Money Minister

Það dylst engum að eitt mikilvægasta ráðuneyti þjóðarinnar er Fjármálaráðuneytið. Því er ekki úr vegi að rifja upp hverjir hafa þar haft lyklavöldin á undanförnum árum. Síðan getur fólk velt því fyrir sér hvort menn hafi staðið í stykkinu í þeirri vinnu eða ekki.

Jón Baldvin Hannibalsson 1987-1988

Ólafur Ragnar Grímsson 1989-1991

Friðrik Sophusson 1991-1998

Geir H. Haarde 1998-2005

Árni M. Mathiesen 2005-2009

Steingrímur J. Sigfússon 2009-?

Svo getur fólk velt því fyrir sér hvort einhver þessara manna hefur sérmenntun sem hentað gæti í embætti fjármálaráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sæll Björn, hvert ertu að fara  með þessu? skil ekki alveg hverju þú ert að reyna að ná fram í þessum hugleiðingum þínum, þarna er um að ræða þrjá vistri menn og þrjá hægri menn, hvað viltu meina með þessu?

Eigum við að gefa þeim einkunn eða hvað?

Guðmundur Júlíusson, 20.8.2010 kl. 19:05

2 identicon

Af þessum lista ber Steingrímur höfuð og herðar yfir hina. Ekki þarf að fara mörgum orðum um íhaldsráðherranna; þeir stunduðu mestmegnis bókhaldsæfingar til að sýna hve skattar hefðu lækkað mikið í þeirra tíð (um leið og önnur gjöld hækkuðu, sem þeir töldu ekki álögur...!)

ÓRG sveik samkomulag sem hann gerði sjálfur við BHM og er ekki hátt skrifaður af mér fyrir vikið. JBH stóð sig vel í innleiðingu staðgreiðsluskatts en afnam svo vísitölubindingu persónuafsláttarins, þvert á gefin loforð. Þar missti ég álit á honum sem virkum pólitíkus. Líkar betur við hann í hans núverandi, óvirka hlutverki; maðurinn hefur margt til brunns að bera (enda í ætt við þann er þetta ritar...!!)

SJS tók við þrotabúi ihaldsins og hefur bæði sagt og gert  það sem fjármálaráðherra í hans stöðu hefur þurft að segja og gera. Vitaskuld er mér ekkert vel við hærri skatta (hverjum er það, svosem?!?), en SJS hefur staðið sig vel í að hreinsa upp þrotabúið. Hann hefur reynst réttur maður á réttum stað á réttum tíma.

Er ég þó alls ekki sammála honum í mörgum málum. Og alls óskyldur...!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 19:30

3 identicon

Þú minnist ekkert á hina þrjú, ráðherra hægri manna í þessari upptalningu þinni?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 20:13

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

hina þrjá á  það jú að vera kæri Ybbar Gogg !

Guðmundur Júlíusson, 20.8.2010 kl. 21:34

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Friðrik og Geir komust vel frá sínu þjónustuskeiði.....aðrir síður.

Baldur Hermannsson, 22.8.2010 kl. 07:44

6 identicon

Það er rétt hjá Baldri að Friðrik og Geir komust vel frá sínu þjónustuskeiði.

Skemmtilega vel orðað.

Þjónustan sú var sko ekki við okkur Jónana heldur allt aðra menn og við súpum nú seyðið af þeirri þjónkun.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 14:44

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Geir H Haarde er með menntun í hagfræði. Sem ætti að henta ágætlega í fjármálaráðuneytinu.......   allavega meira við hæfi heldur en dýralæknirinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.8.2010 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband