16.8.2010 | 18:25
Óttalegt skussaþing?
Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er með ágætan pistil á Pressunni í dag. Hann kemur víða við og í lok pistilsins veltir hann mannvalinu á Alþingi Íslendinga fyrir sér og gefur því heldur slaka einkunn. Ég birti hér lokaorð pistilsins og vona að Brynjar fyrirgefi mér það.
"Það má færa rök fyrir því að mannval í íslenskum stjórnmálaflokkum hafi í seinni tíð ekki verið gott og kannski aldrei verið neitt sérstakt. Það eykur ekki trú almennings á þingmönnum þegar þeir segjast vera á eigin forsendum á þingi og hvorki bundnir af kjósendum sínum né samþykktum flokksins, eins og a.m.k. ein þingkona lét hafa eftir sér. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig á því standi að mannval er ekki meira en raun ber vitni. Getur verið að frambærilegu fólki hugnist ekki þingstörf fyrir lægri laun en venjulegir deildarstjórar í opinberri stofnun og fá svo í kaupbæti stöðugar svívirðingar bloggara og fjölmiðla? Og verða svo í ofanálag fyrir aðkasti háværs skríls við heimili sín. Svo má helst hvergi ráða fyrrverandi þingmenn í vinnu.
Svari hver fyrir sig."
Svo mörg voru þau orð.
Þarna er hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands að tjá sig og óneitanlega staldrar maður við.
Ef Íslendingar almennt deila þessari skoðun með lögmanninum er ljóst að aðgerða er þörf til að auka virðingu og hæfni Alþingis.
Hvað er til ráða?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég játa skammlaust að ég er sammála formanni lögmannafélagsins.
Þjóðin þarf að taka sér taka og hafna bullinu í ærurænandi mönnum sem kalla sig fréttamenn sem nota hatursfulla og öfstækisfulla bloggara sem sína hestu heimild í fréttum.Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 19:32
Ljótt ef satt er. Verra þó að þetta á raunverulega við um marga fréttamenn og miðla þeirra sem minna mest á hýenur, að ég nefni nú ekki öfgabloggarana, en ég geri hýenum það ekki að nefna þær í sömu andrá.
Björn Birgisson, 16.8.2010 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.