20.8.2010 | 14:02
Má bjóða þér hlutabréf?
"Vonir standi til að á næstu misserum verði hægt að skrá fleiri af þessum fyrirtækjum á almennan hlutabréfamarkað og þannig gefa almenningi kost á að eignast beint hlut í þeim."
Las þessa frétt með blendnum tilfinningum. Þeir sem kaupa Vestia eru ekki að kaupa pakkann þann fyrir eigið fjármagn, heldur fjármagn í almenningseigu, sem þeim ber að ávaxta með sem bestum hætti. Hvort þessi kaup eru leiðin til bestu ávöxtunar veit ég ekki, en leyfi mér að efast um það.
Víst er að almenningur, eigandi fjármagnsins, hefur ekkert með þennan gjörning að gera.
Hins vegar er þetta líklega spor í þá átt að þessir 6000 starfsmenn, hjá átta stórum fyrirtækjum, geta andað ögn léttar og verið öruggari með vinnuna sína. Eða hvað?
Svo á að skrá einhver af þessum fyrirtækjum á almennan hlutabréfamarkað og þannig gefa almenningi kost á að eignast beint hlut í þeim.
Íslenskan hlutabréfamarkað? Er hann ennþá til?
Er ekki líklegt að almenningur bíði í löngum biðröðum til að kaupa þessi hlutabréf?
Framtakssjóður kaupir Vestia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
,,Framtakssjóður Íslands er sjóður í eigu sextán lífeyrissjóða innan vébanda Landssambands lífeyrissjóða og hlutverk hans er að taka þátt í og móta endurreisn atvinnulífsins.''
Á maður að vera á móti þessu? Eða er þetta ekki það sem fólk hefur verið að tala um að þurfi að gera?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.8.2010 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.