8.8.2010 | 19:54
Góðir skattar og vondir skattar?
"David Stockman, efnahagsráðgjafi Ronalds Reagan fyrrverandi Bandaríkjaforseta og yfirlýstur íhaldsmaður, óttast að áætlanir um skattalækkanir í Bandaríkjunum geti þýtt þjóðargjaldþrot fyrir landið.
Það var George Bush yngri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sem setti fram hugmyndirnar sem Stockman telur að geti gert Bandaríkin gjaldþrota. Danski viðskiptavefurinn epn.dk segir að ummæli Stockmans komi mörgum á óvart enda hafi hann verið ákafur talsmaður þess fyrir þrjátíu árum að beita skattalækkunum til að koma hjólum efnahagslífsins af stað á ný.
Stockman segir að aðrar aðstæður séu nú fyrir hendi. Ástæðan sé sú að opinber útgjöld og útgjöld í einkageiranum hafi hækkað gríðarlega." segir vísir.is
Það er nú það. Ríkissjóðir eru eins og launafólk. Ef þeir eyða langt um efni fram, eins og hefur til dæmis verið gert hér á landi, er þörf fyrir mikla skattaálagningu, annars fer allt á hausinn.
Þetta er nú ekki flókið.
Þetta er eins í öllum löndum heimsins.
Vinstri menn skilja þetta, en hægri menn, til dæmis hérlendis, hafa kosið að berja höfðum sínum í sífellu í steininn.
Svo undir tekur í fjöllunum!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil þig ekki alveg Birgir. Ertu að tala um að ríkið eigi að eiga allt og lifa á sköttum sinna fyrirtækja?
Eggert Guðmundsson, 8.8.2010 kl. 20:44
Má ég spyrja þig Birgir, hvernig þú skilgreinir hlutverk Ríkissins. Hvert er hlutverk þess? *Og hvernig nær Rikið bestum árangri í að afla tekna?
Eggert Guðmundsson, 8.8.2010 kl. 20:49
Eggert, nei, nei, það getur þú ekki lesið úr orðum mínum, en ríkið rekur æði margt fyrir sína þegna og allt kostar það peninga.
Björn Birgisson, 8.8.2010 kl. 20:51
Tuttugu manna vinnuveitandi getur ráðið einn mann til vinnu, ef ríkið ákveður að lækka tryggingagjald til baka frá fyrri hækkun. Hversu mikla skatta þarf til að drepa öll "frí" fyrirtæki til þess að ríkið ráði yfir öllu og í kjölfarið og setur skömmtunarmiða til viðurværis hverrar fjölskyldu. Hvað er það sem hægri menn skilja ekki?
Eggert Guðmundsson, 8.8.2010 kl. 21:04
Skelfing margt, því miður! Til dæmis það að nauðsynlegt sé að ríkissjóður, hvaða ríkisstjórnar sem er, eigi fyrir sínum skuldbindingum, gagnvart eigin þegnum og lánardrottnum. Íslensk fyrirtæki hafa notið mikilla skattaívilnana í mörg ár. Og hvað gerðu eigendur þeirra margra? Tóku allan peninginn sem í kassann kom og eyddu honum í tóma vitleysu, ásamt því eigin fé sem fyrir var. Þarf eitthvað að púkka frekar upp á þetta sjálftökulið? Ég held ekki.
Björn Birgisson, 8.8.2010 kl. 21:15
Sammála þér um að ríkið eigi að eiga fyrir sínum skuldbindingum. Skuldbindingar ríkis eiga að ákvarðast á tekjum þess. Vð vitum báðir að ekki koma neinar tekjur frá þeim sem komu íslensku bankakerfi á hausinn. Við vitum einnig báðir að það koma engar neinar tekjur af hinu háa Alþingi. Þar er samfélagslegur kostnaður sem hefur farið til spillis í nokkur ár.
Alþingi er falið stjórn landsins, eða því hef ég trúað í mörg ár. Hvað er verið að gera þar??? Hvað á að gera við þetta sjálftökulið? Sjálftökulið sem sér enga framtíð í því að skapa tækifæri fyrir ÍSLENSK fyrirtæki og ÍSLENSKA þjóð. Þau setja meiri skatta á þau fyrirtæki sem hafa lifað af hremmingar hrunadansins, til þess að létta á byrðinni vegna atvinnuleysis sinna þegna. Þau gera ekkert til þess að létta á byrði þeirra fyrirtækja sem lifðu af hremmingarnar, heldur kýs Ríkisstjórn að fara að keppa við þessi fyrirtæki í formi ríkisstryrkja, sem er meiri en kostnaður ríkisins sem er vegna atvinnuleysisbóta.
Þessvegna er ég sammála þér einnig, að það eigi ekki að púkka upp á þá sem tóku allan peninginn úr kassanum og eyddu í tóma vitleysu. Þetta gyldir um flest þau fyrirtæki sem sem Ríkið og nýju /gömlu bankarnir eru að reka nú í dag. Það er þarft mál að skoða þennan rekstur fallinna fyrirtækja sem eru að keppa við þau sem "lifðu" af hremmngarnar.
Ég held Birgir, að þú ættir að fara beina spjótum þinum að Ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem vinnur á móti fólkinu.
Eggert Guðmundsson, 8.8.2010 kl. 22:29
Nafnið mitt er Björn. Mín spjót beinast í allar áttir.
Björn Birgisson, 8.8.2010 kl. 22:42
Fyrirgefðu Björn.
Við eigum að beina spjótum í allar áttir. Ekki að hlífa neinum-sársauki sannleikans getur einungis leitt til góðs.
Eggert Guðmundsson, 8.8.2010 kl. 23:15
Eggert segir: "Ég held Björn, að þú ættir að fara beina spjótum þínum að Ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem vinnur á móti fólkinu."
Ég tel að núverandi ríkisstjórn sé að vinna með þegnum þessa lands, sem er nýlunda, eftir allt dekrið við endalausar druslur fjármagnsins sem þjóðin hefur mátt horfa upp á undanfarin misseri. Druslurnar sem settu þetta þjóðfélag á hausinn. Þær eiga ekkert gott skilið.
Það á þjóðin hins vegar.
Björn Birgisson, 8.8.2010 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.