Mjólkurkúnni slátrað

"Ástæðan fyrir því að þátturinn verður ekki á dagskrá í vetur er 9% niðurskurður sem RÚV þarf að fara eftir."

Bóndi nokkur átti tvær kýr í sínu fjósi. Hann sá ekki fram á að eiga nægan mat fyrir fjölskylduna til að þrauka af veturinn. Hann fór því í fjósið og náði þar í betri og nythærri beljuna. Teymdi hana afsíðis og slátraði henni. Kjötið saltaði hann svo í tunnu og einmitt við þá iðju rann upp fyrir honum að líklega yrði mjólkurskortur á bænum þann veturinn.

Bóndinn heitir Páll Magnússon og er víst nokkuð vinsæll hjá forráðamönnum Stöðvar 2 um þessar mundir.


mbl.is Engin Spaugstofa í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góð samlíking Björn ens og sagt er í málshættinum þú slátrar ekki bestu mjólkurkúnni og hirðir svo úr henni mjólkina!

Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 15:05

2 identicon

Þetta er snilldar "múv" hjá rúvurum. Ég held að Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri hafi einmitt blásið spurningarkeppni fjölmiðlanna af á sínum tíma. Ætli fréttirnar á rúv séu ekki næstar miðað við að vinsælasta efnið sé skorið.

Vonandi að stöð 2 taki bara við spaugstofunni.

Rúnar (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 15:06

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Mjolkurkýr eldast eins og flest annað Björn, og mjólka þá minna.

Það er sláandi og yfirgegngilegt hugmyndarleysi dagskrárdeildar RUV að hafa haldið þetta lengi í þessa uppþornuðu aflóga belju.

hilmar jónsson, 10.8.2010 kl. 16:18

4 identicon

Bóndi nokkur rak ríkisstyrkt mjólkurbú. Fyrir það að reka búið fékk hann grilljón krónur á ári frá skattgreiðendum. Nú þurfti bóndi að hagræða og slátraði því bestu mjólkurkúnni því hún át mest og kostaði því mest. Honum var nokk sama um mjólkurframleiðsluna því hann hélt áfram að fá sínar grilljón krónur á ári frá skattgreiðendum!

Gústi (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 16:25

5 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Hvað kostar spaugstofan ?

Magnús Gunnarsson, 10.8.2010 kl. 20:29

6 Smámynd: Björn Birgisson

Magnús, hún kostar áreiðanlega helling, annars væri hún ekki skorin við trog. Hins vegar halar hún líka inn miklar auglýsingatekjur.

Björn Birgisson, 10.8.2010 kl. 20:41

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki sammála, Hilmar minn. Eftir hrunið var Spaugstofan með eiturbeitta þjóðfélagsgagnrýni, þá bestu sem fram hefur komið!

Björn Birgisson, 10.8.2010 kl. 20:43

8 Smámynd: Björn Birgisson

Gústi, voru ekki tekin 9% af grilljóninni, sem reyndar hefur aldrei dugað!

Björn Birgisson, 10.8.2010 kl. 20:45

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta endar með því að sparkidjótarnir yfirtaka dagskrártímann "komplett!"

Árni Gunnarsson, 12.8.2010 kl. 09:28

10 identicon

Er ekki komin tími á að semja við Englendinga og greiða þeim Icsave með RUV. þeir geta smellt það inn í sitt baterí, haldið áfram með lélega enska þætt og við losnum við bæði RUV og Pál Magnússon, og spöruðum griljónir á hverju ári. Hver og einn hefði frelsi til að ákveða fyrir sig hvort og þá hvar hann vildi setja pening í afþreingu. Fullt af íslendingum sparaði offjár á því að sleppa að borga fyrir dagskrá sem þeim finst ekkert varið í og nota aldrey og ríkið slippi við að redda RUV reglulega úr fjárhagskröggum sem þeir koma sér iðulega í þrát fyrir griljónirnar sem þeir fá alltaf :)

siggi (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband