17.8.2010 | 11:16
Tafið með tómri vitleysu
"Ragnar taldi hlutdrægnina birtast í því að dómari hafi kallað eftir aðstoð lögreglu fyrirfram án þess að víst mætti telja að til átaka gæti komið."
Ég hef nú aldrei heyrt aðra eins vitleysu. Er hægt að tefja dómstólana með hvaða vitleysu sem er?
Af hverju eru lögreglumenn á vakt á stórleikjum í knattspyrnu? Af hverju eru þeir ekki á stöðinni ef skyldi verða hringt út af einhverjum pústrum?
Flestum eru lætin í fersku minni sem svo að lokum leiddu til ákæru níumenninganna.
Árás á sjálft Alþingi hlýtur alltaf að teljast alvarlegt brot.
Hins vegar eru margir á þeirri skoðun að árásina eigi að höndla með mildum hætti í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu í þjóðfélaginu.
Aðrir nefna að hljóti þetta fólk ekki þokkalega þunga dóma sé afleitt fordæmi sett fyrir mótmælendur, einnig brota og ofbeldismenn framtíðarinnar.
Dómara málsins er því vandi á höndum. Líkast til langar hann ekki hið minnsta að sakfella þetta fólk, en málið snýst ekkert um vilja dómarans.
Það snýst um að dæma eftir lögum, en þau má aldrei brjóta, hvernig sem liggur á fólki, eða hverjar sem aðstæður þess eru eða viðhorf til samfélagsins eða einstakra mála.
Mín spá er sú að níumenningarnir fái allir einhverja dóma að lokum, hvað sem líður loddarabrögðum Ragnars Aðalsteinssonar í réttarsalnum.
Efast um óhlutdrægni dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að tala svona um Ragnar Aðalsteinsson virtasta lögfræðing landsins þegar kemur að mannréttindamálum er fyrir neðan allar hellur og segir mest um þann sem svona talar. Hitt er annað að ef þú hefðir séð sönnunargögn í þessu máli, t.d. frægt myndband úr öryggismyndavélum í þinghúsinu þá hefðirðu kannski aðra skoðun á þessu heldur en að þetta hefði verið einhver árás á alþingi.
Níels (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 11:55
Ég þekki Ragnar ( í gegnum störf hans ) ekki að öðru en heiðarleika og humanisma.
hilmar jónsson, 17.8.2010 kl. 12:07
Níels, ef t.d. myndbandið sem þú nefnir, sannar að þetta hafi ekki verið árás á Alþingi, til hvers þá að vera að tefja málið? Varla getur nærvera lögreglunnar haft áhrif á niðurstöðu dómsins. Tryggir hún ekki bara friðinn í þessu viðkvæma og eldfima máli?
Björn Birgisson, 17.8.2010 kl. 12:28
Hilmar, þegar tveir lögfræðingar takast á fyrir hönd skjólstæðinga sinna, þá eru þeir oft að takast á um hvort sannleikurinn sé betri á hvolfi eða á réttum kili. Ragnar Aðalsteinsson tekur þátt í því eins og aðrir stéttarbræður hans. Ég efast ekkert um hæfi hans sem lögmanns, en framganga hans í morgun vekur þó furðu mína, kannski af því að ég þekki ekki nógu vel til klækja lögfræðinnar.
Björn Birgisson, 17.8.2010 kl. 12:39
Dómari sem hefur birt á opinberum vettvangi skoðanir á sekt/sýknu sakbornings í tilgreindri ákæru telst varla hlutlaus dómari í málinu.
Eru þessar mótbárur Ragnars ekki reistar á einhverju slíku?
Árni Gunnarsson, 17.8.2010 kl. 15:24
Þið hafið nú sumir greinilega ekki verið viðstaddir í neinu þessara tilfella og vitið ekkert um hvað þið eruð að tala.
Baldvin Björgvinsson, 17.8.2010 kl. 16:43
Baldvin, gott að sérfræðingur er mættur á svæðið. Endilega uppfræddu okkur og þá sér í lagi um það, sem mig grunar að þú viljir halda fram, að hér hafi ekki átt sér stað nein árás á Alþingi, sem sakverð er.
Björn Birgisson, 17.8.2010 kl. 22:12
Við sáum nú í Baugsmálinu hvernig stjörnulögmenn þvæla mál um árabil og þetta er vandamál út um allan heim. Langbest væri að hespa þessu af, skammta þessu fólki réttláta refsingu og l
áta svo lífið halda áfram. Menn eiga að vera jafnir fyrir lögunum og það er ljótt að tefja réttvísina.
Baldur Hermannsson, 17.8.2010 kl. 23:18
Baldur, hver er munurinn á lögmönnunum Gesti Ólafssyni og Ragnari Aðalsteinssyni, fyrir utan nöfnin auðvitað?
Björn Birgisson, 17.8.2010 kl. 23:22
Gesti Jónssyni? Gestur er framsókn en Ragnar er kommi. Ragnar hefur sérhæft sig í deiluefnum sem varða menningu og mannréttindi en Gestur hefur sérhæft sig í Baugi. Báðir eru þeir bráðsnjallir.....Gestur var formaður GR um árabil og gegndi því embætti með fádæma sóma. Fínn náungi.
Baldur Hermannsson, 17.8.2010 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.