Algjör falleinkunn

„Frumvarpið felur því í sér að mati Samkeppniseftirlitsins alvararlegar aðgangshindranir, hefur hamlandi áhrif á framleiðslu- og hagræðingarmöguleika bænda og takmarkar samkeppni í vinnslu og sölu mjólkurafurða neytendum til tjóns."

Frumvarp Jóns Bjarnasonar fær hér algjöra falleinkunn. Bændur eiga allt gott skilið, en það eiga neytendur í þessu landi líka.

Þessir sömu neytendur og borga bæði fyrir mjólkurdropana með sköttunum sínum og svo aftur í verslunum.

Samkeppniseftirlitið virðist skilja það, en ráðherrann ekki.

Ég hef sjaldan séð einokunar sinnaða stjórnmálamenn rassskellta jafn hressilega og Samkeppnisstofnun gerir hér. Í guðanna bænum lesið álitið:  Sjá nánar hér  


mbl.is Segja frumvarp draga úr samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt hvað heyrist lítið í þingmönnum vegna þessa máls, sem skýrist að öllum líkindum af því að forpokaháttur og afturhaldssemi hefur alltaf verið aðalsmerki Íslendinga og flestir þingmenn eru því miður framsóknarmenn þegar á reynir. Amen.

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 15:20

2 Smámynd: Björn Birgisson

Það mun nú heyrast eitthvað um þetta mál þegar Alþingi kemur saman að loknu sumarleyfinu.

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 15:45

3 identicon

12 litlir ráðherrar........  2 þeirra voru rasskelltir og þá eru eftir 10 !

Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 16:17

4 Smámynd: Björn Birgisson

Góður, Hilmar

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 16:21

5 identicon

Athugasemd sem tengist ekki beint því sem þú ert að tala um núna en eftir lestur á blogginu þínu þá kemst maður ekki hjá því að þér er í nöp við sjávarútvegsmenn.  Helst væri að skilja að þú sért fyrrverandi sjómaður sem seldir frá þér kvóta, græddir vel á því og viljir núna aftur fara á sjó.  Ég veit það reyndar ekki en það væri gaman að vita á hvaða forsendum þú ert alltaf að hallmæla útgerðum.

prakkari (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:00

6 Smámynd: Björn Birgisson

prakkari, nefndu dæmi um að ég hallmæli útgerðum. Segðu svo til nafns, það er mannborulegra!

Ég er ekki fyrrverandi kvótasölumaður.

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 18:10

7 identicon

Útgerðir, kvótaeigendur.  Hef ekki betur séð en þú sért vel á tíðum að hallmæla þeim.  Einnig var ég á því að það væri lögbrot að hvetja til lögbrots en í einni færslu þinni hérna hvattir þú menn að fara á handfæraveiðar án kvóta.  Hvað varðar nafn er það mun mannborulegra að fara að lögum en að hvetja til lögbrota.

prakkari (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:17

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ha, ha,ha....... prakkari, þú fylgist greinilega vel með karlinum og það þykir mér vænt um að sjá! Já, vissulega hvatti ég Aðalstein vin minn til veiða, í léttum tón þó, enda eiga handfæraveiðar að vera frjálsar við Ísland að langmestu leyti. Heldur þú virkilega að núverandi kvótahafar fari allir að lögum í hvívetna? Þú skammast þín ekkert fyrir nafnið þitt, er það nokkuð? Eða skoðanir þínar? Segi nú bara sona!

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 18:31

9 identicon

Einhvernveginn lyktar þetta frumvarp af vistarbandinu og einokun finnst mér. Prakkari ! Ég ekki BB ekki neitt, en mér finnst karkinn skeleggur og skemmtilegur sem vill, að mér virðist, hag hins almenna borgara sem mestan. Annars hafðu að gott vinur. Og enn og aftur, amen.

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:36

10 identicon

Afsakið, ég gleymdi þekki, altso: Ég þekki BB etc. 

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:38

11 identicon

Hvernig rökstyður þú að handfæraveiðar eiga að vera frjálsar?  Hvernig rökstyður þú það þá að þú eigir ekki að gera gengið í næstu laxveiðiá og veit þinn lax óháð hvort eitthvað stangveiðifélag hafi gert samning við einhvern bónda sem erfði jörðina eftir lang lang lang afa sinn sem settist þar að árið 1512

prakkari (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:42

12 identicon

Einhvernveginn hélt ég að þjóðin ætti miðin en einkaaðilar flestar laxveiðiár!

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:50

13 identicon

þjóðin á miðin heyr minn himnasmiður,  hún fær skatttekjur frá útgerð, sjómönnum, fiskvinnslufólki, fólki sem vinnur á fiskmörkuðum, hafnarvigtum, fluttningsfyrirtækjum, marel, osfrv. 

prakkari (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:55

14 identicon

Og fær kannski líka skatttekjur frá þeim sem stunda handfæraveiðar?

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 19:04

15 identicon

þjóðin fær skatttekjur þaðan líka :) enda fullt af bátum á handfærum.  Ætla rétt að vona að þeir sem eru á handfærum borgi ekki skatta. 

prakkari (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 19:09

16 Smámynd: Björn Birgisson

Hmmmmmm, því skyldu handfæramenn ekki borga skatta? Ganga þeir ekki á gangstéttum eða aka þeir ekki á malbikinu? Er verið að gefa í skyn að skakarar séu einhvers konar svifdýr? Verða þeir aldrei veikir? Eiga þeir ekki börn í skólum?

Jón Gnarr vill gera meira fyrir aumingja. Það hefur komið fram. Aumingjar borga ekki skatta. Handfæramenn eiga að borga skatta, enda afburðamenn til hugsunar og handa flestir hverjir, sem vilja sínu þjóðfélagi vel, en spurning hvað prakkarinn er að hugsa í því tilliti.

Borgar prakkarinn skatta eða nýtur hann aðallega skatta annarra? Margir Íslendingar gera einmitt það. Held að það séu aumingjarnir sem stefnuskrá Besta flokksins gat um.

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 19:31

17 identicon

biðst velvirðingar,  þetta átti að vera að ég ætla rétt að vona að handfærasjómenn borgi skatta enda eru laun þeirra mun mikið meiri en erfiðið við vinnuna er.  það sem ég átti við er að hvað réttlætir frjálsar handfæraveiðar?  Og ef þær væru leyfðar hvað réttlætir að miðað við skiptingu á aflaverðmæti að sá sem stundar handfæraveiðar eigi í raun 45% af þeim fiski sem veiðist.  Svo ég taki tölur handa honum Birni sem finnst að eigi að leyfa frjálsar handfæraveiðar þá skal taka það fram að ef tonn af þorski fer á markaði á 310.000.- þá fær sá sem veiðir það um 140.000.- þús fyrir að gera lítið sem ekki neitt annað en að eyða hvað kannski 12 tímum á sjó.  Björn er kannski að líta fram á að gerast sjómaður með sínum ummælum um að gefa þessar veiðar frjálsar. 

prakkari (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 19:44

18 identicon

Prakkari, ein spurning. Á hverju máli er amk tvær hliðar, ég geri ráð fyrir að þú eigir við með færslu #17 að sá sem kaupir kvóta þarf að greiða fyrir og á ekki svo mikið eftir. Spurningin er þessi; er eðlilegt að sá sem selur kvótann, og býr t.d. á Spáni, hagnist en þjóðin og t.d. þeir sem vilja halda við byggð í landinu (með því að kaupa kvóta af einkaaðilum) eiga að blæða?

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 19:58

19 Smámynd: Björn Birgisson

prakkari, þú ert ágætur þegar þú vandar þig! Hugmyndin um frjálsar handfæraveiðar er ekki frá mér komin, en ég styð hana fullkomlega. Af hverju? Jú, ég styð atvinnufrelsi í landinu okkar fallega og góða. Tilhugsunin um að allur kvóti landsmanna sé í höndum um 160 fjölskyldna í landinu hræðir næstum úr mér líftóruna.

Hvaða byggðir eiga að lifa og hverjar eiga að deyja? Hver á að ráða því?

Auðvelt er að setja þak á frjálsar handfæraveiðar, rétt eins og sett er á Strandveiðarnar nú, en það þak á að vera á fimmtándu hæð, en ekki fjórðu hæð Strandveiðanna.

Ég er ekki á leiðinni á sjó, nema sem farþegi, ef einhver af hetjum hafsins vill bjóða mér með í túr! Til er ég!

Fisknari en andskotinn sjálfur og er þar ekki leiðum að líkjast!

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 20:04

20 identicon

er það ekki markaðsframboð um hvar landið á að vera í byggð?  neyðir einhvern útí að leiga kvóta af þeim sem á kvóta?  Ef það er ekki þannig þá þarf þessi "Á Spáni að gera eitthvað í sínum málum" og hinn aðilinn sem leigir af honum getur alveg hætt að væla og fundið sér aðra vinnu.  En talandi um það þá átti ég við um frjálsar veiðar þar sem ég setti fram þessar tölur.  þess fyrir utan ef þið hefuð keypt kvóta fyrir nokkrum árum sem hefur verið skorinn niður fram og tilbaka á lánum sem hækka bara þá værið þið alveg til í að gefa þetta alveg frjálst en halda áfram að borga af lánunum ekki satt? 

prakkari (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 20:10

21 identicon

http://urval3bjorn.blog.is/blog/urval3bjorn/entry/1078304/  Hérna t.d. Björn.  Annars skoðaði ég nánar upplýsingar um þig og sá að þú ert fulltrúi trygginarfélags.  Sem er ágætt fyrir þig þannig lagað en sjaldan eða aldrei hef ég hitt fólk sem telur sig ekki í flestum ef ekki öllum tilfellum svikin af tryggingarfélögum :)  þess fyrir utan finnst þér líklegt að útgerðarfélög tryggi hjá þér ef þeir aðilar væru að lesa hvernig þú skrifar gagnvart útgerðarfélögum?

prakkari (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 20:18

22 identicon

Prakkari! Takk kærlega fyrir málefnalega umræðu og elskulegt viðmót þitt, erfitt er að eiga rökræður við svona ofjarl og orðsnilling! Annars sé ég ekki hvað umræðunni kemur við hvað síðueigandinn BB gerir, meira er um vert skoðanir hans og kjarkur. Karlinn er að mér finnst góður Íslendingur. Amen í þriðja veldi.

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 20:35

23 Smámynd: Björn Birgisson

prakkari, sniðugur ertu. Ég fann að tölvan mín hitnaði verulega við þessa leit þína. Veistu hvað, vinur sæll, hefði ég ekki ritað þessar góðu línur á sínum tíma, þá ætti ég það bara eftir. Góð áminning. Ég ætti kannski að endurbirta þennan fallega boðskap!

"Þess fyrir utan finnst þér líklegt að útgerðarfélög tryggi hjá þér ef þeir aðilar væru að lesa hvernig þú skrifar gagnvart útgerðarfélögum?"

prakkari, ég skrifa bara með minni þjóð. Hún er mér allt. Þú sem slíkur ert mér ekkert, svona nafnlaus.

Nafnlaus maður með hugrekkis tankinn tómann. En skrýtið nokk, tæknin er slík að ég veit hver þú ert.

Hvernig líst þér á það?

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 20:40

24 identicon

Nafnlaus eða ekki nafnlaus :) ef þú elskaðir þína þjóð þá værir þú eflaust ekki að vinna fyrir tryggingarfyrirtæki.  Frekar ef þú værir að vinna við sjálfboðavinnu hér og þar fyrir þína þjóð, en víst að tæknin er slík að þú veist mitt nafn hvernig væri þá að birta það,  væri allt í góðu mín vegna. Hvað varðar Heyr minn mjöður eða hvað hann nú kallar sig þá er ekkert málefnalegt við það sem hann segir,  en hann er jú sammála þér og þá er allt gott og blessunarlegt ekki satt? 

prakkari (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 20:49

25 identicon

Og sjá þú hefur ekki hugmynd um hver ég er,  þess fyrir utan hvort ég skrifa nafnlaust eða ekki þá er ég hvergi að brjóta lög ólíkt þér sem ert að hvetja menn að fara til handfæraveiða og brjóta lög.  Meira hugrekkið sem er fólgið í því að hvetja aðra til lögbrota en sitja svo sjálfur á rassinum. 

prakkari (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 21:00

26 Smámynd: Björn Birgisson

prakkari, þú hefur gengið of langt undir nafnleynd. Mínar skoðanir almennt á þjóðlífinu koma atvinnu minni nákvæmlega ekkert við. Þú ert með hræðsluáróður, sem mér fellur illa, þín vegna.

"............. en víst að tæknin er slík að þú veist mitt nafn hvernig væri þá að birta það,  væri allt í góðu mín vegna."

Sá sem velur að koma fram nafnlaus, eins og leyniskytta, kynnir sig sjálfur hafi hann þrek og þor til þess.

Þorir þú?

Mitt hlutverk verður aldrei í þessu lífi að kynna nafnlausa hugleysingja fyrir þessari þjóð. Það mun ávallt verða annarra verk eða þeirra sjálfra.

Svona er nú það, minn kæri!

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 21:09

27 identicon

láttu ekki svona :) reyndar smá seint í árina tekið en þú hefðir átt að mæta hingað á fiskidaginn mikla.  bestu kveðjur frá vel söddum prakkara

prakkari (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 19:18

28 Smámynd: Björn Birgisson

Verði þér að góðu, prakkari.

Björn Birgisson, 7.8.2010 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband