19.8.2010 | 18:24
Réttur maður á réttum stað
Var að hlusta á fjármálaráðherrann okkar, Steingrím Jóhann Sigfússon, fyrr í dag á Bylgjunni og sannfærður er ég um að hann er í erfiðasta starfi sem fyrirfinnst á Íslandi í dag. Hann er gamall refur í stjórnmálum og tók þá kjörkuðu ákvörðun að taka að sér embætti fjármálaráðherra, með sína jarðfræðimenntun, þegar eftir ýmsum leiðum var búið að rústa svo fjárhag landsins, að annað eins hefur ekki sést á Vesturlöndum.
Steingrímur kom afar vel fyrir í viðtalinu, svaraði öllu skýrt og skilmerkilega, gladdist yfir því sem áunnist hefur, en varaði síðan við því að fólk færi að líta svo á að fjárhagserfiðleikar þjóðarinnar væru að baki. Mikið verk væri enn óunnið, þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti.
Satt að segja hefur mér fundist Steingrímur vera forsætisráðherra þjóðarinnar, allt frá myndun þessarar ríkisstjórnar og það segi ég með fullri virðingu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, sem alltaf hefur verið mikill vinnuhestur, en aldrei náð að heilla fjöldann í fjölmiðlum, sem er víst nauðsynlegt í nútímanum. Framkoma í fjölmiðlum virðist skipta meira máli en verkin sem fólk vinnur, undarlegt sem það nú er.
Ég veit að þessi jákvæða orðræða mín um Steingrím fer áreiðanlega fyrir brjóstið á mörgum á þessu heimili sem jafnan er kallað Moggabloggið, því hér eru heimilisfastir ansi margir sem jafnan setja kíkinn fyrir blinda augað, hafi þeir minnsta grun um að Steingrímur eða ríkisstjórnin séu að gera eitthvað gott fyrir þjóðina.
Einmitt þess vegna er svo gaman að geta hrósað Steingrími hér og nú, en þess ber að geta að það gerði ég aldrei þegar hann var í stjórnarandstöðu.
Ef einhver sem þetta les getur bent mér á betri mann í Fjármálaráðuneytið þá þætti mér vænt um að fá það nafn uppgefið. Eða nöfn.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek heilshugar undir með þér hér, Björn. Ég dáist að Steingrími fyrir að standa undir þessu álagi og virðing mín fyrir honum fer vaxandi eftir því sem meira er ráðist á hann. Hann hvikar hvergi í sínu starfi og það er nákvæmlega það sem þjóðin þarf. Ég get ekki bent á neinn annan sem er hæfari til starfans og óska Steingrími alls hins besta.
Vil taka fram að fram að hruni hafði ég alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn. Í dag vil ég allt annað frekar en að þeir menn sem þar hanga innanborðs nái aftur tökum á stýrinu.
Hólímólí (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 19:47
Hólímólí, þakka þér kærlega þitt kjarkaða innlit, hér á sjálfteknum lendum Bláhersins!
Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 19:53
"Sattt að segja hefur mér fundist Steingrímur vera forsætisráðherra þjóðarinnar"
Því miður verð ég hér að vera sammála þér - ENDA er verkstjórnin engin í vonlausu&verklausu tæru vinstri stjórninni -
Að Steingrímur sé rétti maðurinn í fjármálaráðuneytið -
EITT orð Icesave -
5.júní - Svavarssamningurinn - tveimur dögum fyrr hafði SJS sagt á alþingi að aðeins væru í gangi könnunarviðræður -
Stjórnarandstaðan ásamt nokkrum ábygum þingmönnum vg stoppuðu þann vonda samning -
98% þjóðarinnar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu hans vinnubrögðum -
Það eru eflaust margir sem kusu vg sem sjá eftir því nú - EKKI ætla ég að minnast á ESB -
EF Steingrímur vill vinna þjóð sinni gagn á hann að segja af sér -
Óðinn Þórisson, 19.8.2010 kl. 19:55
Óðinn, hvern viltu sjá í ráðuneyti fjármála?
Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 20:16
Já alveg er hann frábær hann Steingrímur. Hann sendi fyrst Svavar Gestsson til þess að semja um Icesave. Svavar hefur síðan gert allt til þess að komast af lista yfir þjóðníðinga á Íslandi, en ekki tekist. Boðuð var glæsileg niðurstaða á ábyrgð Steingríms, sem æ síðan hefur reynt að draga í land og ljúga sig frá verkefninu. Síðan reyndi Steingrímur að troða þessum vonlausa Icesave samningi ofan í kokið á þjóðinni sem hafnaði samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu með 94% atkvæða. Stórkostleg frammistaða hjá Steingrími.
Síðan tók Steingrímur við að einkavæða bankana og hafi fyrri einkavæðing verið gagnrýnisverð, kemst hún ekki með tærnar þar sem sú fyrri hafði hælana. Þar til viðbótar ,,gleymdi" Steingrímur að taka tillit til þess að réttaróvissa var um gengislánin. Þessi yfirsjón jarlingsins Seingríms mun sennilega kosta þjóðina hundruði milljarða. Það er ekki von annað en við dáumst að Steingrími.
Þá tók Steingrímur sig til og lamdi í gegn aðildarumsókn að ESB, þrátt fyrir að hann segist alveg vera á móti aðild. Nú lætur hann alla orku ríkisstjórnarinnar fara í það að aðlaga Ísland að ESB og hundsar þannig vilja rúmlega 70% þjóðarinnar. Er að von að sumir haldi ekki vatni yfir stórkostlegri frammistöðu Steingríms.
Nú þegar í ljós hefur komið að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa logið að Alþingi og þjóðinni varðandi gengislánin segir Steingrímur okkur að það séu einmitt þau vinnubrögð sem hann vilji að ráðherrarnir ástundi, leggs aflóga kommúnistasnúður í Grindavík á hnén og tilbiður guð sinn. Verði honum að góðu. Það er sama á hvort augað kíkirinn er settur, þau eru bæði blind.
Sigurður Þorsteinsson, 19.8.2010 kl. 20:26
Sammála Sigurði óhæfuvek og mistök Steingríms eru mörg, ég skil ekki að Björn skuli dást að manninum. Ég var strax mjög ósáttur þegar Steingrímur henti 11 nilljörðum af almannafé til að bjarga Sjóvá sem glæpamenn á borð við Karl Wernerson höfðu leikið grátt og gamblað í Asíu og tapað öllu, síðan sendir Steingrímur reikninginn til mín og þín, og í dag er ljóst að ríkið fær ekkert upp í þessa peninga þar sem enginn vill kaupa Sjóvá.
Skarfurinn, 19.8.2010 kl. 20:43
Sigurður, þakka þér þitt vinsamlega innlit. Segðu mér eitt svona bara í framhjáhlaupi: hverjir voru á vaktinni þegar gengislánin voru "fundin upp"? Hvers vegna sváfu allir sem áttu að vera á vaktinni þá? Eru gengislánin eingöngu vandamál núverandi stjórnar? Og segðu mér annað og austu þá endilega af þínum djúpa viskubrunni: af hverju ert þú skyndilega, eins og svo margir aðrir, orðinn sérfræðingur í þessum gengislánum? Svona dæmigerður eftirásérfræðingur? Þú hefðir ekki skrifað svona fyrir dóm Hæstaréttar. Svo mikið er víst.
En endilega haltu þínu striki og drullaðu sem mest yfir bæði mig, Steingrím og ríkisstjórnina alla.
En umfram allt forðastu að minnast á glæstan viðskilnað Bláhersins og þann arf sem hann lagði á þegna þessa lands.
Endilega haltu þínu striki, eins og þú sjálfur sagðir.
Með kíkinn fyrir báðum þínum blindu augum.
Lifðu heill!
PS. Þú svaraðir ekki spurningunni í lok minnar færslu. Kannski fór hún framhjá þér, kannski áttu ekkert svar. Svo ég endurtek hana hér:
Ef einhver sem þetta les getur bent mér á betri mann í Fjármálaráðuneytið þá þætti mér vænt um að fá það nafn uppgefið. Eða nöfn.
Áttu svar?
Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 20:49
Hva.. Baldur ekki mættur..? Sá held ég að sé að safna í púðurtunnuna núna..hehe
hilmar jónsson, 19.8.2010 kl. 20:50
Skarfur, ég er sammála þér varðandi málefni Sjóvár, en þau mál munu skýrast síðar. Ríkið var komið með þetta allt í fangið og var kannski að takmarka tap sitt með framlaginu. Ég vil ekki fara nánar út í þau mál hér og nú.
Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 21:06
Hilmar, Baldur er bara útbrunnið skar. Nennir ekkert að blogga og þykist alltaf vera í tjaldvagninum, vítt og breitt um landið að njósna um fyrrum bloggfélaga!
Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 21:09
Ég hef sjaldnast verið sammála Steingrími og alla tíð litið á hann sem andstæðing frekar en samherja. En ég verð að segja að enginn pólitískur andstæðingur minn hefur áunnið sér virðingu mína með jafn skjótum og öflugum hætti og Steingrímur og hann gerir ekkert nema að vaxa í áliti. Hann kaus að axla ábyrgð, ólíkt mörgum samherjum hans svo ekki sé talað um þá sem ábyrgðina á hruninu bera og setja enn einhverja óljósa hagsmuni ofar hagsmunum þjóðarinnar.
Ég hef alla tíð dáðst að Jóhönnu og vitað um heilindi hennar. En við þessar aðstæður ber eðlilega mest á hennar eina veikleika, fjölmiðlafælni, sem er afleitur ókostur þegar allir hrópa á svör og útskýringar.
Ég vil bæta því við hvað álitsgjafann Sigurð Þorsteinsson varðar, að ef það henti hann að sofna úti á túni og belja lummaði á andlitið á honum þá yrði það forgangsmál hjá honum að komast að því hvort beljan væri íhald eða krati til að vita hvort hann ætti að gleðjast eða reiðast.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.8.2010 kl. 21:11
Besta kommentið sem ég hef séð í dag Axel....Mig verkjar í kjálkann....hehe
hilmar jónsson, 19.8.2010 kl. 21:20
Já, innlegg Axels Jóhanns, #11, er frábært. Enn hafa öðlingarnir Sigurður Þorsteinsson og Óðinn Þórisson ekki svarað minni einföldu spurningu um hvern þeir vildu heldur sjá í fjármálaráðuneytinu.
Hvernig skyldi standa á því?
Þora þeir ekki að nefna Guðlaug Þór, eða eiga þeir engan kandidat í djobbið?
Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 22:24
Björn
1. Ég held að Árni Matthiesen dýralæknir hafi verið fjármálaráðherra þegar farið var að lána gengislán, og Valgerður Sverrisdóttir banka og viðskiptaráðherra. Eftirlit undir stjórn þessara ráðherra hefur sannarlega verið slakt.
2. Nú veit ég ekki af hverju þetta lið svaf á vaktinni, sennilega blanda af þekkingarleysi og skussahætti.
Ég ætla að bæta við einni spurningu sem þú hefðir getað spurt í þessu sambandi. Þ.e. efnahagstjórn landsins síðustu 3-4 árin fyrir hrun. Þeirri spurningu væri hægt að svara, að hún hafi verið afleit, enda nargir hagfræðingar sem gagnrýndu þá efnahagsstjórn. Sennilega er fjármálastjórn Friðriks Sófussonar ein sú besta á undanförnum áratugum.
3. Þekking mín á gengislánum hefur komið svona smá saman. Hins vegar var ég einn af þeim sem var beðinn um að meta lögmæti gengislánanna í ljósi ákvæða í reglugerð með verðtryggingu lána. Þessa reglugerð vissi ég ekki um og hafði því ekki lesið. Það eru aulaframsetning að allir lögfræðingar og viðskiptafæðingar ættu að þekkja þessa reglugerð. Niðurstaða mín eftir að hafa lesið reglugerðina var alveg skýr. Gengistrygging lána væri ólögmæt. Hópur manna komst að þessari niðurstöðu. Í ljósi þess að menn töldu að hér væri uppi réttaróvissa var glapræði að einkavæða bankanna og einnig að yfirtaka skuldir gömlu bankanna án þess að fá úr því skorið hvort lánin væru ólögmæt. Ég varaði við þessu m.a. hér á blogginu. Það að virða ekki ábendigar fjölda sérfræðinga er mjög alvarleg stjórnsýsla. Framganga Steingríms er með þeim verri sem gerst hefur á undanförnum áratugum. Mistök hans munu eflaust kosta þjóðina hundruð milljarða króna. Fyrir það eitt ætti hann að segja af sér. Ég skrifaði nákvæmlega eins fyrir dóm Hæstaréttar og fyrir hann, og hef haldið allnokkra fyrirlestra þar sem ég hef tekið þetta fyrir.
Það vill til að ég gagnrýndi Geir Haarde og Árna Matthiesen mjög harkalega á sínum tíma. Það skiptir mig engu hvort menn ganga í rauðum eða bláum sokkum.
Það er létt verk að benda á betri menn í starf fjármálaráðherra en Steingrím Sigfússon. Bara innan hans eigin flokk er manneskja sem ber höfuð og herðar yfir aðra vinstrimenn í þekkingu á efnahagsmálum. Hún er að mínu mati ein af þeim bestu sem fram hafa komið á því sviði inn á Alþingi en það er Lilja Mósesdóttir. Inn á þingi eru svo nokkrir aðrir sem gætu sinnt þessari stöðu af þekkingu og getu.
Það var mitt mat að Steingrímur Sigfússon hefði átt að koma inn í ríkisstjórnina með Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu strax eftir hrun. Ingibjörg Sólrún tók það ekki í mál. Sá núningur mótar enn samskiptin milli Samfylkingar og VG. Mistökin sem Steingrímur hefur gert eftir að hann fór í ríkisstjórn eru þess eðlis að það þarf að kalla fram nýja rannsóknarnefnd til þess að fara yfir þau mistök sem gerð hafa verið.
Sigurður Þorsteinsson, 19.8.2010 kl. 23:47
"Nú þegar í ljós hefur komið að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa logið að Alþingi og þjóðinni varðandi gengislánin segir Steingrímur okkur að það séu einmitt þau vinnubrögð sem hann vilji að ráðherrarnir ástundi, leggst aflóga kommúnistasnúður í Grindavík á hnén og tilbiður guð sinn. Verði honum að góðu." segir Sigurður Þorsteinsson.
Fólk sem svona talar er ekki svaravert. Og þó. Alltaf má brjóta odd af oflæti sínu.
Sjáið þetta: "Ég skrifaði nákvæmlega eins fyrir dóm Hæstaréttar og fyrir hann, og hef haldið allnokkra fyrirlestra þar sem ég hef tekið þetta fyrir."
Frábært hjá Sigurði, er það ekki? Skilur þetta nokkur? Örugglega frábærir fyrirlestrar!
Að sjálfsögðu leyfi ég innleggjum Sigurðar að lifa hér á minni síðu, sem og öðrum skoðunum sem hingað berast. Hér ríkir hið fullkomna lýðræði.
Ég hef alltaf gaman af því að spjalla við gesti mína. En þeir sem koma í heimsókn með gífuryrði og niðrandi orð verða að sætta sig vatnsglas í hlöðunni eða fjósinu.
Björn Birgisson, 20.8.2010 kl. 00:33
Þegar starfsmenn stofnunar vita að nýr yfirmaður ætlar að breyta miklu þá fara þeir í vörn. Við viljum jú venjulega engar breytingar og förum sjálf í vörn. Það er einfaldlega sannað.
Steingrímur stendur sig ágætlega, en það vitum við ekki því það er alltaf bara einn fjármálaráðherra.
En hvernig væri bara að fá Davíð Oddsson, Sigurð Kárason eða Sigmund Erni Gunnlaugsson sem fjármálaráðherra.
Ef við setjum nöfn á lista og byrjum að strika út, þá er ég viss um að Steingrímur yrði seint strikaður út af þeim lista.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 06:32
þú sleikir boltana 2 af íslands mesta ruglukolli, flestir láta sér duga hrutspunga en þú ert meira fyrir kommapunga,,,,,,ásamt sköttum og álögum,,,,þetta idol þitt myndi skattpína íslendinga þó svo að ríkisafgangur á hverju ári væri 1.000.000 billjarðar
prakkari (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.