8.8.2010 | 22:34
Jón Valur Jensson til Brussel?
Nú liggur fyrir að Íslendingar eru að fara í viðræður við ESB um aðild þjóðarinnar, eða ekki aðild þjóðarinnar. Hún ræður því sjálf, en vill örugglega sjá kosti og galla aðildar borðliggjandi á kosningaborðinu. Þjóðin er ekkert fífl, veit sínu viti og tekur sínar ákvarðanir og lætur ekki hugsa fyrir sig. Hún hugsar sjálfstætt og er klár.
Ég er hér með góða tillögu.
Ég legg hér með til að guðfræðingurinn, bloggarinn og fræðimaðurinn Jón Valur Jensson verði skipaður í nefndina sem á að ræða við báknið í Brussel af hálfu Íslendinga.
Þar getur hann komið á framfæri sínum sjónarmiðum og allra þeirra sem eru á sömu línu og hann er við hina erlendu viðsemjendur okkar, sem vita lítið í sinn haus um afstöðu Íslendinga, annað en það sem þeir heyra afflutt og illa þýtt á Útvarpi Sögu og á ÍNN, sem fæstir Íslendingar vita reyndar af.
Í nefndinni væri Jón Valur Jensson væntanlega flottur fulltrúi andstæðinga aðildar, en þar væri hann einnig kominn í nýja aðstöðu.
Sum sé þá að hlusta og læra. Það er öllum hollt.
Hvað hefur báknið fram að færa sem gæti nýst okkur Íslendingum vel?
Ekkert?
Trauðla trúi ég því.
Hvert verður framlag Íslendinga til báknsins?
Fullkomið afsal sjálfstæðisins?
Trauðla trúi ég því.
Ég skora á stjórnvöld að hafa Jón Val Jensson í viðræðunefndinni. Hann hefur kynnt sér þessi mál svo vel að hann treystir sér til þess að "jarða" með hraði hvern þann sem er honum ósammála um ESB málin.
Þarf nokkuð að ræða þetta frekar?
Varla þarf að efast um áhuga Jóns Vals á að taka þátt í verkefninu.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig setur hljóðan!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.8.2010 kl. 23:13
Komið þið sælir; Björn Ísfirðingur og Axel Jóhann - sem og aðrir gestir Björns !
Björn !
Kerskni þín; er meira að segja mínu ímyndunarafli yfirsterkari, og er þá mikið sagt.
''Þjóðin er ekkert fífl, og veit sínu viti''; segir þú, glaðklakkalega.
Jú; þjóðin er nefnilega, uppsóp fífla, að mestum parti. Hefir haldið úti, hryðjuverkastofnuninni Alþingi, langt aftur fyrir Lýðveldisstofnun, og árangurinn sjáum við, í dag.
Alþingi er; varðhundur glæpsamlegrar valdastéttarinnar - og lög þau, sem það setur, eru einungis ætluð Alþýðunni að hlýða, og fara eftir, ekki vald höfum, né vinum þeirra, sem enn sprikla, og ganga lausir, eftir hrun sam félags okkar, haustið 2008.
''Viðræður''; við Evrópusambandið byggjast jú á því, að pappírar þeir, sem veifað verður framan í fífla þjóðina, auk ótalinna mútugreiðslna, til ýmissa óþokka, sem öllu vilja fórna, koma í stað Sovézku aðferðarinnar, hvar; skriðdrekunum og fótgönguliðs sveitunum var att, inn í hvert ríkja Austur- Evrópu, á fætur öðru, undir hinu Gullvæga yfirskyni;''þeir báðu um aðstoð'', eins og við munum Björn minn, frá seinni hluta 20. aldarinnar.
Þessi; er eini munurinn, á gömlu Sovétríkjunum (USSR), og svo hinu falska Evrópusambandi (ESB), í samtímanum, Björn minn, og Axel Jóhann.
Allsendis óþarfur; gálgahúmorinn, af þinni hálfu, hverjum ætlaður er, stór vini mínum, Jóni Val Jenssyni, Björn minn, þó svo; einhverjum kunni að þykja gaman að, á þessu fallega síðsumarskvöldi.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, vestur yfir fjallgarð /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 00:01
Þú vilt væntanlega leyfa Samfylkingu sósíalista að fljóta með. Eru þeir kannski búnir að bjóða þér í sightseeing hjá nómenkladíunni í Brussel. Þér hefur líklega fallið vel að sjá pótemkintjöld þeirra í sæliríkinu nýja?
Nú sja´menn ekki roðann í austri heldur stjörnur. Það er greinilegt að einhverjir eru fífl hér allavega. Nægileg fífl til að fá vitlausa útkomu út úr 2 plús 2. Þú getur stært þig af selskap Ómars Bjarka og Jóns Frímanns
og annarra þrælslundaðra og heimskra útnesjamanna. Til hamingju með það.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.8.2010 kl. 00:17
Þar með er það afgreitt að við sem látum okkur ekki varða um hvað kemur út úr þessum viðræðum erum ekki marktækir? Hversu margir; veistu það?
Ég er í þessum hópi. Ég er í hópnum sem lítur á þetta sem pólitískt mál en lætur sig engu varða þessar praktisku hliðar.
Það er kannski ótrúlegt en ég veit um fjölmarga einstaklinga af báðum kynjum sem eiga þau djásn sem ekki eru verðlögð.
Danski kóngurinn vildi kaupa Sóta, reiðhest Gríms Thomsen og bað hann að setja upp verð. Grímur spurði ekki eins og ESB sinnar hefðu gert: "Hvað er í boði"?
Hann svaraði einfaldlega: "Maður selur ekki vini sína!"
Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 00:24
Jón Valur mundi brjóta lög nokkura evrópulanda um leið og hann opnaði á sér munnin, og yrði því dæmdur þar fyrir útbreiðslu haturs og settur í fangelsi eftir að dómur yrði upp kveðinn í máli hans.
Það er ennfremur ljóst að Jón Valur geltir meira en hann bítur.
Jón Frímann Jónsson, 9.8.2010 kl. 00:34
Þar skeist þú endanlega á þig B. Birgisson, og þú lýgur því að þjóðin hafi valið að fara í viðræður við Evrópu tröllin, það voru tryllt flón eins og þú sem því réðu.
Það er ekki Íslenska þjóðin sem er að fara í viðræður við Evrópusambandið, það er Össur Skarphéðinsson fyrir hönd Samfylkingarinnar og þinnar sem er að fara að tala álíka sannleika og þú talar núna.
þarf ekki ransóknar nefndir til að skoða hvað er í boði hjá Frökkum og Þjóðverjum, því að það liggur ljóst fyrir öllum nema draumóra flónum.
Auðvita er þjóðin ekki samsafn fífla og það er það eina rétta sem þú segir innan um allt bullið og fláráðan óhróður um heiðarlegt fólk. En það skalt þú muna að þjóðinni var aldrei gefin möguleiki til að taka afstöðu í þessu máli, þér og þínum til hægðarauka.
Þeir sem hafa haldið sig trúlausasta allra, trúðu samt á Stalín og svo er um þitt trúleysi á getu Íslendinga til að lifa án Jóhönnu og múslímasambandsins í Evrópu að það snýst um rottusálfræði.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.8.2010 kl. 01:01
Aldrei hefur Óskar Helgi ritað lengri færslu á mína síðu. Hann segir:
"Jú; þjóðin er nefnilega, uppsóp fífla, að mestum parti. Hefir haldið úti, hryðjuverkastofnuninni Alþingi, langt aftur fyrir Lýðveldisstofnun, og árangurinn sjáum við, í dag."
Mér finnst þjóðin mín ekki vera uppsóp fífla.
Ef Óskari Helga finnst það, væri honun nær að skipta um þjóð, en að lítilsvirða okkur hin, sem á þessu skeri búa og viljum skerinu allt hið besta.
Mér finnst þjóðin mín dásamleg.
"Kerskni þín; er meira að segja mínu ímyndunarafli yfirsterkari, og er þá mikið sagt." segir Óskar Helgi.
Er ekki rétt að þeir sem bölbænir flytja fái að flytja þær á réttum stöðum?
Kerskni mín er engin í þessu samhengi.
Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 01:04
Komið þið sælir; á ný !
Björn minn !
Hægan; hægan. Já; svona nú. Róaðu þig niður; ágæti drengur.
Er ekki; sannleikanum hver sárreiðastur, oftast, Ísfirðingur góður ?
Hvað; hafa Íslendingar meira, til brunns að bera, en aðrar þjóðir, á Heims kringlunni, ágæti drengur ?
Á daginn er komið; að í fjarlægustu löndum veraldar, er okkur vorkennt, að hafa þvílíkt illþýði, á valdastólum - og það einnig; sem á undan fór, flest, að sú einlæga vorkunsemi annarra sannar einungis, hvaða ramman reip, við höfum að draga, Björn minn.
Meira að segja; Duvalier feðgarnir (Papa Doc og sonur), suður á Haíti, nutu meiri virðingar, á sinni tíð - í veröld allri, en þessi forögtuðu flón, sem nú sitja, á valdastólum, suður í Reykjavík.
En; meðal annarra orða.
Er þessi síða þin; Björn Ísfirðingur, ekki ætluð til almennra skoðana skipta, á meðan neðan beltis orðalag er ekki viðhaft, hér hjá þér - eða þá; önnur sú ókurteisi, sem vart er við búandi ?
Já; sannleikanum, verður hver, sárreiðastur - þegar á Hólminn er komið !
Með; ekki lakari kveðjum - en hinum fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 01:25
Jón Steinar Ragnarsson, takk fyrir þitt yfirmáta heimskulega innlit!
Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 01:26
Hrólfur Hraundal, takk fyrir þitt yfirmáta heimskulega innlit!
Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 01:28
Og; komið þið sælir, enn á ný !
Hrólfur vélfræðingur !
Ég hlýt; að biðja þig, að gæta vandaðra orðavals, persónulega; í garð okkar góða gestgjafa, en þú viðhefir hér.
Björn Birgisson; hefir alla tíð, sýnt mér kursteisi eina - og ber okkur gestum hans, að sýna honum fullan sóma, þókt svo; öndverðir séum, við hans skoð unum, vélfræðingur góður.
Þér; að segja, Hrólfur.
Með; því síður, lakari kveðjum - en öllum fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 01:31
Árni Gunnarsson, þakka þér innlitið.
Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 01:33
Óskar Helgi spyr:
Er þessi síða þin; Björn Ísfirðingur, ekki ætluð til almennra skoðana skipta, á meðan neðan beltis orðalag er ekki viðhaft, hér hjá þér - eða þá; önnur sú ókurteisi, sem vart er við búandi ?
Svar: Svo sannarlega. Hér ríkir lýðræðið í sinni bestu mynd.
Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 01:38
Þakka þér hrósið B. Byrgisson. en svona í framhjáhlaupi, hvað er heimska?
Hrólfur Þ Hraundal, 9.8.2010 kl. 01:39
Þeir sem ekki vita hvað heimska er ættu að velta því fyrir sér hvers vegna þeir vita það ekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.8.2010 kl. 01:43
Axel Jóhann, hver hefur gefið þér rétt til þess að skrifa það sem ég er að hugsa?
Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 02:18
Sniðugir þessir sem aldrei þora að setja hugsanir sínar hreinræktaðar á blað. Þannig er Steingrímur J. Sigfússon og svo virðist um 15 og 16 hér.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.8.2010 kl. 07:16
Er það ekki rétt að við séum búin að fá fjárveitingu frá ESB til að kosta "aðlögunarferli?"
Hvað er aðlögunarferli?
Er eðlilegt að takast á við þetta aðlögunarferli áður en þjóðin er búin að ákveða hvort hún samþykkir að ganga inn í ESB?
Er kannski ekki ætlast til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi?
Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 09:25
"Er kannski ekki ætlast til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi?"
Í mínum huga á svo að vera. Annað kemur ekki til greina.
Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 09:32
Góður. Þú kannt svo sannarlega að ýta á réttu takkana. Þjóðin mun hafa síðasta orðið. Ég treysti henni fullkomlega til þess. Þeir sem gera það ekki ættu kannski að íhuga og kynna sér hugtakið "lýðræði" merkingu þess og anda sem og hvað auðmýkt þýðir. Annars ætla ég ekki að standa í deilum við menn um eitthvað sem ekki er orðið.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 9.8.2010 kl. 09:34
Arinbjörn, þakka þér innlitið og góð orð. Eins og þú hefur séð verð seint fullorðinn, eða kannski eins og kerlingin sagði: Verð ég sjaldan fullorðinn!
Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 15:54
Óskar Helgi skrifaði hér að ofan: "Allsendis óþarfur; gálgahúmorinn, af þinni hálfu, hverjum ætlaður er, stórvini mínum, Jóni Val Jenssyni, Björn minn, þó svo; einhverjum kunni að þykja gaman að, á þessu fallega síðsumarskvöldi."
Gálgahúmor? Er það ekki fullkomlega lýðræðislegt að nefndir þær sem koma fram fyrir hönd þjóðarinnar spegli sem best litróf skoðana hennar?
Þarf endilega að senda einvörðungu jámenn til Brussel, ef eða þegar til viðræðna dregur?
Ég bara spyr.
Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 17:30
Komið þið sælir; enn á ný !
Björn minn Ísfirðingur !
Talaði ég; ekki nógur skýrt, né afdráttarlaust, í langhundi mínum (#nr.2), hér að ofan ?
Við höfum ekkert; við ESB að ræða, alfarið, hvorki með þáttöku JVJ, eða annarra - fremur en; að Einar Olgeirsson, og þeir Jóhannes úr Kötlum, hefðu átt viðlíka erindi, við USSR, og þá Stalín, á fyrri tíð.
Svo; nefndir séu, helztu boðberar Sovétríkjanna, hér á Fróni, á sínum tíma.
Vona; að ekki misskiljist frekar, mínar meiningar, þar um, ágæti drengur.
Með; þeim sömu kveðjum - sem öðrum fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 17:53
Björn: Þjóðaratkvæðagreiðslan verður ekki bindandi. Stjórnarliðar felldu tillögu stjórnarandstöðunnar 2009 um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Samfylkingin vill sölsa landið undir yfirstjórn ESB með klóm og kjafti og vill ekki að þjóðin sé neitt að þvælast fyrir.
Vendetta, 9.8.2010 kl. 19:48
Vendetta, nú held ég að þú sért að bulla eitthvað. Þjóðin hefur síðasta orðið, rétt eins og var í Noregi.
Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 19:55
Í Noregi var (og er) lýðræðissinnuð ríkisstjórn. Ekki hér.
Vendetta, 9.8.2010 kl. 20:02
Ekki hér? Að minnsta kosti er meirihlutinn lýðræðislega kjörinn, rétt eins og í Noregi, svo mikið er víst. Mér finnst stjórnarandstæðingar hérlendis margir hverjir hegða sér óttalega barnalega og uppskera ekkert annað en napran hæðnishlátur, meðal annars frá mér.
Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 20:08
Ríkisstjórn, sem hafnar bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um eins mikilvægt mál og aðild að ESB, sem þýðir afhendingu hluta sjálfstæðis þjóðarinnar, er ekki lýðræðislegri en stjórn Mugabes í Zimbabwe, sem neitaði að viðurkenna niðurstöður kosninga. Bæði í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru þjóðaratkvæðagreiðslur bindandi. Þjóðaratkvæðagreiðslan hér á landi ætti líka að vera bindandi, en ef núverandi ríkisstjórn verður þegar kosið verður um aðild, þá verður hún ekki bindandi, sama hversu mikið við óskum þess. Og það er miður.
Vendetta, 9.8.2010 kl. 20:50
Björn, athugaðu, að ég styð ekki stjórnarandstöðuna, en ég er einnig andsnúinn ríkisstjórninni, sem er alveg jafn duglaus og allar fyrri ríkisstjórnir og er þá mikið sagt. Það virðist hvíla sú bölvun á þessari þjóð, að fá aldrei almennilega stjórn.
Það þýðir þó ekki, að Íslendingar eigi að fara að hanga í pilsfaldi embættismanna í Bruxelles.
Vendetta, 9.8.2010 kl. 20:56
Vendetta, læt þetta bara liggja hér í loftinu. Ég hef meiri trú á stjórnvöldum en þú, það er augljóst.
Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 21:25
Það verður aldrei sátt um að þjóðaratkvæðagreiðsla um jafn stórt mál og innganga í ESB verði ekki bindandi, þegar að henni kemur. Það gildir einu hvaða hugmyndir menn hafa í dag um málið, Alþingi ákveður þegar þar að kemur hvernig leikreglurnar verða.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.8.2010 kl. 21:38
Vendetta, það er löngu búið að fara yfir þetta mál hvað það varðar hvort atkvæðagreiðlan verður bindandi eða ekki. Ef ég man rétt voru færð rök fyrir því að hafa hana ekki bindandi með því að vísa til þess að ekki var (og er) til lagabókstafur sem nær yfir 'bindandi þjóðaratvæðagreiðslur', auk þess sem ljóst er að eftir þessa tilteknu atkvæðagreiðslu munum við fara í gegnum tvennar þingkosningar áður en til fullnustu ESB aðildarsamnings kæmi með tilheyrandi breytingum á Stjórnarskránni. Ef samningnum verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni fellur málið niður, en verði hann samþykktur tekur við ferli þar sem enn verða til staðar hindranir og tækifæri til þess að þjóðin hætti við og felli málið niður. Ég held að það sé nokkuð óhætt að fullyrða að ef við á enda þessa ferlis göngum inn í ESB þá verði það fyrir nokkuð skíran vilja meirihluta þjóðarinnar.
Óskar Helgi, það er ekki rétt hjá þér að við höfum ekkert við ESB að ræða. Það er ákvörðun Alþingis að ganga skuli til aðildarviðræðna. Það er stór hluti þjóðarinnar ósáttur við það, um það er ekki deilt, en það er líka stór hluti þjóðarinnar á því að þetta ferli skuli klárað sómasamlega og samningur lagður fyrir þjóðina í þjóðaratkvæði. Þetta er hið lýðræðislega ferli og þær leikreglur sem við höfum í okkar þjóðfélagi og eftir þeim eigum við að fara, allt til enda. Verkefnið núna er að ná sem bestum samningi fyrir hina íslensku þjóð. Af hverju er ekki hægt að hætta að berja höfðinu við steininn og klára það ferli með sem mestum sóma? Við getum alveg verið ósammála um hvort við eigum erindi inn í ESB eða ekki, sjálfur er ég ekki sannfærður. En leikreglurnar eru í rauninni alveg skírar, hví ekki að fylgja þeim?
Karl Ólafsson, 10.8.2010 kl. 15:41
Biðst velvirðingar á stafsetningarvillum í athugasemd minni hér fyrir ofan. Leikreglur eru að sjálfsögðu skýrar, ekki skírar. Sama gildir um vilja þjóðarinnar, ef svo fer að við göngum inn í ESB.
Karl Ólafsson, 10.8.2010 kl. 16:24
"Ef samningnum verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni fellur málið niður, ..."
Ef Samfylkingin fer fyrir ríkisstjórn, þegar þjóðaratkvæðagreiðslan á sér stað og sú atkvæðagreiðsla er ekki bindandi, þá álít ég ekki að málið málið falli niður á meðan naumur meirihluti er fyrir því á Alþingi, þar eð samningurinn fer fyrst fyrir Alþingi til samþykktar og síðan til þjóðaratkvæðagreiðslu. Samfylkingin mun halda þeim samningi sem hún hefur náð til þrautar og skikka þingmenn VG til eins og síðast. Síðan munu eftirfarandi þingkosningar skera úr um, hvort Samfylkingunni verði refsað af kjósendum og þá er mögulegt að það komi annar meirihluti á þingi. En málið fellur ekki sjálfkrafa niður á meðan Samfylkingin fer fyrir ríkisstjórninni.
En setjum svo að þú hafir rétt fyrir þér og ríkisstjórnin leiti betri samninga. Þá mun þetta engan endi taka. Það er sama í hve mörgum þjóðaratkvæðagreiðslum þjóðin segir NEI, á meðan Samfylkingin fær að ráða, þá mun aðildarumsóknin standa eða vera endurnýjuð þangað til Kratarnir fá sinn vilja. Og á meðan ekki er meiri samstaða á Alþingi meðal ESB-andstöðuflokkanna en raun ber vitni, er raunveruleg hætta á að Kratarnir komist aftur til valda. Eina leiðin til að stöðva þetta glapræði, sem ESB-aðild er, er að senda þá út í hið pólítíska myrkur eftir næstu kosningar.
"... en verði hann samþykktur tekur við ferli þar sem enn verða til staðar hindranir og tækifæri til þess að þjóðin hætti við og felli málið niður." Ég er ekki sammála þessu. Þetta verður eins og að stíga í kviksyndi, eftir að maður er sokkinn ofan í er of seint að stíga til hliðar.
Vendetta, 10.8.2010 kl. 18:02
Komið þið sælir; á ný !
Karl Ólafsson !
Glæpa- og hryðjuverka stofnunin, Alþingi, starfar ekki í mínu umboði - né annarra þjóðfrelsissinna, ágæti drengur.
Því; er það ekki þess, að ákveða áframhaldandi innlimun Íslands, inn í ESB, né aðrar blokkir, utanlands; þér, að segja.
Svokallaðar leikreglur; sem þú nefnir, eru einfaldlega ekki í gildi - eftir svik Alþingis, við land og fólk og fénað allan.
Punktur !
Með; hinum sömu kveðjum - sem áður og fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 18:35
Óskar Helgi,
af orðum þínum má skilja að þú viljir segja þig frá þeim lögum og reglum sem í landinu gilda. Ég er ekki viss um að þú eigir mjög marga skoðanabræður hvað það varðar að leikreglur lýðræðisins gildi ekki lengur sökum svika Alþingis. Ég er því ekki viss um að þú komist mikið lengra í andmælum þínum við það ferli sem er hafið, nema náttúrulega þú tækir upp á því að grípa til einhverra óyndisúrræða, sem ég vona innilega að þú gerir ekki.
Vitanlega er þér sem öðrum frjálst að halda fram hverju sem er í þessu sambandi og ef þú og þínir skoðanabræður eruð þeirrar skoðunar að Alþingi hafi brugðist, þá hafið þið þann kost að bjóða fram nýjan valkost í næstu þingkosningum. Við verðum ekki komin inn í ESB þegar að því kemur þ.a. nógur er tíminn til að vinda ofan af þeirri framvindu sem þá verður orðin á málinu, hver sem hún verður.
Með bestu kveðjum í Árnesþing úr Hafnarfirðinum,
Karl Ólafsson
Karl Ólafsson, 10.8.2010 kl. 21:34
Vendetta, það má vel vera að Samfylkingunni verði ekki snúið í þessu máli, en ef þjóðin er ósammála stefnu þess flokks hlýtur hann vart nægt kjörfylgi til þess að fylgja ESB aðildarmálinu eftir, hvorki á þingi, né fyrir þjóðinni í atkvæðvagreiðslu. Af hverju að mála skrattann á vegginn? Við förum ekki inn nema þjóðin vilji það, en ef þjóðin hins vegar vill fara inn í ESB þá má telja líklegt að svo verði. Ég sé ekki tilganginn í því að úthrópa á annan bóginn alla þá sem eru hlynntir því að sótt sé um aðild og eru e.t.v. margir hverjir jákvæðir fyrir því að ganga í ESB, og svo á hinn bóginn alla þá sem eru eindregnir andstæðingar aðildar. Þessar tvær fylkingar, eða þrjár eða fleiri eftir því hvernig á það er litið, þurfa að geta talað saman á málefnalegum nótum um hvernig leikreglurnar skuli vera til þess að úr þessu verði skorið. Eilíf upphróp um landráð, sviksemi Alþingis, launráð Samfylkingarinnar og ég veit ekki hvað þjóna engum tilgangi öðrum en að mála eðlileg skoðanaskipti út í horn og troða mönnum í skotgrafir þar sem þeir svo híma í kulda og trekki og ekkert miðar áfram. Ferlið er í gangi, klárum málið!
Karl Ólafsson, 10.8.2010 kl. 21:41
Komið þið sælir; sem fyrr !
Karl Ólafsson !
Þakka þér fyrir; prúðmannlegt svarið, sem eindrægni alla, ágæti drengur.
Jú; Karl minn. Eins; og nú horfir, í þjóðlífi öllu, sýnist mér réttlætanlegt, að beita öllum tiltækum aðferðum, til þess að koma draslara klíkunni frá.
Og; finna okkur, hið bezta og vandaðasta fólk, úr atvinnulífinu, til þess að taka við taumum, hér; á Fróni.
Með; þeim sömu kveðjum - sem áður, og ekki sízt, í Hafnarfjörð /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 23:28
"Og; finna okkur, hið bezta og vandaðasta fólk, úr atvinnulífinu, til þess að taka við taumum, hér; á Fróni."
Óskar Helgi, hvaða fólk er það?
Björn Birgisson, 10.8.2010 kl. 23:31
Komið þið sælir; enn !
Björn !
Ekki; ekki reyna, að skimpast, að orðum mínum, ágæti drengur.
Það fólk; vil ég ekki nafngreina hér, í blóra við það sjálft.
Hefi í huga; all stóran hóp manna - sem kvenna, sem gætu staðið undir ýtrustu væntingum, enda,..... ómenguð af þeirri spillingu og óráðsíu, hver viðgengist hefir hér, um langa hríð.
Ég hygg; að þú hafir ekki notið lakara uppeldis, í þínum foreldra húsum Björn minn, en ég í mínum, að þú myndir ekki skilja það sjónarmið mitt, að ég yrði að fá samþykki viðkomandi, ótvírætt, áður en ég gæfi út opinberlega, við hverja og hvern, ég ætti; þér, að segja - hverju sinni.
Vona; að þetta svar mitt dugi, um stund, ágætu drengir, allir.
Með; þeim sömu kveðjum - og áður og fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 23:44
Ég var að taka eftir umræðunum á þessari síðu, hef ekki tíma til að lesa allt þetta, en rek hér augun í innlegg af níðskasta tagi frá einum fyrir norðan, Esbignum Jóni Frímann, sem lætur ekki sannleikann þvælast fyrir sér. Hvorki fær hann með rökum né kröftum barizt við raunverulega andstæðinga, en gerir það sér að leik að kasta skít í þá sem honum mislíkar við, jafnvel svo frábæran mann sem Ragnar Arnalds nýlega. Þá varð til þessi vísa mín til Frímanns þessa:
--
Það ráða' ekki allir við rausið í sér
né rétta þekkja tímann.
Bjúgverpill reynist hvað ofmælt er –
erfið er lífsins glíman.
Svo ruglast enginn á þvengmjóum þér
og þéttingsvöxnum Heman. –
"Það tekur víst enginn mark á mér!"
mæddur stynur Frímann.
Jón Valur Jensson, 30.10.2010 kl. 17:40
Jón Valur, þetta er færsla frá 8. ágúst í sumar! Það er aldeilis að þú grúskar!
Björn Birgisson, 30.10.2010 kl. 17:50
Ég rakst á þetta af tilviljun, Björn minn.
Jón Valur Jensson, 30.10.2010 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.