Bjarni rembist

„Það er ábyrgðarleysi að knýja dyra hjá Evrópusambandinu án þess að það sé neinn pólitískur stuðningur fyrir málinu" sagði Bjarni Benediktsson, hinn ungi, umdeildi og óreyndi formaður Sjálfstæðisflokksins.

Án þess að það sé neinn pólitískur stuðningur við málið? Hér er formaðurinn ungi að gefa skít í Alþingi og nokkra flokksmenn sína, ýmis samtök í atvinnulífinu og almenning í þessu landi. Hann veit manna best að innan hans flokks er nokkur stuðningur við þetta mál. Honum er einnig fullkunnugt að meirihluti Alþingis samþykkti að sækja um aðild að ESB.

Það er létt verk og löðurmannlegt að tæta þessi ummæli hins unga Bjarna niður.

Hins vegar sjá og heyra allir meðalgreindir menn að andstaða við málið er mikil, enda áróðurinn gegn aðildarumsókn svo gegndarlaus að jaðrar við móðursýki. Fólk er hrætt frá stuðningi við málið með landráðabrigsli og öðru þaðan af verra.

Kostirnir við inngöngu komast sjaldnast að í umræðunni vegna froðufellingar og fúkyrðaflaums slefandi andstæðinganna, með blaktandi þjóðfánann á milli eyrnanna og yfir eigin bankabókum og sérhagsmunum sem þeim hefur verið úttdeilt á kostnað almennings í þessu landi.

Til þess að hljóma ekki eins og danskur jálkur með augnhlífar, sjáandi aðeins eina hlið á málinu, sem ég reyndar geri ekki, þá varpa ég hér fram einni spurningu:

Ef Alþingi samþykkti að endurtaka atkvæðagreiðsluna um ESB umsóknina og hefði algjörlega leynilega atkvæðagreiðslu um málið - hvernig skyldi þá fara?

Getur einhver svarað því?


mbl.is Ekki þingmeirihluti fyrir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilega skrifad! (Stanslaus áródur Dabbabloggara er náttúrulega módursýki og ekkert annad) (Taugaveiklunarleg sérhagsmunagaesla)

Gaman gaman (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 22:26

2 Smámynd: Björn Birgisson

Gaman, takk fyrir það! Hólið er alltaf gott!

Björn Birgisson, 15.8.2010 kl. 22:42

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hverjir eru kostir ESB-aðlögunar og síðan aðildar?

Geir Ágústsson, 16.8.2010 kl. 11:52

4 Smámynd: Björn Birgisson

Það mun væntanlega koma í ljós í viðræðunum, ef þær fara þá fram yfirhöfuð.

Björn Birgisson, 16.8.2010 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband