Gríðarlega gestkvæmt

Í blíðunni fór ég út í garð og fékk mér smá göngutúr um landareignina. Allur gróður er vel sprottinn og alltaf ánægjulegt að vera í sambýli við hann, þótt vissulega kalli hann á nokkra vinnu. En það er ekki allt sambýli jafn ánægjulegt.

Við skoðun á húsinu rann upp fyrir mér að óvenju gestkvæmt er hjá okkur hjónum þetta sumarið. Heilu veggirnir voru nánast þaktir kóngulóarvefjum, flugnasveimur mikill og gríðarlega mikið um að vera hjá smádýrunum og ekki annað að sjá en að veiðarnar væru vel yfir meðallagi og vefstjórarnir einkar pattaralegir.

Mér er ekki vel við kóngulær, en get þó ekki annað en dáðst að dugnaði þeirra og fimi og það verður að viðurkennast að sumir vefirnir eru hrein meistarasmíð, með þráðum til undankomu í allar áttir.

Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að kóngulær væru grimmlyndar skepnur og þakka því Guði fyrir að þær sem við höfum eru ekki stærri en raun ber vitni. Ef ég mætti kónguló á stærð við kött eða hund, frysi blóðið í æðum mér og hjartaáfall væri mjög líklegt.

Á netinu má lesa allt um flest. Þetta fann ég til dæmis um ofangreinda gesti okkar hjóna:

"Silkið er notað af kóngulóm á margan hátt, meðal annars nota þær það til að spinna vef sem þær veiða í og kallast slíkar kóngulær vefkóngulær. Aðrar (og vefköngulær margar hverjar reyndar líka) nota hann til að ferðast á milli staða og kallast förukóngulær. Kóngulær nota líka silkið til að geyma bráð sína í. Þær vefja bráðina inn í sekk og sprauta svo meltingarensímum inn í hann. Síðan sjúga kóngulærnar innan úr sekknum. Kóngulóarsilki er með sterkustu efnum í heimi, og er tíu sinnum sterkara en stál. Burðargeta eins fermetra er um 240.000 tonn. Silkið er líka það sem gerir þeim kleift að skríða upp veggi. Vegna styrkleika silkis kóngulóa (margfalt sterkara en silkið fengið frá silkiormum) hafa menn lengi reynt að herma eftir uppbyggingu þess. Nexia Biotech Ltd. tókst, með því að flytja gen úr kóngulóm yfir í erfðaefni geita, að fá geiturnar til að framleiða próteininn sem þarf til að smíða vefinn. Þótt svo að þeim hafi tekist að vinna próteininn úr mjólkinni eiga þeir eftir að finna út hvernig á að „púsla“ þessu saman. Takist þeim það geta þeir framleitt afar sterkt lín sem hægt væri að nota í föt í staðin fyrir nælon og kevlar (efnið notað í skotheld vesti)." (Tekið af Wikipedia vefnum)

Nú er friðurinn úti hjá þessum gestum mínum. Björn fór út þungvopnaður bílakústi og sópaði allri dýrðinni niður í garðinn.

Þá er bara að skríða upp veggina aftur og byrja upp á nýtt.

Þannig er nú náttúran.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er með stórar krossköngulóar hlussur á nánast öllum gluggum, enda hafa ekki komið flugur inn í húsið í allt sumar. Þetta eru því vinkonur mínar, því ég haaaattaa flugur. Ég sópa þó niður köngulóarvefjunum við útidyrnar en sýni elskunum ýtrustu nærgætni. Ég vildi að ég hefði haft allar þessar elskur fyrir norðan hvar var djöfuldómur af flugum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.8.2010 kl. 19:31

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þú átt ekki að hata flugur, miklu fremur elska þær og hjálpa þeim út, frekar en að drepa þær. Það kenndi okkur góður og mikill flugnavinur!

Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 19:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mæl þú manna heilastur Björn, ég var búinn að gleyma þessu flugnaguðsspjalli, takk fyrir að minna mig á það. Ég hef fengið vitrun og viðhorf mitt er gerbreytt, ég er allur á lofti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.8.2010 kl. 20:41

4 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, gott að heyra, batnandi mönnum er alltaf best að lifa!

Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband