Kirkjan og kynferðisofbeldi

"Femínistafélag Íslands tekur undir með Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og hvetur til þess að Þjóðkirkjan taki skýra afstöðu gegn kynferðisofbeldi og virkan þátt í baráttu gegn því."

Ég er ekki alveg að skilja þessa frétt og mér finnst hún svolítið undarleg. Tekur ekki kirkjan nú þegar skýra afstöðu gegn kynferðisofbeldi rétt eins og allir gera, nema kannski ofbeldisfólkið sjálft?

Það er svona undirliggjandi tónn í fréttinni að kirkjan láti þessi mál sig engu varða eða kjósi að líta undan ef upp koma mál af þessu tagi.

Er það svo?

Ég á bágt með að trúa því.


mbl.is Femínistar hvetja þjóðkirkjuna til að taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú lest á milli lína þá er það augljóst að "fagráð" kirkju hefur falið kynferðislegt ofbeldi.

Kirkjan á ekki að hafa neitt ráð sem talar við fórnarlömb... það er aðferð kaþólksu kirkjunnar sem hefur nauðgað .. well eiginlega öllum heiminum.

Þegar svona mál koma upp.. þá á að hringja beint í lögreglu... ef það er ekki gert þá eru menn orðnir samsekir.

Spáið í því; Hér er verið að fara fram á að kirkjan samþykki kynferðislegt ofbeldi sem synd.. árið 2010... Reyndar ekki svo skrítið, ef menn lesa biblíu þá mælir hún með kynferðislegu ofbeldi.. mælir með að fórnarlömb nauðgana verði myrt.. eða látin giftast nauðgara

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hér er minnst á fagráð kirkjunnar. Tek mér það bessaleyfi að birta hér færslu Baldurs Kristjánssonar og vona að hann fyrirgefi mér það.

"Séra Gunnar Matthíasson formaður fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrotamála tekur hlutverk sitt alvarlega svo sem fagráðið allt.  Þess vegna á hann að gefa upp fjölda kynferðisbrotamála sem ráðið hefur fjallað um, afdrif þeirra og hvaða sviði kirkjustarfs viðkomandi starfaði. Ef þetta er ekki hægt verður að rekja þau rök ansi vel.  Öll leynd er af hinu illa sérstakega á þessu sviði.  Ég held að kirkjan sé að vinna vel á þessu sviði.  Hún verður að láta það koma fram.  Umburðarlyndi í hennar garð er yfirleitt lítið og alls ekki neitt þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Þannig á það líka að vera."

Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 13:54

3 identicon

Ég hef ekki séð að kirkjan taki sérstaklega hart á kynferðisofbeldi... mig grunar sterklega að mikil þöggun hafi átt sér stað, eins og er þekkt með kirkjur um allan heim.

Trú byggir á undirgefni, að vera auðtrúa, að hugsa ekki sjálfstætt.... draumaveröld ofbeldismanna

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 14:00

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Takk Björn. Ég held nefnilega að kirkjan taki hart á kynferðisofbeldi eins og þú víkur að en hún verður auðvitað að láta vita af því og tala skýrt.  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 12.8.2010 kl. 14:08

5 identicon

Þú segir það Baldur.. hvað með konuna sem ásakaði biskup.. . ertu blindur á misgjörðir trúarstofnunar þinnar

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband