16.8.2010 | 23:33
Ósigur rógsberanna er algjör
Auðvitað á Gylfi Magnússon að halda áfram sínu góða starfi í ráðuneytinu. Það er dásamlegt að fylgjast með hægri bloggurunum núna. Þeir eru búnir að æpa úr sér lungun vegna máls sem alfarið varð til þegar þeirra fólk átti að standa á vaktinni, en svaf þar allt djúpum Þyrnirósarsvefni, eins og alþjóð veit. Þingheimur svaf reyndar allur þegar bankarnir æddu af stað með hvert brjálæðið á fætur öðru.
Fyndnast af öllu var framlag Björns lögfræðings Bjarnasonar, fyrrum þingmanns og ráðherra til margra ára. Það fyndna við það var hversu aumkunarvert það var. Björn Bjarnason er áreiðanlega þeirrar gerðar maður að hann þolir illa að hlegið sé að honum. Nú þarf hann að búa við nettan hæðnishlátur fjölmargra.
Auðvitað á Gylfi að sitja áfram sem ráðherra og á hvorki að hlusta á rógskvak og tittlingaskítkast hægri manna í þessu landi, né heldur miðlanna þeirra.
Gylfi er fagmaður og ekki hefur hann gengið milli fyrirtækja og betlað milljónir fyrir sig eða einhvern flokk. Það hafa fulltrúar rógsberanna gert í stórum stíl og reyndar margir aðrir.
Gylfi kemur frá þessu máli sem algjör sigurvegari, en rógsberarnir verða líklega að fara á lungnadeildina til aðhlynningar. Kannski aðrar deildir líka.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gylfi er sigurvegarinn og Seðalbankinn baðst næstum því afsökunar.
Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins (skst. S.S.) er farin að undirbúa atlögu að næsta ráðherra.
Skyldu þeir leggja í Rögnu.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 00:26
Ég var nú búinn að giska á að Ragna væri næst í einhverri færslunni minni! Sjáum til.
Björn Birgisson, 17.8.2010 kl. 00:29
Til hamingju með sigur óheiðarleikans í þessu máli, njótið vel þið sem eruð aðdáendur hans.
Ég held enn í þá veiku trú að svik komist upp um síðir og fái sín maklegu málagjöld, sama í hvaða flokki þau eru stunduð sem stjórnarstefna.
Held það sé óþarfi að fara í Rögnu, hún er að grafa sína eigin gröf með stóra bróðurs fyrirætlunum sínum.
Theódór Norðkvist, 17.8.2010 kl. 00:49
Theódór, ætlar þú að segja mér að aðförin að Gylfa hafi verið gerð í nafni heiðarleika og gerð af stálheiðarlegu fólki? Kanntu fleiri?
Björn Birgisson, 17.8.2010 kl. 10:13
Láttu ekki svona, Björn. Maðurinn laug að þingi og þjóð. Fyrst sagðist hann ekki hafa séð að álit Seðlabankans fyrr en um haustið 2009. Fullyrðir jafnframt að trúnaðarleynd hafi verið á álitinu og aðeins yfirlögfræðingurinn hafi fengið það til sinnar vinnu.
Síðan eftir að bæði yfirlögfræðingur og ráðuneytisstjórinn lýsa því yfir að engin leynd hafi verið á minnisblaðinu og Gylfa kynnt það 25. júní, viku áður en hann snýr út úr fyrirspurn Ragnheiðar, breytir hann framburði sínum og viðurkennir að hafa séð það þann sama dag. Enn alvarlegra er að ráðherrann laug upp á samstarfsfólk sitt.
Síðan laug hann eða í besta falli leyndi sannleikanum í svarinu til Ragnheiðar, sem spurði um myntkörfulán í íslenskum krónum með erlend viðmið. Þá svarar Gylfi að erlend lán séu lögleg samkvæmt álitum lögfræðinga viðsk.ráðuneytisins og víðar í stjórnsýslunni, en þvert á þau álit sem hafa verið birt.
Hann hefur aldrei skýrt út hvaða álit hann hafi verið að vitna í eða sýnt þau og því miður hafa fjölmiðlamenn ekki gengið eftir því. Enda er hann líklega að ljúga að þau álit séu til. Auk þess svaraði hann ekki spurningu Ragnheiðar.
Það skiptir ekki máli hvort gagnrýnin á Gylfa komi frá andstæðingum í stjórnmálum eða einhverjum öðrum, það þarf ekki annað en að rekja atburðarásina til að sýna fram á að maðurinn laug og villti um fyrir þingi og þjóð.
Taktu nú niður flokksgleraugun og viðurkenndu staðreyndirnar í málinu.
Theódór Norðkvist, 17.8.2010 kl. 12:43
Theódór, ég bakka ekki hænufet í stuðningi mínum við Gylfa. Þetta mál fjallar ekkert um neinar vísvitandi lygar. Það fjallar um misskilning og að hluta til klaufalegt orðaval ráðherrans. Sagði ekki Gylfi allan tímann að þessi mál væru fyrir dómstóla að skera úr um? Ég veit ekki betur. Taktu svo sjálfur niður flokksgleraugun þín, ef þú ert með slík á nefinu! Ég á engin!
PS. Merkilegt hve margir urðu sérfræðingar í gengislánamálinu eftir hinn umdeilda dóm Hæstaréttar!
Björn Birgisson, 17.8.2010 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.