Blessað brennivínið

Nú er enn og aftur að skella á laugardagskvöld og víða verður tappi dreginn úr stút. Hér á eftir fer algjör skyldulesning fyrir alla þá sem ætla sér að detta í það í kvöld, því allir verða að vita hver forsaga þess að detta í það er! Óupplýstur drukkinn maður gæti farið að misskilja brennivínið og þannig komið á það megnasta óorði! 

Menn lærðu snemma að áfengir drykkir urðu til ef þeir geymdu ávaxtasafa, hunang eða uppbleytt korn við vissar aðstæður. Við vitum nú að gerlar komast í þessa drykki eða saftir og brjóta niður sykurefnin sem í þeim eru. Gerlarnir nota þessar efnabreytingar til að búa til orku en um leið myndast aukaefni ethýlalkóhól og koldíoxíð. Áfengið er því úrgangur þessara gerla og er líkt og margur annar úrgangur eitrað. Þegar áfengið er orðið um 15% í vökvanum sem er að gerjast drepur það gerlana og gerjunin hættir.

Vín verður til þegar sykurefnin í ávöxtum eru látnir gerjast. Menn lærðu einhvern veginn að ávaxtasafi varð áfengur ef vissir ávextir voru marðir og safanum var safnað í ílát og látinn standa.

Fyrstu skrifuðu heimildirnar um vínframleiðslu eru 6000 ára og eru frá Egyptalandi. Á þeim tíma tilbáðu Egyptar Osiris sem vínguð og guð dauðans. Fornleifar benda til þess að vín hafi verið framleitt að minnsta kosti 2000 árum fyrr. Vín er einnig nefnt nokkrum sinnum í Kviðum Hómers.

Þegar hunang er látið gerjast myndast mjöður. Slík áfengisframleiðsla er mjög algeng meðal ýmissa frumbyggja. Í Hávamálum er vikið að miðinum og notkun hans og í Íslendinga sögum má lesa um ofdrykkju mjaðar.

Bjór verður til við að láta sykurefni í korni gerjast. Fyrstu skrifuðu heimildirnar um bjórframleiðslu eru um 4000 ára en fornleifar benda til þess að bjór hafi verið notaður að minnsta kosti 8000 árum fyrir Krists burð. Sá bjór var mun þykkari og matarmeiri en sá bjór sem við nú þekkjum.

Með eimingu tókst að búa til mun sterkara áfengi úr víni, miði eða bjór. Gerjaður vökvi er þá hitaður og sýður þá áfengið á undan vatninu og myndar gufu. Ef gufan er leidd í rör og kæld þéttist hún og verður að vökva og hafa menn þá í höndunum mun sterkara áfengi en vín og bjór. Slíkur vökvi fékk latneska heitið spiritus, vínandi. Sagt er að Kínverjar hafi fyrstir kunnað listina að eima. Af þeim lærðu Arabar það og heimildir eru til um að Arabar hafi búið til sterkt áfengi um 860. Frakkar urðu fyrstir Evrópumanna til að læra þessa list á 13. öld. Sterkt áfengi var fyrst notað á Norðurlöndum á 16. öld.

Snemma kom upp mikill áfengisvandi meðal menningarþjóða. Þannig er áfengisvandi talinn hafa verið ein af megin ástæðum fyrir hnignun Rómarveldis.

Múhameð hafði áfengisbann í Kóraninum vegna hræðilegs áfengisvandamáls sem herjaði á Araba um þær mundir sem hann var uppi. Áfengisvandamál voru mjög áberandi í Evrópu, Bandaríkjunum og einnig hér á landi á ofanverðri síðustu öld.

Ef litið er til dagsins í dag hafa um 90% íbúa í vestrænum þjóðfélögum sem eru eldri en 18 ára einhvern tímann drukkið áfengi. Um 10% íbúanna drekka um helming alls áfengis á hverjum tíma. Ástæða þykir að hafa sérstök lög um sölu, dreifingu og framleiðslu áfengis þar sem allir drykkir sem innihalda meira magn af áfengi en 2,25% eru skilgreindir sem áfengi. Á Íslandi eru nú 22% líkur fyrir karla og 10 % líkur fyrir konur að verða vímuefnafíklar einhvern tíma á ævinni og í 80 % tilvika er vímuefnaröskunin fyrst og fremst áfengissýki.

Í dag er áfengisframleiðsla í föstum skorðum og styðst við fastmótaðar hefðir.

  • Þannig er bjór venjulega að styrkleika 3,5-5%.
  • Vín eru framleidd úr vínberjum og eru að styrkleika 8-17%.
  • Vín þar sem hreinu áfengi er bætt í eru að styrkleika um 20% og nefnd sherry eða portvín.
  • Að lokum eru sterkir drykkir eins og gin, whisky eða vodka.
  • Sterkir drykkir geta verið sætir og með ávaxtabragði og eru þá kallaðir líkjörar.

Áfengi til iðnaðar er oft gert ódrykkjarhæft með því að blanda vondum bragðefnum og efnum sem valda ógleði og uppköstum saman við áfengið eins og í spritti og rauðspritti.

Áfengi til lyfjagerðar er mjög sterkt og hreint en dæmi um slíkt er Spiritus Forte og Absolutus. Spíritus Forte er mjög sterkt áfengi, en Spíritus Absolutus er nær hreint áfengi.

Allur þessi fróðleikur um áfengið er takinn af vef SÁÁ!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Talið er að þeyttur rjómi hafi upphaflega orðið til þegar bóndi nokkur flutti rjóma í trogum á hesti í kargaþýfi. Svo má kannski einnig geta þess að guð almáttugur skapaði heiminn úr engu löngu fyrir tíma íslenska bankakerfisins.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.8.2010 kl. 18:34

2 Smámynd: Björn Birgisson

En íslenska bankakerfið gjörbreytti honum til hins betra. Því megum við aldrei gleyma. Ég hélt að þeyttur rjómi hefði uppgötvast á bæ í afdölum þegar bóndinn gerði sér dælt, aftanfrá, við vinnukonu sem sinnti sínum störfum við skilvinduna.

Björn Birgisson, 7.8.2010 kl. 19:11

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þú ert að rugla saman staðreyndum og brandara, Björn. Brandarinn er hins vegar svo klúr að ekki er hægt að fara með hann nema að viðstöddu fámenni. En hann endar á því að vinnukonan segir að hún hafi bara aldrei séð fyllt á hann fyrr eða eitthvað í þá áttina.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.8.2010 kl. 19:29

4 Smámynd: Björn Birgisson

Látt'ann bara koma. Erum við ekki bara tveir hér inni?

Björn Birgisson, 7.8.2010 kl. 19:31

5 identicon

Ég sem að farinn var að semja þetta fína svarblogg um þína frábæru vitneskju um áfengi og uppruna þess, hélt sem svo að þú hlytir að vera vanur bruggari með meiru, ætlaði meira að segja að panta nokkra lítra hjá þér, en þá kom niðurlagið:

Allur þessi fróðleikur um áfengið er tekinn af vef SÁÁ!

Þar fauk það!

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 21:06

6 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur minn, fyrir nokkrum árum bruggaði ég reglulega rauðvín og var orðinn reglulega lunkinn við þá iðju. Síðan kom kreppan og ég hef hagnast svo vel á henni að nú fer ég bara í vínbúðina þegar mig vantar eitthvað út í kaffið, annað en mjólk!

Björn Birgisson, 7.8.2010 kl. 21:25

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ók, asninn ég stóð í þeirri trú að þessu væri öfugt farið, ég  hef aldrei bruggað, en þegar að kreppann skall á byrjaði ég!!!! en það er bara ég sem ekki hef hagnast á kreppunni!!! ???

Guðmundur Júlíusson, 7.8.2010 kl. 22:11

8 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, kreppan er stórfín! Algjör dúlla!

Björn Birgisson, 7.8.2010 kl. 23:53

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

.

.

.

Brennivín er besti matur,
bragðið góða svíkur eigi.
Eins og hundur fell ég flatur
fyrir því á hverjum degi.
Höfundur:
Haraldur Hjálmarsson, Kambi Deildardal 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.8.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband