9.8.2010 | 23:49
Stjórnmálahækja
Mennirnir eru alltaf að leitast við að gera eitthvað sem enginn hefur gert áður. Margir þeirra eru frumherjar á einhverju sviði. Sumir eru hreinlega uppfinningamenn og þeir eru auðvitað flottastir.
Enn aðrir vilja gera eitthvað sem enginn hefur gert áður, til þess að komast í fjölmiðla eða ýmiss konar metabækur. Búa til stærsta trefilinn, lengstu pylsuna, safna lengstu nöglunum, safna mesta spikinu, sporðrenna flestum hamborgurum, sofa hjá sem flestum og svo mætti endalaust telja upp.
Ég hef verið að dunda mér við að glugga í stefnuskrár flokkanna okkar og hef fundið margt bitastætt í þeim öllum.
Þar sem ég er oftast sammála síðasta ræðumanni og á erfitt með að gera upp á milli góðra skoðana og hluta, þá datt mér í hug að kannski gæti ég gert eitthvað sem enginn, mér vitanlega, hefur gert áður.
Það er að ganga í alla íslensku stjórnmálaflokkana og gerast talsmaður hins góða í þeim öllum, en gagnrýnandi alls hins slæma í þeim öllum. Vera í öllum flokkunum, stórum og smærri, samtímis. Það hefur áreiðanlega enginn gert.
Þegar að kosningum kemur mun ég svo krossa við alla flokkana mína og alls ekki gera upp á milli þeirra. Einn fyrir alla og allir fyrir einn!
Er þetta ekki fín hugmynd hjá karlinum og góð leið til frægðar um stund?
PS. Ekki stela hugmyndinni!
(Endurbirt vegna fjölda áskorana!)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svei mér þá Björn, ég held að þetta sé fín hugmynd hjá þér.
Og þú munt standa þig vel í þessu hlutverki, gætir jafnvel fengið titilinn "Umboðsmaður hins góða í íslenskum stjórnmálum", og fengir stöðuna því hún er ekki innan áhugasviðs flokkshesta og vildarvina.
Margt vitlausara hefur verið sagt eftir Hrun.
Bið að heilsa í útsynninginn hjá ykkur suður með sjó, megi allt grænka hjá ykkur fram að haustsnjóum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.8.2010 kl. 00:26
Umboðsmaður hins góða.
Ég er orðinn engill.
Blessi ykkur öll!
Björn Birgisson, 10.8.2010 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.