Það brugðust allir sem einn

"Á móti stóðu hinsvegar álit ýmissa annarra lögfræðinga sem gengu í aðra átt. Þetta segir í yfirlýsingu frá Seðlabanka Íslands í tilefni spurninga fjölmiðla í kjölfar fréttar DV þess efnis að Seðlabankanum hafi verið kunnugt um ólögmæti gengistryggðra lána þegar vorið 2009."

Flestir lögfræðingar þjóðarinnar eru menntaðir að mestu á kostnað þjóðarinnar. Alltaf þegar kemur að stórum álitamálum verða þeir að gera upp á milli þess hvað kemur þjóðinni best, eða fræðum sínum.

Dómstólarnir líka.

Rétt eins og fiskifræðingarnir hjá Hafró.

Fiskifræði eru vísindi í myrkri hafdjúpanna þar sem enginn sér neitt í myrkum djúpunum. Vísindi í myrkri.

Blind vísindi, án gleraugna?

Lögfræði er vísindi hinna kjaftforu og slóttugu. Hún snýst oft ekkert um rétt eða rangt. Hún snýst oft um slóttugheit og að sanna að sannleikurinn á hvolfi sé betri en sannleikur á réttum kili.

Ég gef nákvæmlega ekkert fyrir lögfræðiálit gerð fyrir nokkrum árum, sem nú, eftirá, eiga að varpa ljósi á hver brást í stjórnsýslunni og hver ekki.

Við vitum að allir brugðust. Það er algjörlega kristalklárt. Það er stóra málið sem þjóðin þekkir nú all vel.

Sérhver öskukall og skúringakelling getur sagt okkur það og verður trúað.


mbl.is Seðlabankinn ekki dómstóll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki enn hitt lögfræðing sem ekki vill að þú segir honum hvað þér eigi að finnast - gegn greiðslu vitaskuld! Og hef þurft að umgangast þá marga...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 23:19

2 identicon

"..hvað honum eigi að finnast.." held ég að þetta hafi átt að vera. Veit það þó ekki sjálfur!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 23:21

3 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki vissi ég að alvöru andarmæður á Íslandi umgengjust aðra en steggina sína. Skil nú að verði breyting þar á er það auðvitað lögregluandamál, með innskoti lögfræðinga, sem þá væntanlega taka alltaf veð í eggjunum! Þá er bara að klemma! .................  

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 23:45

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Góð grein Björn, og um lögmenn er ég sérstaklega sammála, hefur heyrt þennann:

Lögfræðingur: Þú segir að stiginn hafi legið niður í kjallara? Vitni: Já.
   Lögfræðingur: Þessi stigi, lá
hann einnig upp úr kjallaranum?

Guðmundur Júlíusson, 7.8.2010 kl. 00:15

5 Smámynd: Björn Birgisson

Góður!

Björn Birgisson, 7.8.2010 kl. 01:34

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Lögfræði eru vísindi hinna kjaftforu og slóttugu!"

Nokkuð sönn lýsing held ég.

Og góð líka samlíkingin við fiskifræðinga Hafró.

Árni Gunnarsson, 7.8.2010 kl. 20:13

7 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér innlitið, Árni Gunnarsson.

Björn Birgisson, 7.8.2010 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband