Borgarstjóri í draggi

Óvæntur gestur birtist á opnunarhátíð Hinsegin daga í Íslensku óperunni í kvöld. Það var borgarstjóri Múminálfanna, sjálfur Jón Gnarr. Herra borgarstjóri Reykvíkinga, klæddur eins og dragdrottning. Eins og hver önnur drottning með glott á vör!

Ég þarf enn að klípa mig í handleggina. Eru kosningarnar afstaðnar? Er Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík? Tell me seven times!

Sumt er auðvitað ótrúlegra en annað og þegar það ótrúlegasta verður að sannleika og staðreyndum setur settlega borgara hljóða, en aðrir brosa í kampinn.

Reykjavík er orðin Kardimommubærinn í villtustu draumum Kaspers, Jespers og Jónatans.

Bastían bæjarfógeti, Dagur og Hanna Birna glotta út í annað.

Svona er Reykjavík í dag!

 


mbl.is Óvæntur gestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins best og ég get séð þá er hann að sýna samkynhneigðu fólki stuðning á þeirra dögum?

Er eitthvað að því ef ég mætti spurja?

Óðinn Thor (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 00:37

2 identicon

Voðalega er fólk alvörugefið eitthvað.

Þarf fólk að missa trúverðugleika og virðingu þó það kunni að skemmta sér og öðrum?

Mér finnst þetta bara flott hjá honum. 

Þórdís Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 00:51

3 identicon

Betra skilið ?

Saknarðu þess að hafa uppskrúfaðan borgarstjóra í Boss jakkafötum sem aldrei sést.

Hvað er að ?

Ég er stolt af því að vera Reykvíkingur þessa stundina.

Brosa !

Guðrún (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 01:02

4 identicon

Eru menn strax farnir að sakna hnífstungna og þess að hafa 3-4 borgarstjóra á launum. 

Jóni Gnarr hefur tekist að fá Hönnu Birnu og Dag til að starfa saman það verður nú að teljast afrek ;)

Davíð (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 13:05

5 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka öllum innlitið! Góða helgi!

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband