Kínagull í kvótanum?

"Samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu mega erlendir aðilar ekki eiga meira en 25% í sjávarútvegsfyrirtæki. Spurningar hafa vaknað um hvort verið sé að reyna að fela eignaraðild Jason að fyrirtækinu í gegnum þessi fyrirtæki. Steindór segir svo ekki vera."

"Útgerðarfélagið Stormur Seafood hefur á undanförnum mánuðum fest kaup á um 1200 tonnum af kvóta og fimm útgerðarfélögum sem munu renna inn í rekstur Storms á næstunni. Fram hefur komið, að ein ríkasta fjölskylda Kína á 43 % í Stormi." segir ruv.is 

Það er nú það. Ef nánari könnun leiðir í ljós að Steindór eigi ekki alveg samleið með sannleikanum í þessu máli - hvað verður þá gert?

Hafa menn trú á að þessi hraðfara uppsveifla Storms Seafood á kvótamarkaðnum verði stöðvuð vegna nokkurra gullskildinga frá Kína?

Hafa menn trú á að þessi 25% regla hafi til þessa verið virt?

Reglur eru til að brjóta þær. Það vita allir!


mbl.is Vill vita hver eigi Storm Seafood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Björn. Þetta  er 25% í beinni eignaraðild og samtals 49.% í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög.

 

Árni Mathiessen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra virðist alla vega hafa vitað betur en Jón Bjarna, eins og hluti úr ræðu sem hann flutti á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva 6. Október árið 2000 ber með sér.

Árni : "Nú er það svo að erlendir aðilar geta átt allt að 49.9% í íslensku fyrirtæki, með óbeinni eignaraðild. Í umræðunni hefur komið fram að þeir möguleikar sem opnir eru hér á landi hafa ekki verið nýttir og jafnvel lítið verið reynt að nýta þá".

 Það er algerlega óþarfi að óttast erlent eignarhald í sjálfu sér, ef tryggt verður að eignarhaldið á auðlindinni sé þjóðarinnar og ráðstöfunarrétturinn einnig. Þá verður að búa svo um hnútana að rentan af auðlindinni nýtist sem best hér innanlands ásamt því að hún skapi sem mesta atvinnu.

En því er bara ekki að heilsa í dag. Fiskur er eins og þú veist Björn fluttur út ferskur og óunninn í miklu magni bara frá þínum heimabæ. Þar fer hann í vinnslu í erlendum fyrirtækjum sem þessi sömu grindvísku fyrirtæki eiga og reka. Þannig selja þau fiskinn úr óunninn til sjálf síns og hirða framlegðina að verulegu leyti erlendis í stað þess að gera það hér heima. Svo má guð einnig vita hvernig verðlagningunni er háttað þarna a milli?  Eftir inngöngu okkar í ESB falla alla vega niður tollar á unnum fiskafurðum frá Íslandi inn á meginlandið...Af hverju LÍÚ menn vilja það ekki er einnig spurning sem vert er að velta fyrir sér í þessu sambandi.   

Atli Hermannsson., 7.8.2010 kl. 16:18

2 Smámynd: Björn Birgisson

"Eftir inngöngu okkar í ESB falla alla vega niður tollar á unnum fiskafurðum frá Íslandi inn á meginlandið...Af hverju LÍÚ menn vilja það ekki er einnig spurning sem vert er að velta fyrir sér í þessu sambandi."

Atli, átt þú svar við þeirri spurningu? Og hefur þú trú á að Íslandi fari inn í ESB?

Björn Birgisson, 7.8.2010 kl. 16:28

3 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Atli hvað telst vera óunnin fiskur eru það flök úr frystitogara,flattur saltfiskur,fersk flök í flug,ferskur hausaður í flug eða ertu að tala um fisk sem fer í gáma.

Magnús Gunnarsson, 7.8.2010 kl. 18:47

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

 Björn, ég hef svar við þessu þó ég ætli ekki að láta það uppi hér og nú. En það er tímabært að fólk far að velta þessu fyrir sér.

En bæði þú og Magnús megið vita að mjög víða á meginlandinu eru bæði smáar og stórar fiskréttaverksmiðjur sem skapa þúsundum ef ekki tugþúsundum manna atvinnu. Ég hef ekki kynt mér þetta að neinu gagni – á kannski eftir að gera það. En ég vann nú eitt sinn hjá fyrirtæki sem seldi sjávarafurðir og þá hef ég á ferðum mínum á sýningar furðað mig á því af hverju við nýtum okkur þetta hér heima að einhverju marki. Það er nefnilega 500 milljóna manna markaður þarna úti og hann er svo mikið er víst ekki  bara í soðningunni. En eftir inngöngu falla niður tollar á unnum fiskafurðum  og þá getur staðan snögglega breyst. En í dag þá eru meira að segja fiskbollurnar frá ORA fluttar hingað inn frá Færeyjum.  

Björn:  Ég hef trú á því að við förum í ESB. Þegar allur almenningur hefur áttar sig á því að megnið af því sem andstæðingar aðildar halda á lofti er hugarburður og grímulaus sérhagsmunagæsla fyrir fáeina útvalina mun almenningsálitið fljótt breytast.

Atli Hermannsson., 7.8.2010 kl. 21:42

5 Smámynd: Björn Birgisson

Atli, ég þakka þér kærlega fyrir þín innlegg. Þú segir: "Þegar allur almenningur hefur áttað sig á því að megnið af því sem andstæðingar aðildar halda á lofti er hugarburður og grímulaus sérhagsmunagæsla fyrir fáeina útvalda mun almenningsálitið fljótt breytast."

Undir þetta tek ég. Grimmdin í andstæðingum aðildarviðræðna er alls ekki eðlileg.

Þjóðin hefur svo lokaorðið. Enginn á að þurfa að óttast lýðræðislegar kosningar, nema kannski sá sem hefur vondan málstað að verja.

Björn Birgisson, 7.8.2010 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband