15.8.2010 | 22:49
Ætlar Schram að keppa við Mósesdóttur um lýðskrumaratitilinn?
"Enda ekki nema eðlilegt að bankar greiði gjöld til ríkisins fyrir það að ríkið sé að ábyrgjast allar innistæður í landinu, en innistæðurnar eru ekkert annað en rekstrarfé þessara banka."
Svo mælti Magnús Orri Schram stórkrati, en tók jafnframt fram að ef hann hafnaði alfarið frekari skattahækkunum væri hann að gerast lýðskrumari. Það vildi hann ekki gera og ekki vera.
Hann tók sérstaklega fram að honum hugnaðist langt um betur að skera niður í útgjaldarammanum hjá ríkinu en að hækka skatta, aðra þá en bankaskattinn.
Kominn er stækur Bláhersfnykur af guttanum og hlið Valhallar eru væntanlega opin.
Ekkert lýðskrum?
Það er svo auðvelt að tala um niðurskurð hins opinbera, sem nauðsynlegan til að fylla upp í fjárlagagatið, án þess að nefna einu orði hvar á skera niður.
Fyrst Magnús Orri gaf upp þennan bolta, þá skal hann líka segja okkur hvar hann vill skera niður og hvaða störfum og þjónustu hins opinbera hann vill fórna. Niðurskurður leiðir alltaf til missis atvinnu fjölda fólks og skerðingu á þjónustu hins opinbera við hinn almenna borgara.
Geri hann það ekki fer hann á stall með mesta lýðskrumara Íslands nú um stundir, hinni geðþekku hagfræðimenntuðu Lilju Mósesdóttur, þingkonu VG.
Hvað sem hans eigin orðum um lýðskrum líður. Hann getur aldrei orðið dómari í eigin sök.
Nú er boltinn hjá þér, ungi og mannvænlegi maður, Magnús Orri Schram!
Líst vel á bankaskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komdu sæll; sem oftar, Björn Ísfirðingur !
Alveg burtséð; frá Magnúsi Orra og Lilju.
Hvaða andskotans kveinstafir eru þetta í þér; drengur ?
Sérðu ekki enn; að Utanríkis apparatið má skerða, um ein 98%.
Umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun; um annað eins.
Þjóðkirkju gemlingana; um,, jah;;;; andskoti mikið, einnig.
STASI fjölmiða eftirlitið (25 manna), hennar Katrínar Jakobsdóttur, má hætta við, nú þegar.
Reyndu; að nota koll þinn betur, Björn minn, áður en þú rekur upp, þín vanhugsuðu ramakvein, kæri drengur.
Með beztu kveðjum; vestur yfir fjallgarð /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 00:20
"Reyndu; að nota koll þinn betur, Björn minn, áður en þú rekur upp, þín vanhugsuðu ramakvein, kæri drengur."
Óskar Helgi, þakka þér innlitið. En eiga ekki tilvitnuð orð hér að ofan við um fleiri en mig? Til dæmis einhverja skrifara austan Hellisheiðar sem sýknt og heilagt boða til blóðsúthellinga og manndrápa í einhverri ímyndaðri byltingu, sem aldrei verður, nema ef vera skyldi á milli eyrna viðkomandi?
Björn Birgisson, 16.8.2010 kl. 00:32
Komdu sæll enn; Björn !
Það er gott - mikið er það gott; að þinni lífs afkomu skuli vera svo vel borgið, Björn minn, að þú og þínir, munuð kýla vambir ykkar, það; sem þið eigið eftir lifað.
Þú skalt bara; gera gys að mér - og mínum ærlegu viðhorfum, ég hefi kannski, verið full hreinskilinn, á síðu þinni, svo að þú - sem aðrir valda stéttar vinir, hafið fengið tækifæri til, að taka bakföll, af hlátri, yfir örlögum fólksins í landinu, sem býr ekk,i við ykkar ágætu kjör.
En; verði ykkur að góðu.
Haldið áfarm; endilega, að skopast að þeim, sem undir hafa orðið, í lífs baráttunni - eða eru að fara, fram á hengiflugið.
Því fleirri - því betra, svo að þið getið skemmt ykkur konunglega, á kostnað hinna lakar settu, Björn minn.
Að endingu; ég hugði þig, lengst af, ekki illa innrættan mann - heldur; þvert á móti, en lengi, skal manninn reyna, eins og máltækið forna sannar bezt.
Ég mun aldrei framar; ónáða þína síðu - né skrifa stafkrók hér meir, Björn Birgisson !
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 00:44
Óskar Helgi, þitt er valið, en sem ávallt fyrr, ertu hjartanlega velkominn á mína aumu síðu, með þínar skoðanir á mönnum og málefnum.
Ekki veit ég hvað pirraði þig umfram annað í kvöld.
Varla var það síðasta svar mitt, sett fram í mínum kersknisfulla stíl sem þér er löngu kunnur og þú hefur marglýst fyrir alþjóð hér á blogginu.
Ef þú ákveður að láta bloggið mitt afskiptalaus í framhaldinu, verður svo að vera. Það þætti mér verra. Mikið verra. Eiginlega afleitt.
Ég hef staðið í nokkra daga á bjargbrún og hugsað mitt.
Ég hef verið alvarlega að hugsa um að hætta þessu bloggi, enda kannski margt viturlegra að gera við tímann sinn.
Síðasta innlegg þitt mun auðvelda mér þá ákvörðun.
Þakka þér fyrir allt, ljúft og hníflótt, og hafðu það sem best sem og allir þínir.
Bestu kveðjur,
Björn Birgisson
Björn Birgisson, 16.8.2010 kl. 01:09
Ef bankar þurfa að greiða (þjónustufyrirtæki) skatt eða hver sem er sem veitir þjónustu hlýtur sá sem kaupir þjónustuna að greyða þann skatt. Sjá Das Kapítal eftir Karl Max.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 04:42
Svakalega eru menn hvumpnir í blíðunni, en samkvæmt þessu hér er það bara hollt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.8.2010 kl. 15:32
Sumir.
Björn Birgisson, 16.8.2010 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.