16.8.2010 | 15:50
Heilli stjórn mokað út
Það virðist ekki vera flókið mál að skipta um heila stjórn. Undarlegt verður að teljast að ekki var hægt að nota neinn úr fyrri stjórn! Hér er því alls herjar hreinsun á ferðinni og eitthvað lyktar hún nú af pólitík. Þó það nú væri. Á Íslandi lyktar allt af misvondri pólitík.
Sjúkratryggingar Íslands er nokkuð stór og viðamikil stofnun með 110-120 starfsmenn.
Á vef stofnunarinnar fann ég þetta:
"Sjúkratryggingar Íslands heyra undir heilbrigðisráðuneyti og annast framkvæmd sjúkratrygginga. Jafnframt semur stofnunin um og greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu.
Sjúkratryggingar Íslands og Tryggingastofnun ríkisins reka sameiginlega afgreiðslu, þjónustu og upplýsingagjöf við viðskiptavini sína. Ávallt er leitast við að veita eins skjóta og góða þjónustu og mögulegt er.
Starfsfólk Sjúkratrygginga Íslands tekur jafnframt saman fróðleik og tölulegar upplýsingar um sjúkratryggingar á Íslandi."
Þá er bara að óska nýju stjórninni allra heilla í störfum sínum og bíða svo eftir næstu bombu frá Álfheiði Ingadóttur.
Ætli hún springi nokkuð undir forstjórastól Steingríms Ara?
Reynt að skapa ágreining | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.