10.8.2010 | 21:04
Stend með Gylfa
"Gylfi Magnússon neitaði því í Kastljósi í kvöld að hafa á nokkurn hátt gefið misvísandi upplýsingar í umræðum á Alþingi."
Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir eru langflottustu ráðherrar þessarar ríkisstjórnar. Nú skal reynt til þrautar af hægri mafíunni í þessu landi að níða mannorðið af Gylfa með því að saka hann um lygar. Ragna Árnadóttir verður væntanlega næsta fórnarlambið.
Hafið hugfast að þegar þessi umdeildu lán voru veitt var Gylfi Magnússon bara að kenna sín fræði uppi í Háskóla.
Hann var þá ekki á þeirri vakt sem átti að sjá að lánin voru hugsanlega ólögleg. Reyndar datt engum það í hug á þeim tíma.
Hverjir voru á þeirri vakt? Man það einhver hér inni eða vill muna?
Ákaflega auðvelt að vera yfir sig vitur eftirá.
Ef hægri menn segja Gylfa ljúga, veit ég að hann er stálheiðarlegur og segir satt.
Mátti ekki dreifa minnisblaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann er alveg búinn að vera núna... Ef hægri menn skitu á sig, sem þeir gerðu allverulega, þá veit ég ekki hvaða lýsinagarorð á að finna yfir þessa vinstri sauði.. Sagan endurtekur sig sí og æ, vinstri stjórnir á Íslandi geta aldrei neitt!
hvað er að frétta? (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 21:08
Gylfi stóð sig ömurlega í kastljósinu maður sá hann verða rauðari og rauðari í framan þegar hann fann getuleysi sitt til að halda áfram að reyna að ljúga sig út úr málinu. Gylfi er og hefur alla tíð verið litlaus rola sem ekki á heima í stjórnmálum.
HH (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 21:30
Þetta viðtal sannaði ( ef einhver þurfti staðfestingu ) á því að íslenska stjórnkerfið er í molum og hefur verið í áraraðir. Þetta lið stendur stjarft hjá meðan Róm brennur. Skiptir engu hvort það er skilgreint til hægri eða vinstri í stjórnmálum.
itg (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 21:39
Hér að ofan eru þrjár athugasemdir við færsluna mína. Það eina sem vekur athygli mína við þær er þetta: Þær eru allar nafnlausar. Hvað kemur fólki til að skrifa ekki undir skoðanir sínar með fullu nafni?
Hvað er að frétta af því?
Björn Birgisson, 10.8.2010 kl. 21:47
Það eru ekki brattar brekkur Björn, sem nota nafnleysi til að hrauna yfir aðra. Smásálir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2010 kl. 21:57
Undarlegt Björn að nafnleysi við færslu þína vekur áhuga þinn í þessu máli??. Er málefnið svona lítilsvert?
itg (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 22:01
Ég er ekki hrifn af ríkisstjórninni, og ég kem ekki fram undir réttu nafni. Skoðun mín er samt sú sama.
Fjóla Þorbergsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 22:20
itg, málefnið er reyndar stormur í fingurbjörg, en nafnleysið er alltaf lítilsvert. Af hverju siglir þú ekki hér seglum þöndum undir fullu nafni?
Raunar ber að hafa í huga að á þessari síðu eru allir velkomnir. Nefndir, skírðir og ónefndir.
Samt alltaf betra að vita við hvern er átt eins og dóttir vitavarðarins sagði forðum þegar varðskipið kom með vistirnar.
Björn Birgisson, 10.8.2010 kl. 22:35
Björn!...málefnið er ekki stormur í fingurbjörg eins og þú veist mæta vel. Þarna krystallast stjórnsýsla okkar íslendinga ( og reyndar flestra vestrænna þjóða). Skipið stefnir á björg og málið er að vera ekki á vaktinni þegar niðri er tekið.
Vona að ég sé velkominn á þína síðu.
Axel Jóhann. Þrátt fyrir augljósan skort á nafnleynd þinni hér á síðu Björns tel ég mig ekki færann um að meta stærð þinnar sálar.
itg (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 22:49
Þetta er dæmi um ömurlega stjórnsýslu. Yfirlögfræðingur Seðlabankans semur mikilvæga álitsgerð sem snertir marga. Hvað er nú eðlilegt að gerist? Jú, hann afhendir bankastjórum greinargerðina. Þeir gera sér grein fyrir mikilvægimálsins og kynna greinargerðina fyrir ráðherra sem er í þessu tilviki forsætisráðherra. Nú er málið í höndum ríkisstjórnarinnar sem hefur fjölmörg ráð til þess að eyða óvissunni sem skapast vegna laganna. Málið verður að fara fljótt fyrir dómstóla og í framhaldinu verða ný lög sett. Ekkert af þessu gerist!! Seðlabankinn lætur ekkert frá sér fara!! Yfirlögfræðingurinn lánar kunningja sínum í viðskiptaráðuneyti greinargerðina gegn því loforði að ekki verði vitnað í hana með nokkrum hætti!!! Viðskiptaráðherra(Gylfi) er spurður um erlend lán/myntkörfulán á þingi og svarar skv. minnisblaði lögfræðings í ráðuneytinu og samkvæmt bestu vitund. Hver klúðrar sínum málum? Svar. Seðlabankinn!!Hver á að bera ábyrgð? Viðskiptaráðherrann eða Stjórnendur Seðlabankans? Svari hver fyrir sig.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 22:58
Við erum vitni af stórkostlegum landráðum dag eftir dag og engin gerir neitt til að stöðva þau! Stjórnvöld eru og voru vanhæf fjórflokkskerfið virkar ekki vegna spillingar og einkavinavæðingar af því leiðir að hér stjórnar mafía sem saman stendur af þjófum útrásarinnar og bankana!
Við steypum stjórnvöldum í haust og fáum stjórn óháða flokksræðinu sem hefur hagsmuni almennings að leiðarljósi en ekki þjófana og bankakerfisins!
Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 23:06
Gylfi er maður sem skrifar undir reglur Seðlabankans um gjaldeyrishöft sem fela í sér að auðmenn sleppa við að koma með erlendar fjármagnstekjur sínar til landsins en erlent verkafólk er skyldað til að skila öllu sínu til landsins, jafnvel einu evru senti!! Komi erlent vinnuafl ekki með þessar tekjur sínar til landsins þá gerast þeir brotlegir við reglurnar og Seðlabankinn hefur í hendi sér hvort hann kærir eða ekki... !!! Hvers konar stjórnsýsla er þetta?
þetta gúterar Gylfi. Svo lengi sem hann gerir það þá styð ég hann ekki.
Lúðvík Júlíusson, 10.8.2010 kl. 23:46
En hvað með starfsleyfin? Ég er enn að bíða eftir að Gylfi efni loforðið frá Borgarafundinum og fylgi því eftir hvernig á því stóð að FME hefur látið viðgangast um árabil að mörg fjármálafyrirtæki hafa stundað tiltekna leyfisskylda starfsemi án þess að hafa til þess fullnægjandi starfsleyfi. (Sjá hér í seinni hluta myndskeiðs)
Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2010 kl. 02:45
Þú styður Gylfa. Styrðuðu þá leyndarhyggju almennt eða bara hjá vinstri mönnum?
Auðvitað átti Gylfi að koma þessu á framfæri. Hann þurfti ekki að taka afstöðu til málsins (sem hann þó gerði þar sem hann var fastur á því að þetta væri löglegt og vildi ekki vita af öðru). Gylfi er ráðherra og verður að fara eftir lögum og láta mismunandi álit líta dagsins ljós þótt þau séu honum ekki að skapi.
Þetta er fyrir neðan allar hellur. Með þessu hefur hann skaðað Seðlabankann og forsætisráðherrann.
Eva Sól (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 11:27
Þurfum að losna við þessa vinstri mafíu og reina eitthvað nýtt.
Magnús Gunnarsson, 11.8.2010 kl. 12:21
Magnús við gerum það!
Sigurður Haraldsson, 11.8.2010 kl. 12:32
Hingað til hefur þú Björn síðuhaldari,ekkert sett út á nafnleysi bloggara,en þegar þeir eru þér ekki sammála að þá kvartarðu.
Númi (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 21:46
Númi, þú hefur nokkuð til þíns máls, enda mér með öllu óskiljanlegt að einhverjir séu mér ekki sammála!
Hins vegar er farsælla og fallegra að hver og einn skrifi undir fullu nafni. Ég get vel skilið að sumir vilji það ekki, af ýmsum ástæðum, en þá skulu þeir hinir sömu vanda málflutning sinn og sleppa stóru skotunum á okkur hin sem höfum kjark og þor til að skammast okkur ekkert fyrir nafnið okkar.
Leyniskyttur eru neðarlega í mannorðastiganum og verða alltaf.
Reyndar ekki rétt hjá þér, Númi minn, að ég hafi ekki fyrr sett út á nafnleysið. Það hef ég oft gert.
En síðan mín er opin öllum.
Það er mergurinn málsins.
Björn Birgisson, 11.8.2010 kl. 21:58
Ekki tel ég mig vera hægri mann, og alls ekki hluta af neinni mafíu, en er samt algerlega sannfærður um það að Gylfi eigi að segja af sér, og það strax. Hann hefur aldrei sýnt sig standa með fólkinu í landinu.
ES: Nafnið mitt er á síðunni minni.
Billi bilaði, 12.8.2010 kl. 04:53
Gylfi og Ragna eru langflottustu ráðherrarnir og eiga að sitja sem fastast.
Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.