Íslendingar til leigu erlendis?

"Von er á TF-SIF til Reykjavíkur um klukkan hálf tíu í kvöld en hún mun stoppa stutt við á Íslandi því um næstu helgi heldur vélin til Dakar í Senegal til að sinna áframhaldandi eftirliti fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins."

Varðskipið Ægir er á Miðjarðarhafi og nú fer TF-SIF til Senegal til að sinna leiguverkefni. Í Chile er svo dýrt varðskip í smíðum að verð þess jaðrar við stórglæp, jafnvel í anda bankaránanna á Íslandi. Margir áttu víst þá ósk heitasta að skipið hefði gjöreyðilagst í jarðskjálftunum í Chile, til að losa Landhelgisgæsluna frá smíðinni. Svo varð auðvitað ekki.

Aðeins Týr sinnir löggæslu á miðunum og þessi spurning verður áleitin:

Hvers vegna er Landhelgisgæslan svona hrikalega stödd fjárhagslega?

Er það vegna síendurtekins niðurskurðar eingöngu eða hefur stofnunin verið að bruðla með fjármuni?

Svo vaknar önnur áleitin spurning:

Fyrst unnt er að hafa allt hafsvæðið út að 200 mílunum nánast eftirlitslaust, til hvers þurfum við allt þetta eftirlit lögreglunnar í landi?

Af hverju leigjum við ekki nokkrar kippur af lögreglumönnum, slökkviliðsmönnum og sjúkraflutningamönnum til starfa í útlöndum, rétt eins og varðskipið og flugvélina?

Ekki tíma stjórnvöld að borga þessu fólki góð laun.

Kannski er vilji til þess meiri erlendis.

Ja hérna! Cool


mbl.is TF-SIF á heimleið frá Mexíkóflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ægir og SIF eru í sama verkefninu fyrir Frontex ef minnið svíkur ekki þeimur meira.

karl (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband