGÐI, ha, ha, ha ... vitlaus var hann, mar.
"Komdu með röööök maður, rööööööööök" ... ha, ha, ha ... bara get ekki hætt að hlæja að þessu.
Djöfull tókum við þá annars strákar, þessa andskotans ræfla. Þeir fengu það beint í brúnt rassgatið!
Eins og hjá Jónínu, ha, ha, ha.
En ... jæja ...
Nú er tjaldið víst fallið. Djókurinn búinn.
Kominn tími til að drífa sig. Óskar, ertu memm?
Mætum aftur þegar þessir andskotar fara aftur á kreik að hrekkja gamlar konur.
Sjáumst fífl! Vantrú hvað?
You've been punk'd! Bjálfar!
Guðbergur Ísleifsson, 26.7.2010 kl. 11:34
Og síðan kom hann með:
Þakka þér Kristinn. Og ykkur öllum fyrir þátttökuna.
Þú vissir ekki neitt, Theódór. Ég tók ykkur alla í grænt.
Af hverju?
Af því að ég þoli ekki hrokann í ykkur Vantrúarmönnum.
Alltaf mættir þar sem einhver minnist á guð.
"Nú? Þá hlýtur þú líka að trúa á Nóaflóðið." ... "Djöfull hlýturðu þá að vera vitlaus".
Ég gaf ykkur tvö hint.
Mitt fyrsta komment hjá Hrannari. Lesið það aftur.
Og svo þegar ég sagði ykkur að ég hefði verið Kvak. [kvak.blog.is þar sem hann gerði sér upp ofsalega trú og bænahald]
Þið skoðuð það ekki einu sinni.
Svo uppteknir alltaf af því að "rökræða" og hafa "rétt" fyir ykkur að þið lesið ekki einu sinni það sem fólk er að segja ykkur. Gerið bara ráð fyrir að allir hafi rangt fyrir sér fyrirfram.
Nema þið.
Það ÞOLI ég ekki.
Það eru nefnilega ALLIR asnar inn við beinið og þeir sem viðurkenna það ekki eru hrokagikkir sem þurfa ráðningu.
Vona að þið hafið lært eitthvað.
Guðbergur Ísleifsson, 26.7.2010 kl. 12:06
Og síðan segir Guðbergur:
Þetta var sprenghlægilegt.
Bara allt of mikil vinna.
Guðbergur Ísleifsson, 26.7.2010 kl. 12:16
Allir sem þekkja orðið "punk'd" vita að átt er við falda myndvél, leikarskap og grín til að æsa aðra upp. Síðan útskýrir Grefill að hann hafi verið á bakvið grínið kvak.blog.is og segist vera að gabba okkur alla. En, nú heldur Grefill því fram að hann hafi aldrei gefið neitt í skyn sem kallað gæti á hugleiðingar um að hann sé troll (einhver sem fiskar rifrildi með uppgerð og stælum).
Síðan segir Guðbergur hér að ofan:
Auk þess ... ef ummæli mín um Kristinn fara fyrir brjóstið á mönnum, sem ég get alveg skilið að þau geri í einhverjum tilvikum, þá eru þau samt bara barnaleikur miðað við ummæli hans og hans manna um mig í gegnum þessa orrahríð. Á það er líka auðvelt að benda og sýna sannanlega.
Ég skora á menn að reyna að finna ummæli eftir mig um Grefil sem hann þarf/þurfti að hafa áhyggjur af. Málið er að ég hafði ekkert ósæmilegt sagt um Guðberg fyrir lætin sem ollu lokun á hann og lítið sem ekkert eftir heldur, því ég var ekkert að reyna að klekkja á honum og mér var ekkert illa við hann. Aðrir sögðu eitt og annað, en það var ekki ég og ekki á mínum vegum í neinum skilningi, nema ég eigi að sama skapi fara að gera Guðberg ábyrgan fyrir innleggjum sinna trúar-skoðanabræðra, en það hef ég einmitt ekki gert og geri hann ekkert ábyrgan fyrir slíku, þótt frændi hans Steindór hafi sem dæmi komið með eina sóðalegustu lummuna sem sést hefur í þessum deilum - en það er ekki Grefli að kenna og ég tala ekki alltaf um Guðberg og vini hans í sömu andrá, eins og hann gerir um mig.
En lokagreinin um þessa vitleysu er hér, ég er hættur: Málavextir - stutta og skýra útgáfan - lokaorðið um Grefil (Guðberg)
Kristinn Theódórsson, 7.8.2010 kl. 01:02
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ef Kristinn hefur vald til að láta opna aftur á mig og það verður gert mun ég eyða út öllum færslum um málið og ekki segja orð um það hér meir.