5.8.2010 | 23:51
Borgarstjóri í draggi
Óvæntur gestur birtist á opnunarhátíð Hinsegin daga í Íslensku óperunni í kvöld. Það var borgarstjóri Múminálfanna, sjálfur Jón Gnarr. Herra borgarstjóri Reykvíkinga, klæddur eins og dragdrottning. Eins og hver önnur drottning með glott á vör!
Ég þarf enn að klípa mig í handleggina. Eru kosningarnar afstaðnar? Er Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík? Tell me seven times!
Sumt er auðvitað ótrúlegra en annað og þegar það ótrúlegasta verður að sannleika og staðreyndum setur settlega borgara hljóða, en aðrir brosa í kampinn.
Reykjavík er orðin Kardimommubærinn í villtustu draumum Kaspers, Jespers og Jónatans.
Bastían bæjarfógeti, Dagur og Hanna Birna glotta út í annað.
Svona er Reykjavík í dag!
Óvæntur gestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins best og ég get séð þá er hann að sýna samkynhneigðu fólki stuðning á þeirra dögum?
Er eitthvað að því ef ég mætti spurja?
Óðinn Thor (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 00:37
Voðalega er fólk alvörugefið eitthvað.
Þarf fólk að missa trúverðugleika og virðingu þó það kunni að skemmta sér og öðrum?
Mér finnst þetta bara flott hjá honum.
Þórdís Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 00:51
Betra skilið ?
Saknarðu þess að hafa uppskrúfaðan borgarstjóra í Boss jakkafötum sem aldrei sést.
Hvað er að ?
Ég er stolt af því að vera Reykvíkingur þessa stundina.
Brosa !
Guðrún (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 01:02
Eru menn strax farnir að sakna hnífstungna og þess að hafa 3-4 borgarstjóra á launum.
Jóni Gnarr hefur tekist að fá Hönnu Birnu og Dag til að starfa saman það verður nú að teljast afrek ;)
Davíð (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 13:05
Þakka öllum innlitið! Góða helgi!
Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.