Skuggalegasta lýðveldið norðan Suðurpóls?

Fyrir hrunið fyrir tveimur árum var ég ákaflega, líklega barnalega, stoltur af því að vera Íslendingur, en ég verð að viðurkenna að nú eru að renna á mig tvær grímur. Nú læðist, úr öllum áttum, að mér sá grunur að ég tilheyri einu skuggalegasta lýðveldi, sem komið hefur verið á fót norðan við Suðurpólinn.

Hvað er það mikilvægasta í hverju lýðveldi?

Auðvitað fólkið. Engum blöðum um það að fletta. Af hverju lifir fólkið í lýðveldinu?

Laununum sínum auðvitað.

Launamismunur í þessu landi er til stórskammar.

Sveitarstjórar í einhverjum krummaskuðum fá 900-1100 þúsund  krónur í kaup fyrir það eitt að mæta sæmilega í vinnuna sína.

Forstjórar í algjörlega fallítt fyrirtækjum á framfæri bankanna taka sér 2-3 milljónir í mánaðarlaun.

Þingmenn þjóðarinnar fá 600-700 þúsund í laun, miklu minna en tugir embættismanna hins opinbera, sem gjarnan glotta út í annað um hver mánaðamót, ánægðir með sitt.

Forsætisráðherra þjóðarinnar fær lægri laun en flestir bæjarstjórar landsins!

Lægstu laun eru svo skammarleg að engu tali tekur og duga engan veginn til framfærslu, jafnvel þótt kötturinn einn væri á heimilinu!

Þiggjendur þeirra launa þurfa að standa í löngum biðröðum eftir matargjöfum svo börnin svelti ekki. Er þetta það Ísland sem við viljum sjá?

Ó, nei, óravíddum geimsins þar frá.

Sjálftaka hárra launa í þessu landi er krabbamein þjóðarinnar. Að ekki séu nefndir allir starfslokasamningarnir! Sá einstaklingur eða flokkur, sem kemur böndum á þessa geðveiki sjálftökunnar mun uppskera klapp fyrir í biðröðum góðra Íslendinga hjá Mæðrastyrksnefnd.

Er engin verkalýðshreyfing lengur starfandi í landinu? Hvar er hún?

Hvaða talsmenn eiga hinir lægst launuðu í þessu landi?

Nákvæmlega þá sömu og "óhreina fólkið" á Indlandi.

Nákvæmlega enga.

Íslendingar eru friðsöm þjóð. Þetta ástand hefði hrundið af stað blóðugum átökum í mörgum löndum.

Við látum nægja að blogga um það!

Er það ekki?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hræddur um að kveikjuþráður þjóðarinnar sé farinn að styttast ískyggilega Björn...

hilmar jónsson, 19.8.2010 kl. 00:45

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, ég þakka þér þitt innnlit!

Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 01:59

3 Smámynd: Dingli

Allt saman rétt, og það verður að stöðva þetta strax. OG það verður að hefja lögreglurannsókn á þessum þjófnaði. Það gengur bara ekki að pakkið komist upp með þetta

Dingli, 19.8.2010 kl. 02:30

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Björn. Formaður Hægri grænna hefur svarað spurningum þínum á bloggi mínu. Bara koma þeim skilaboðum til þín!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.8.2010 kl. 11:11

5 Smámynd: Björn Birgisson

Sá það Guðmundur Jónas.

Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband